Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Blaðsíða 14
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
að vinna á DV og loks Séð og
heyrt sem þegar á leið gerði
hann enn umdeildari. Hann
segir þó að DV hafi bakað sér
meiri umtal með hörkulegri
málum en Séð og heyrt sem
hann kallar Gotteríssjoppu.
Af hverju ertu svona um-
deildur? Það er hreinlega til
fólk sem er illa við þig?
„Ég veit það ekki. Það er fólk
sem þekkir mig ekki. Ég trig-
gera eitthvað hjá fólki. Með ein-
hverjum stíl eða eitthvað. Ég
hef aldrei gert fólki mein. Þetta
er fólk sem talar um aðra sem
það þekkir ekki.“
Eiríkur, það er ekki rétt. Þú
hefur gengið of nærri fólki. Þú
veist það.
„Í fréttaskrifum? Já, ef fólk
hefur brotið bókhaldslög og
missir húsið sitt, þá er það
frétt. Þú átt ekkert að gera það.
Fréttir eru yfirleitt um það sem
úrskeiðis fer. No news are good
news. Annars væri ekkert að
gerast. En jú, auðvitað ég er bú-
inn að vera svo lengi að þessu
að auðvitað hef ég stigið á ein-
hverjar tær hér og þar. Það er
bara eins og í lífinu.“
Er eitthvað sem þú sérð eft-
ir? Sem var of mikið í skrifum
þínum?
„Já, það er bara eins og í líf-
inu. Ég hefði ekki átt að setja
Hilmi Snæ á forsíðu Séð og
heyrt og skrifa „barnar konu
í hesthúsinu“. Ég hefði ekki átt
að gera það. Það bara borgaði
sig ekki, ég þurfti ekki að gera
það. Þetta var kunningi minn,
skilurðu, og ég hefði bara
átt að gera eitthvað annað.
Sleppa þessu. Ég bara sá þetta
í því ljósi að hann var helsti
kvennaljómi landsins í um
áratug. Þetta hefði ekki verið
þessi frétt ef þetta hefði verið
Bessi Bjarnason eða Randver.
Þetta var Hilmir Snær. En við
erum búnir að gera þetta upp
og ég bað hann afsökunar.
Þetta var kannski bara gott
fyrir hann. Hann er ennþá
með konunni sinni. Kannski
hristi þetta þau saman.“
Aðspurður hvað sé það
klikkaðasta sem hann hafi
gert til að ná í frétt þarf hann
að hugsa sig vel um. Það er af
nægu að taka.
„Ætli það klikkaðasta sem
ég hef gert sé ekki þegar við
Gunnar Andrésson ljósmynd-
ari vorum sendir til Eyja til
að ná allri sögunni hjá Guð-
laugi sundkappa sem synti í
land þegar báturinn sem hann
var á fórst. Við vorum þarna í
viku en náðum aldrei til hans.
Hann var alltaf á spítala og
það endaði svo að ég skreið
inn um glugga á spítalanum,
fann slopp og ætlaði að þykj-
ast vera á stofugangi. Bar mig
helvíti vel með hlustunarpípu
og allt en svo var ég spurður
fyrir utan dyrnar hver ég
væri. Þá sagði ég bara sorrí
og lét mig hverfa.“
Tók 50 ár að finna ástina
Eiríkur segist ekki geta snúið
aftur á vinnustað með fullt
af fólki eftir að hann fór að
vinna sjálfur heima við skrif
á eirikurjonson.is. „Það er of-
boðslegur léttir að þurfa ekki
að vakna á morgnana og fara
á einhvern vinnustað og eyða
þar öllum deginum, dag eftir
dag, ár eftir ár með einhverju
fólki sem maður velur sér
ekki sjálfur. Hverslags vit-
leysa er það?
Ég þurfti að gera þetta
þegar ég var með lítil börn og
var að kaupa íbúð en ég þarf
þess ekki lengur. Það hvarflar
ekki að mér. Vera alltaf í ein-
hverju partýi sem þig langar
ekkert í. Sem þér líður óþægi-
lega í. Sumir vilja þetta ör-
yggi, vera alltaf með sama
fólkinu. Alltaf að hanga með
sama fólkinu. Fara og hanga
með fólki í sumarbústað eins
og geðsjúklingar.“
Myndir þú ekki fara með
vinahjónum þínum í bústað
og borða steik?
„Nei, helst ekki. Ég fer oft
með konunni minni í sumar-
bústað. Hún er besti vinur
minn. Það tók mig 50 ár að
finna ástina. Þetta er alveg
satt. Hún skilur mig og ég
hana og við leyfum hvort öðru
að vera eins og við erum. Hún
hefur gefið börnunum mínum
mikla ást og fjölskyldan mín
stækkaði með hennar börn-
um.“
En Eiríkur, þú ert erfiður.
Er hún aldrei þreytt á þér?
„Jú, það getur vel verið,
en ég get nú verið frískur og
skemmtilegur inn á milli. Hún
er sérstök manneskja. Þetta
kemur ekki í fyrstu atrennu.
Það er ekki hægt að stytta sér
leið að ástinni.“
Þegar Eiríkur kynntist eig-
inkonu sinni sem hann hefur
verið með síðustu 15 ár varaði
fólk Petrínu, eða Petu eins og
hún er kölluð, ítrekað við hon-
um. Ekki aðeins hana heldur
foreldra hennar líka. „Þau
voru stoppuð í Hagkaup og
fólk kallaði „warning, warn-
ing“. Vinkonur Petu reyndu að
vara hana við. En hún lét sér
ekki segjast. Sem betur fer,“
segir Eiríkur sem á sér svo
sannarlega enga hliðstæðu, 67
ára gamall og ástfanginn upp
fyrir haus. n
Ég er búinn að vera svo lengi
að þessu að auðvitað hef ég
stigið á einhverjar tær.
14 FRÉTTIR 24. APRÍL 2020 DV