Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Page 13
FRÉTTIR 13DV 5. JÚNÍ 2020 Þorbjörg Marínósdóttir tobba@dv.is Y rsa, eins og hún er alltaf kölluð, er dóttir fyrsta íslenska kvendoktors­ ins í stærðfræði, Kristínar Höllu Jónsdóttur, og Sigurðar B. Þorsteinssonar smitsjúk­ dómalæknis. „Ég er ákaflega stolt af foreldrum mínum. Ég á líka eina systur, Laufeyju Ýri, sem er barnalæknir á Land­ spítalanum. Þau eru öll svaka­ lega klár,“ segir Yrsa en systir hennar er sérfræðingur í taugalækningum og átta barna móðir, svo vinnusemi virðist þeim systrum í blóð borin. Læknanámið látið fjúka Því liggur beinast við að spyrja hvort Yrsa hafi aldrei hugsað sér að læra til læknis. „Jú, jú. Ég var að spá í að fara í læknisfræði en svo fór ég sum­ arið eftir stúdentinn að vinna á MS Eddu,“ segir Yrsa, og vísar í íslenskt skemmtiferðaskip sem sigldi milli Íslands, Eng­ lands og Þýskalands. „Ég var sum sé á sjó þetta sumar, svo að foreldrar mínir sóttu um háskólanám fyrir mig. Það var þeirra mat að ég væri ekki efni í lækni, enda var ég ógurlega latur náms­ maður. Ég hefði aldrei náð að sinna náminu eins og þurfti enda er læknisnámið ákaflega krefjandi,“ segir hún og hlær. Þetta stingur í stúf við þá staðreynd að Yrsa hefur gefið út eina bók á ári samhliða vinnu í tvo áratugi, fyrir utan tveggja ára hlé þegar hún skipti úr barnabókum yfir í glæpasögur. „Ég er nú enn frekar afslöppuð, en dugleg þegar ég tek mig til. Ástæðan fyrir því að ég hef komið þessu í verk er að ég hef engin önnur áhugamál. Ég er ekki í líkams­ rækt eða golfi og átti lengst af ekki sjónvarp.“ Yrsa og fjölskylda áttu ekki sjónvarp um árabil en hún seg­ ir það ákveðinn tímaþjóf. Það hafi hins vegar verið ákveðið í kjölfar þess að hún bauð í Eurovisionpartí, án þess að eiga sjónvarp, að líklega væri kominn tími á tæki. Gestunum var nefnilega ekki skemmt. Foreldrar Yrsu þekkja greinilega dóttur sína vel, því fagið sem þau skráðu hana í á hug hennar allan. „Það er nú ekki alveg þannig að þau hafi ákveðið að ég yrði verkfræðingur, en það var eitt­ hvað sem ég hafði nefnt áður og þau sóttu því um það, enda ekki hlaupið að því að ná í mig í síma á þessum tíma, stadda úti á rúmsjó.“ Úr varð að Yrsa lærði til verkfræðings og starfar enn sem slíkur. „Verkfræðin er mjög skemmtileg og á vel við mig. Núna þegar ég er farin að minnka við mig vinnu get ég líka valið mér verkefni sem mér finnst skemmtileg. Það hefði verið erfiðara að velja sér skemmtilega, lítið veika sjúklinga.“ Heimurinn myndi loga „Fyrsta alvöru starfið mitt var vinna hjá verktaka suður með sjó, Ellerti Skúlasyni hf. Þar var ég fyrsta konan sem var ráðin í eitthvað annað en að elda mat. Það var mjög gaman að vinna þar og mér var tekið ótrúlega vel. Þar vann ég í eitt ár. Ég held að það sé oft auðvelt að vera fyrsta konan. Þá fylgir manni nýjabrum sem hjálpar til, svo fremi sem vinnustaður­ inn er ekki eitraður.“ Yrsa er vön því að vera eina konan á staðnum, en hún var eina konan sem útskrifaðist sem byggingaverkfræðingur árið 1988. „Í dag er þetta ekki eins og þegar ég var að byrja. Þá voru nánast engar konur í fram­ kvæmdum. Það var slatti af konum inni á verkfræðistof­ unum en ég var úti í skurði. Það var samt aldrei neitt vandamál. Ég hef alltaf bara reynt að vera eins og ég er. Ég held að það sé ekkert fengið með því að við konur reynum að haga okkur eins og karlmenn. Það bara gengur ekkert upp. Ef við breyttumst allar í karl­ menn myndi heimurinn loga stafnanna á milli. Það þarf þessa blöndu.“ Kynjahlutfallið vonlaust Yrsa hefur sjaldnast ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og segist snemma hafa gert sér grein fyrir því að hún yrði að hafa fyrir því að útvega sér þekkingu og reynslu. „Ég var spurð hvort nafnið mitt mætti vera í tilboði, þegar verkfræðistofan sem ég vann hjá sóttist eftir að sinna eftir­ liti með stíflum og göngum, sem til stóð að bjóða út í tengsl­ um við Kárahnjúkavirkjun. Í svona útboðum er reynt að safna saman teymi fólks með sem mesta reynslu og þekk­ ingu og allar kanónurnar not­ aðar í tilboðið. Ég sagði já við því að nafnið mitt yrði þar á meðal, en sé svo síðar að ég er eina konan á lista þeirra sem eiga að vera á svæðinu að sinna eftirlitinu. Ég sá strax að það kynjahlut­ fall væri vonlaust. Þarna átt­ um við að vinna og búa saman í fleiri ár. Það skipti miklu máli að þarna yrðu fleiri konur og yngra fólk upp á dýnamíkina, en þegar mest lét vorum við á milli 60 og 100 manns í eftirlit­ inu. Íslensku stofurnar í þessu samstarfi sameinuðust um að breyta þessu og undir lokin voru konur rúmlega 30 prósent starfsmanna í stað þess að ég væri sú eina og ungt fólk var í bland við gömlu kanónurnar.“ Tilboðinu var tekið og nú þurfti að standa við stóru orð­ in og flytja rúmlega 900 kíló­ metra frá fjölskyldunni. „Þegar það kemur að því að við fáum þetta verk, þarf ég að standa við það að hafa sett nafnið mitt í tilboðið. Þá áttaði ég mig líka á því, þegar maður stígur inn í sögulega karllægt umhverfi, að þetta er það sem þeir hafa látið sig hafa að mestu möglunarlaust. Farið frá fjölskyldum sínum og unn­ ið uppi á hálendi í snjóstormum og algjörlega einangraðir, nú eða úti á sjó. Til að vera með þurfti ég að stíga út fyrir þægindaramm­ ann alveg eins og þeir. Ég gat ekki ætlast til þess að fá afslátt eða undanþágu af því að ég væri kona. En það hefði verið svo sorglegt ef öll sú reynsla sem fékkst í þessu mikilvæga og flókna verkefni hefði farið til erlendra aðila eða eingöngu til karlkyns verk­ og jarðfræð­ inga.“ Sex ára dóttirin eftir heima Yrsu fannst lítið mál að búa í hálfgerðum sumarbústað og kveinkar sér ekki þegar álag­ ið berst í tal, en unnið var á vöktum, tíu daga í vinnu á móti fjórum dögum heima hjá fjöl­ skyldunni. Yrsa og eiginmaður hennar, Ólafur Þór Þórhalls­ son, eiga dótturina Kristínu Sól og soninn Mána. Dóttir þeirra hjóna var að­ eins sex ára gömul og við það að byrja í skóla þegar Yrsa pakkaði ofan í ferðatösku og flutti að Kárahnjúkum. „Pabbi hennar steig inn og sinnti bæði móður­ og föðurhlutverkinu á meðan ég var í burtu. Svo Ég strauja ekki fyrir þig, ég faxa ekki fyrir þig, ég vélrita ekki fyrir þig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.