Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Blaðsíða 23
TÍMA VÉLIN
Fyrsta íslenska fegurðar-
drottningin var listamaður
Fyrsta íslenska fegurðarsamkeppnin var haldin árið 1939. Lóló Jónsdóttir bar sigur
úr býtum. Þegar blaðamaður Vikunnar spurði hvernig henni litist á að vera orðin feg-
urðardrottning Íslands svaraði hún: „Æ, blessaðir, segið þér ekki fegurðardrottning!“
U ngfrú Lóló Jónsdóttir hefir verið kjörin fegurðardrottning
Íslands fyrir yfirstandandi
ár, og hlýtur hún til fullrar
eignar silfurbikar þann,
sem blaðið gaf til að keppa
um. Hlaut hún langflest at-
kvæði í báðum kosningunum,
bæði í tillögukosningunni og
úrslitakosningunni,“ segir
í grein Vikunnar þann 28.
september 1939. Fram kom
að Lóló væri dóttir Jóns
Ólafssonar bankastjóra og
Þóru Halldórsdóttur konu
hans. Þegar blaðamaður
Vikunnar spurði Lóló hvern-
ig henni litist á að vera orðin
fegurðardrottning Íslands
svaraði hún: „Æ, blessaðir,
segið þér ekki fegurðar-
drottning! Það er svo stórt
orð, allt of stórt. Auk þess
hefi ég ekkert um eða við því
að segja.“
Lóló hafði lokið stúdents-
prófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík tveimur árum
áður og stundað listnám í
Kaupmannahöfn og Mün-
chen. Aðspurð um áhugamál
sagðist hún hafa gaman af
því að lesa góðar bækur og
hlusta á góða músík, auk
þess sem henni þætti gaman
að dansa „eins og flestum
ungum stúlkum“, iðka ýmsar
íþróttir og spila á píanó.
„Ekki svo að skilja, að ég
sé neinn íþróttagarpur, né
heldur er ég neinn píanósnill-
ingur, öðru nær. En þrátt
fyrir það er ekkert því til
fyrirstöðu, að mér geti þótt
gaman að því,“ sagði hin
nýkrýnda fegurðardrottn-
ing.
Fegrunarfélag Íslands
stofnað
Vikan stóð ekki aftur fyrir
fegurðarsamkeppni. Það var
ekki fyrr en níu árum síðar
að Fegrunarfélag Reykja-
víkur var stofnað. Til-
gangur félagsins var meðal
annars að fegra borgina og
„kenna íbúum smekkvísi og
háttsemi“ en í stjórn þess
sátu meðal annars Gunn-
ar Thoroddsen borgarstjóri
og Vilhjálmur Þ. Gíslason,
skólastjóri Verzlunarskóla
Íslands.
Tveimur árum síðar, í
ágúst 1950, stóð Fegrunar-
félagið síðan fyrir fegurðar-
samkeppni fyrir stúlkur úr
Reykjavík og fór keppnin
fram í Tívolí í Vatnsmýrinni.
Alls tóku fjórtán stúlkur
þátt í keppninni og kepptu
þær fyrir hina ýmsu bæjar-
hluta. Einar Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Fegrunar-
félagsins, sá um keppnina en
dóm nefnd skipuðu Þórólfur
Smith blaðamaður, Ævar
Kvaran leikari, Kjartan Guð-
jónsson listmálari, Jóhanna
Sigurjónsdóttir ljósmynd-
ari, Sif Þórz listdansari og
íþróttamennirnir Guðjón
G. Einarsson og Benedikt
Jakobs son.
Það var síðan Reykjavíkur-
mærin Kolbrún Jónsdóttir
sem hlaut titilinn „Fegursta
stúlkan í Reykjavík“ en í
grein Fálkans á sínum tíma
kom fram að Kolbrún væri
dóttir Jóns Þorleifssonar
listmálara og hefði sjálf num-
ið höggmyndalist í Ameríku.
Hlaut hún í verðlaun alfatnað
frá Feldinum hf. ásamt ýmsu
tilheyrandi og fékk hún að
velja það sjálf úr versluninni.
Fékk Parísarferð og 1.000
krónur í verðlaun
Engin fegurðarsamkeppni
var haldið árið á eftir en
árið 1952 hlaut Elín Snæ-
björnsdóttir titilinn fegursta
stúlkan í Reykjavík og árið
á eftir var það Sigríður Jóna
Árnadóttir.
Keppnin um titilinn ung-
frú Ísland var síðan haldin
í fyrsta sinn árið 1954. Fjór-
tán stúlkur tóku þátt en sjö
þeirra voru úr Reykjavík,
tvær frá Akureyri og ein frá
Keflavík, Sandgerði, Ytri-
Njarðvík, Vestmannaeyjum
og Akranesi. Að þessu sinni
var engin dómnefnd heldur
réðu áhorfendur úrslitum.
„Á laugardagskvöldið var
hið fegursta veður, og flykkt-
ust bæjarbúar þúsundum
saman suður í Tivoli til að
skoða hinar ungu blómarósir.
Næstum þvi tveir þriðju
hlutar þeirra, sem sóttu úti-
skemmtunina í Tivoli-garð-
inum þetta kvöld greiddu at-
kvæði um fegurstu stúlkuna
úr hópnum, en alls voru
seldir á 10 þúsund aðgöngu-
miðar,“ kom fram í grein
Fálkans.
Þá kom einnig fram að
hin árlega fegurðarsam-
keppni í Tívolí hefði skapað
sér tryggan sess „þrátt fyrir
ýmsar tilraunir í þá átt að af-
nema þennan þátt úr dagskrá
hátíðahaldanna“.
„Aðsóknin að Tívoli sýnir
einnig mjög vel, að fólk kann
að meta þessa nýbreytni sem
hér hefur verið tekin upp að
sið erlendra þjóða og ólíklegt
er að þeir, sem eru á móti
hinni árlegu fegurðarsam-
keppni, fái komið vilja sínum
fram á næstu árum.“
Það var síðan ungfrú Ragna
Ragnars frá Akureyri sem
var kjörin fegurðardrottn-
ing Íslands 1954. Fram kom í
grein Fálkans að Ragna væri
dóttir hjónanna Sverris Ragn-
ars og Maríu Matthíasdóttur
á Akureyri. Hún stundaði
nám í Mennta skólanum á
Akur eyri og hafði undanfarin
sumur unnið í útibúi Útvegs-
bankans þar í bæ. Verðlaunin
voru ekki af verri endanum:
flugferð til Parísar og heim
aftur, viku dvöl í stórborginni
og 1.000 krónur að auki. n
„Það er mál þeirra
manna, sem víða hafa
farið, og margar konur
séð, að hvergi geti fegurri
konur en á voru landi,
Íslandi. Og þetta er ekki
skrum, því að íslenzka
stúlkan er hvort tveggja í
senn: fagurlimuð og and-
litsfríð.“ Þetta kom fram í
grein sem birtist í Vikunni
árið 1939 en titill greinar-
innar var „Fríðustu dætur
Íslands“. Greinin var birt
í tilefni þess að Vikan
stóð fyrir fyrstu íslensku
fegurðarsamkeppninni.
Það var síðan 19 ára
gömul Reykjavíkurmær,
Lóló Jónsdóttir, sem hlaut
titilinn fegurðardrottning
Íslands í september þetta
ár.
Ungfrú Ragna
Ragnars frá
Akureyri
var kjörin
fegurðar-
drottning
Íslands 1954
en þá var ljóst
að fegurðar-
samkeppnir
voru komnar
til að vera hér
á landi.
MYNDIR/
TIMARIT.IS
Keppendur í Fegurðarsamkeppni Íslands árið 1950.
FÓKUS 23DV 24. APRÍL 2020