Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Blaðsíða 11
E iríkur Jónsson er lækn-issonur sem átti heima fyrstu árin í Danmörku
þar sem hann fæddist og
flutti svo til Svíþjóðar þar
sem pabbi hans stundaði nám.
„Fyrsta æskuminningin mín
er þegar við vorum í Gullfossi
á leiðinni heim frá Svíþjóð
og það kom brotsjór á skipið
sem skellti því á hliðina og
braut rúður. Svo réttir skipið
sig af. Við vorum í óskaplega
fínni káetu. Þetta var eins og
hótelherbergi með baðkari
og öllu. Ég hendist þarna út í
horn en mér fannst svo skrítið
að mamma sat ennþá í bað-
karinu en það var ekkert vatn
eftir í því. Það var allt á gólf-
inu. Þetta er það fyrsta sem
ég man í lífinu. Svo byrjaði
lífið,“ segir Eiríkur og hlær
að minningunni.
Aðspurður hvernig fátækir
námsmenn með tvö börn
höfðu efni á slíkri ferð segir
hann pabba sinn hafa verið af
aðalsættum að austan, „það
voru til einhverjir peningar
einhvers staðar“.
Talaði ekki í marga mánuði
Eiríkur á eina eldri systur og
þrjár yngri. Hann var mikill
mömmustrákur og varð svo-
lítið utanveltu eftir að fjöl-
skyldan flutti aftur til Íslands
þegar hann var fimm ára. „Ég
var feiminn og sat helst alltaf
í fanginu á mömmu, alveg þar
til ég varð átta ára. Ég vildi
ekki fara í skóla. Ég vildi bara
vera hjá mömmu. Ég talaði
hálfbjagað eftir að hafa búið í
Svíþjóð og ákvað því að segja
sem minnst.
Mér leið ekki vel í skólanum
en gekk vel að læra. Ég talaði
einkennilega, skildi íslensku
en talaði sænsku svo að ég
þagnaði bara, er mér sagt.
Ég sagði lítið sem ekkert í
skólanum í marga mánuði en
þegar ég svo loks byrjaði að
tala, talaði ég óaðfinnanlega
íslensku og hef haft íslensk-
una að starfi síðan. En ég tala
ekki stakt orð í sænsku.“
Þegar fjölskyldan flutti
heim var fyrsta heimili henn-
ar á Rauðalæk. Síðan fluttu
þau í Hvassaleiti þar sem
Eiríkur tók átta ára gamall
strætó klukkan sjö á morgn-
ana í skólann. „Það var alltaf
kolniðamyrkur. Ég sæi fólk
í dag senda átta ára gamalt
barn í strætó í myrkri. Ég
fór svo ekki alltaf í skólann
heldur í sjoppuna með pening
sem ég stal frá mömmu. Þar
keypti ég pepsí, lakkrísrör
og kókosbollu. Rörið notaði
ég til að drekka pepsí og svo
freyddi þetta allt þegar maður
át kókos bolluna með.“
Eiríkur viðurkennir að hafa
verið óstýrilátur og mamma
hans eftirlátssöm við hann.
„Pabbi reyndi að skamma
mig en það gekk ekki vel. Eitt
það síðasta sem hann, gamall
maðurinn, sagði við systur
mínar áður en hann dó, þegar
þær voru að skammast út í að
ég ætti að gera eitthvað, var:
„Stelpur mínar, ég er búinn
að læra það fyrir löngu að
það segir enginn Eiríki fyrir
verkum. Ekki reyna það.““
Þú verður læknir
Eiríkur þrælaði sér í gegnum
skólann og varð þægilegri í
umgengni. Var sendur í sveit á
Reyðarfjörð þar sem afi hans
var kaupfélagsstjóri. „Ég var í
uppáhaldi hjá ömmu og afa og
var þar á sumrin og vildi helst
ekki fara heim. Ég var bara að
spila við ömmu í stássstofunni
og var kallaður litli prins. Ég
fór nú stundum á traktorinn
með Einari Þorvarðarsyni
frænda en ég var ekki mikið
að vinna. Það er nú líka dáldil
kúnst. Að vinna lítið.
Einar frændi var nörd og
kenndi mér allt um hnefa-
leika, myndlist og bókmenntir.
Það var góður skóli. En hvað, á
þetta að vera ævisaga?“ spyr
Eiríkur. Ég bendi honum á
að ég sé að stytta mér leið og
vilji eiga þetta skrifað niður
þegar hann deyr því þá verði
ég fljótari með minningar-
greinina.
„Ókei,“ svarar hann, og
áfram höldum við.
„Ég tók aðeins lengri tíma
í að klára skólann og verða
stúdent. Ég var dáldið að elt-
ast við stelpur. Ég var ekki
feiminn lengur þá. Ég var
farinn að rífa kjaft,“ segir Ei-
ríkur og viðurkennir að vænt-
ingarnar til hans varðandi
nám hafi verið á einn veg.
Hann yrði læknir.
„Það voru bara sjö sér-
fræðingar í bænum. Það þótti
voða fínt. Pabbi var gigtar- og
lyflæknir. Í öllum fjölskyldu-
boðum var ég spurður: Jæja,
Eiríkur litli, ætlar þú ekki að
verða læknir eins og pabbi
þinn? Svo kom næsti gestur
og næsti og allir spurðu að
því sama.
Svo komu jólin og þá var
komin út bók sem hét Litli
læknissonurinn. Ég fékk ekki
aðrar jólagjafir frá ættingjum
það árið. Átta stykki af sömu
bókinni. Það var alveg búið að
Þorbjörg
Marínósdóttir
tobba@dv.is
Eiríkur hefur unnið á flestöllum stærri fjölmiðlum landsins, oftar en einu sinni á mörgum. Hann rekur sinn eiginn fjölmiðil, eirikurjonsson.is.
MYNDIR/VALLI
FRÉTTIR 11DV 24 APRÍL 2020