Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIR 5. JÚNÍ 2020 DV
Viltu kaffi?
Yrsu er umhugað um kvenrétt-
indi og hefur opinberlega rætt
um hvað gæti betur farið til
að ýta ungum konum í átt að
markmiðum sínum.
„Ef þú ætlar að vera fag-
manneskja og ná langt er,
held ég, mikilvægt að varast
það að fara að þjónusta fólkið
í kringum þig. Byrja fundinn
á að bjóða öllum kaffi og betri
stól. Það eru allir voðalega
glaðir og ánægðir og finnst þú
mjög næs, en það er hætt við
að festast í því hlutverki, þjón-
ustuhlutverki.
Þetta getur leitt af sér annað
sem mér finnst óþægilegt að
horfa upp á, sem er þegar mjög
flottar og klárar konur koma
sér í það hlutverk að vera besti
vinur aðal. Þá á ég við að gíra
sig í það að vera ofboðslega
liðleg við þann sem er yfir og
aðal. Gera hluti fyrir hann sem
eru þeim í raun ekki samboðn-
ir. Í stað þess að setja orkuna í
að taka þau skref sem þarf til
þess að verða aðal sjálf, ef það
er það sem heillar.“
Í því samhengi nefnir Yrsa
að henni finnist of mikil
áhersla meðal ungs fólks á að
verða stjórnandi. „Allir eiga að
vilja vera stjórnendur. Kannski
er ég bara gamaldags, en þeg-
ar ég var að læra verkfræði
var það toppurinn að vera sér-
fræðingur.
Að kunna eitthvað rosalega
vel í staðinn fyrir það að vera
alltaf að fara yfir tímaskýrsl-
ur, sinna starfsmannamálum
og sitja fundi. Það er ekkert
allra. Það er ekkert bara upp-
hefð í því.“
Bækur gefa forskot
í félagsþroska
Yrsa segir barnabækur gefa
börnum mikilvægt forskot í
félagsþroska og kenna þeim
samkennd. „Með lestri læra
börn að setja sig í spor ann-
arra og finna fyrir samkennd.
Þú þarft ekki að lenda í einelti
til þess að upplifa hvað það
er hræðilegt, sem dæmi. Ég
fór því upprunalega að skrifa
barnabækur fyrir son minn,
sem hafði engan sérstakan
áhuga á lestri.“
Sjálf hafði Yrsa alltaf mest-
an áhuga á krimmum og les
þá helst sjálf. Rómantískar
dægurmálasögur sjást því
ekki á hennar á náttborði. Hún
segist meðvitað hafa forðast
að skrifa sjálf ekki hræðilegri
glæpasögur með hverju árinu.
„Ég man þegar ég skrifaði
Sogið að ég var uppfull af reiði
eftir að hafa kynnt mér nokkur
gömul mál þar sem illilega
var brotið á börnum. Eftir þau
skrif áttaði ég mig á því að ég
yrði að stíga eitt skref til baka.
Ég gæti ekki farið út í það
að reyna að toppa síðustu bók
í óhugnaði. Bókin þar á und-
an, DNA, hafði einmitt verið
fremur andstyggileg. Ef ég
myndi halda því áfram myndi
ég bara enda í „torture porn“,
eins og það kallast á ensku.
Ég tók þá ákvörðun að forðast
að vera alltaf með andstyggi-
legri og grafískari morð en í
síðustu bók, ekki það að morð
séu nokkurn tíma hugguleg.“
Mun aldrei skrifa rómans
Að því sögðu nær Yrsa vissu
jafnvægi í ár, en þetta er
fyrsta árið sem hún sendir frá
sér tvær bækur, eina barna-
bók og eina glæpasögu. Það
skapast visst jafnvægi með því
að vinna í tveimur svo ólíkum
verkum samtímis.
„Það virkar í raun eins og smá
frí að fara í barnabókaskrifin
á milli þess sem ég skrifa
krimm ann. Dóttir mín er mjög
góð að teikna og hún var mikið
hjá okkur í Covid-fárinu þegar
ég sat við skriftir og úr varð
að hún teiknar myndirnar í
barnabókinni.“ Aðspurð hvort
dóttir hennar sé menntuð lista-
kona kemur á daginn að hún er
hátækniverkfræðingur.
„Ég var alltaf með stýri-
mannadrauma fyrir hennar
hönd. Mér fannst vanta kon-
ur í sjómennsku en hún hafði
engan áhuga á því. Hún er að
fara í framhaldsnám í gervi-
greind og stýrikerfum og ég
er afskaplega glöð með það.
Ef það á að fara að forrita líf
mitt og umhverfi vil ég að kon-
ur komi einnig að. Bæði kynin
þurfa að starfa við þróun
gervigreindar og sjálfstýr-
inga, sem eru þegar farnar
að breyta lífi okkar allra svo
um munar. Ég er því ægilega
ánægð að hún fór ekki á sjó og
er í þessu núna.“ Máni, sonur
Yrsu og Ólafs, er vélaverk-
fræðingur og því ljóst að Yrsa
hefur reynst þeim heilmikil
fyrirmynd.
Í því sem glæpasagnahetja
Íslands er kvödd kemur ástin
upp í hugann, þar sem Yrsa
hefur átt sama manninn frá
því á menntaskólaaldri. Þau
eiga vel saman og eru sterk
eining.
Er enginn séns á að þú hend-
ir í einn rómans? „Nei. Aldrei.
Kannski heimsendabók eða
SciFi. En aldrei rómans.“ n
Bækur eftir rithöfundinn vinsæla hafa verið gefnar út í yfir 100 löndum. MYND/ERNIR
Ég gæti ekki
farið út í það að
reyna að toppa
síðustu bók í
óhugnaði.