Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Síða 14
14 FRÉTTIR 5. JÚNÍ 2020 DV reyndum við að hafa þetta þannig að þau komu nánast aðra hverja helgi austur og ég kom heim hinar helgarnar á móti.“ Hún segir ekki hafa verið mikið um grát í síma, þó að dóttirin hafi auðvitað saknað móður sinnar, en sonur hennar var fluttur að heiman. „Pabbi hennar sinnti henni svo vel. Dóttir mín var með dálítið ruglað hár þarna um tíma, en annars gekk þetta vel og þeim fannst gaman að koma upp eftir til mín.“ Vinnuslysin hryllingur Verkefnið tók alls rúm fimm ár en Yrsa bjó á Kárahnjúkum í um fjögur ár. Það er langur tími í krefjandi vinnu og að­ stæðum, í alls konar veðri. Hún segist þó aldrei hafa fengið upp í kok. „Ég held að stór hluti af því hafi verið hvað það var fjölbreyttur hópur þarna. Unga fólkið var duglegt að skipuleggja gönguferðir og halda félagslífinu gangandi.“ Hún segist aldrei hafa upp­ lifað sig óörugga á Kárahnjúk­ um, þó að það hafi vissulega ekki verið notaleg tilfinning að keyra í bandbrjáluðu veðri upp bratta fjallshlíð og yfir heiðina til að komast að svæðinu. „Ég reyndi hvað ég gat að vera samferða Þorgrími Árna­ syni, öryggisstjóranum okkar, sem er afburðagóður bílstjóri. En það urðu mörg bílslys sem blessunarlega fóru ekkert allt of illa, nema hvað bílana sjálfa varðaði. Hins vegar voru vinnuslysin sem urðu algjör hryllingur. En ég upplifði mig aldrei í hættu enda mikið inni að garfa í pappír.“ Ég strauja ekki fyrir þig Yrsa var titluð tæknistjóri eftirlitsins og var einnig fram­ kvæmdastjóri fyrirtækisins sem stofnað var fyrir rekstur eftirlitsins. Hún segir að al­ mennt hafi íslensku karlmenn­ irnir á svæðinu ekki komið öðruvísi fram við hana af því að hún var kona, en það hafi erlendu mennirnir gert. „Ég lenti í því til dæmis að það var eldri erlendur karl­ maður sem var að biðja mig um að hjálpa sér að strauja skyrturnar sínar. Svona asna­ legar uppákomur gerðust ítrekað til að byrja með. Á end­ anum var þetta orðið hálfgert grín, ég var farin að setja gula miða á hurðina hjá mér sem á stóð allt það sem ég gerði ekki; ég strauja ekki fyrir þig, ég faxa ekki fyrir þig, ég vélrita ekki fyrir þig.“ Gulir miðar bættust jafnt og þétt við og létu vinnustaða­ grínararnir ekki sitt eftir liggja og bættu við alls kyns grínmiðum á hurðina. Yrsa brosir að minningunni í dag en segir þessar óskir um allra­ handa aðstoð hafa komið sér spánskt fyrir sjónir á sínum tíma. „Þegar ég var orðin nokkuð pirruð á þessu spurði ég einn þessara útlendinga hvernig honum dytti í hug að labba út allan ganginn, fram hjá fullt af fólki sem hafði minna að gera en ég og banka hjá mér til þess að spyrja mig að því hvort ég gæti ljósritað fyrir hann, eða hvað það nú var. Þá sagði grey­ ið maðurinn: Þeir eru svo fúlir, meðan þú ert svo almennileg!“ Yrsa segir að þar standi hnífurinn einmitt í kúnni. „Við konur erum oft liðlegri að aðstoða og hjálpa. Ég held að þetta sé ekki það að það sé litið niður á mann af því að maður er kona, heldur að fólk búist frekar við því að því verði betur tekið ef það biður um aðstoð. Við erum sneggri til að þjónusta.“ Yrsa gefur í fyrsta skipti í ár út tvær bækur fyrir jólin. MYND/ERNIR Ég held að það sé ekkert fengið með því að við konur reynum að haga okkur eins og karlmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.