Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Qupperneq 18
5. JÚNÍ 2020 DV18 EYJAN Uppsagnaleiðin sem gagnrýnd er fyrir að hvetja til uppsagna hjá fyrirtækjum þar sem skilyrði hlutabótaleiðarinnar voru þrengd var samþykkt á Al- þingi á dögunum. Þann 29. maí voru samþykkt lög á Alþingi um endurbætta hlutabótaleið. Áætlað er að hún muni kosta ríkissjóð alls um 34 milljarða króna. Þegar hún var lögð fram fyrst var gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði 755 milljónir króna. Rík- isstjórninni til varnar, þá var viðkvæðið ávallt að forsendur gætu breyst með skömmum fyrirvara og kostnaðurinn einnig. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú liggur fyrir að um 37 þúsund manns nýttu sér leiðina í mars og apríl. Hins vegar misnotaði fjöldi fyrirtækja leiðina með ýmsum hætti, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar, hvar Vinnumálastofnun var gagnrýnd fyrir skort á eftir- liti með úrræðinu. Sömuleiðis var samþykkt með lögum að ríkið myndi greiða fyrirtækjum hluta launakostnaðar starfsfólks á uppsagnarfresti. Sú leið hefur verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum, þar sem leiðin er sögð hvetja fyrirtæki til að reka starfsfólk sitt, enda fái þau bætur fyrir. Upphæðin sem ríkið ætlar að verja til þessa er 27 milljarðar. Því liggur fyrir að ríkið hyggst verja alls 34 milljörðum til að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja við starfsfólk sitt, en 27 milljörðum til að eyða ráðningarsambandinu. Virðist mótsagnakennt Þetta er ansi sérstök hag- fræði að mati Þórólfs Matthí- assonar, prófessors í hag- fræði við Háskóla Íslands: „Það virðist nokkuð mót- sagnakennt að gera þetta svona. Hlutabótaleiðin hafði þó ekki bara hagfræðilegan tilgang, heldur var líka verið að passa upp á að fólk hefði ekki allt of mikinn hag af því að mæta til vinnu vegna smit- hættu. Það voru því skynsam- leg viðbrögð, þó svo útfærslan hefði mátt vera strangari. En þessi uppsagnaleið er nokkuð tvíbent. Fyrirtæki eiga auð- vitað að eiga fyrir launum á uppsagnarfresti samkvæmt lögum, annars teljast þau gjaldþrota. Það hefði að mínu mati verið eðlilegra að hafa þetta í formi lána, með endurgreiðslukröfu,“ segir Þórólfur og hefur fyrirkomu- lagið hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna til hliðsjónar: „Ég lagði til mjög snemma í ferlinu gagnvart aðilum í stjórnsýslunni að það væri farin önnur leið, ekki ósvipuð þeirri sem LÍN hefur verið með, svokallaðar tekjubundn- ar afborganir. Það er verið að leggja þetta til í Ástralíu og víðar. Þá hafa hagfræðingar í Evrópu gert tillögu til Evr- ópusambandsins um að lán- veitingar af þessu tagi yrðu veittar í formi lána og á móti skuldbindi fyrirtækin sig til að borga hærri tekjuskatt í ákveðinn tíma á eftir. Þann- ig þurfi fyrirtækin að borga af lánum um leið og þau geta, áður en þau mjatla peningum í eigendur sína. Mér fannst miður að menn skyldu ekki horfa á slík sjónarmið hér á landi,“ segir Þórólfur og nefnir að það hafi sýnt sig í hlutabótaleið- inni að allt sé reynt til þess að svindla á kerfinu: „Manni sýnist að það hafi verið auð- velt stundum að fá endur- skoðendur til þess að búa til það sem þurfti að búa til.“ Fylgjast vel með Samkvæmt Skúla Eggerti Þórðarsyni ríkisendurskoð- anda hyggst stofnunin að öllum líkindum gera aðra frumkvæðisathugun á upp- sagnaleiðinni og öðrum úr- ræðum ríkisstjórnarinnar þegar á líður. „Já, við munum fylgjast með hinum úrræðunum. Fæst af þessu er komið til framkvæmda og því ekki tímabært að tjá sig mikið um það, en við munum fylgjast með framkvæmdinni og taka stöðuna svona þegar líður á. Við viljum sjá hvernig þessar breytingar koma út auðvitað. En þarna eru fleiri skilyrði og löggjöfin er mun þéttari en hlutabótaleiðin.“ Hann telur skýrsluna um hlutabótaleiðina hafa bætt vinnubrögðin við frumvarps- gerð uppsagnaleiðarinnar: „Það er óhætt að slá því föstu að þegar þessi skýrsla kom út hafi menn áttað sig á því að það þyrfti að stíga varlega til jarðar þegar fé er sótt í ríkissjóð. Það var nú til- gangurinn með skýrslunni.“ Ekki umfangsmikil misnotkun Forstjóri Vinnumálastofn- unar, Unnur Sverrisdóttir, gat ekki gefið upp hversu miklir fjármunir hefðu verið sviknir út vegna misnotkunar á hluta- bótaleiðinni, það myndi vænt- anlega liggja fyrir í vikunni. Hún taldi reyndar, þvert á niðurstöður skýrslu Ríkis- endurskoðunar, að engir fjár- munir hefðu verið sviknir út með misnotkun á hlutabóta- leiðinni: „Það var enginn að svíkja neitt út í raun og veru. Það er nú þannig. Ég er ekki sammála því, mér finnst fólk voða fljótt að gleyma, í mars stóðum við frammi fyrir gríðarlegum hópupp- sögnum, það vissi í rauninni enginn sitt rjúkandi ráð. Það var nýkomið samkomubann og fyrirtækin vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið, og fyrirtæki voru að loka hvert á fætur öðru, þar sem túristarnir voru farnir heim. Ráðamenn báðu fólk um að halda ráðningarsambandi við starfsfólkið á meðan það væri verið að átta sig á hlutunum, þannig var ástandið þá. Því er það mín skoðun að þetta hafi heppnast vel að flestu leyti,“ sagði Unnur. Í skýrslu Ríkisendurskoð- unar er greinilega tekið fram að borist hafi ábendingar um að leiðin hafi verið misnotuð af fyrirtækjum sem „áttu ekki í bráðum vanda“, eða höfðu orðið fyrir samdrætti. Einnig að launafólk hefði verið látið skila meira vinnu- framlagi en lækkað starfs- hlutfall sagði til um. Einnig að launagreiðendur hefðu breytt eigin launum eftir á, svo þeir gætu sýnt fram á hærri laun en þeir höfðu, til að fá hærri greiðslur frá ríkinu. Unnur taldi að málið myndi skýrast betur þegar tími gæf- ist til að skoða það af alvöru, en ábendingarnar væru fínar. Þá taldi hún uppsagnaleiðina ekki hvetja til uppsagna: „Nei, ég held ekki. Ég held að enginn ráðist í uppsagnir nema þeir sem neyðast til þess. Ég hef þá trú á atvinnu- rekendum.“ Katrín heldur í vonina Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra, sagði við Morgun- blaðið í vikunni að hún von- aðist til að þrengri skilyrði í hlutabótaleiðinni myndu ekki verða til þess að fyrir- tæki horfðu í auknum mæli til uppsagna, það væri ekki vilji ríkisstjórnarinnar. Hins vegar væri það óhjákvæmi- legt í sumum tilfellum. Þá sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, að í uppsagnaleiðinni væri ekki að finna hvata fyrir fyrirtæki til uppsagna, þar sem skilyrðið væri „nánast algert tekjufall“. Hann taldi hins vegar líklegt að atvinnu- leysi myndi aukast. n Trausti Salvar Kristjánsson traustisalvar@eyjan.is MÓTSAGNAKENND HAGFRÆÐI Ríkið hyggst verja 34 milljörðum til að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja við starfsfólk sitt, en 27 milljörðum til að eyða því. Uppsagnaleiðin orkar tvímælis. Formenn ríkisstjórnarflokkanna: Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. MYND/EYÞÓR ÁRNASON Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnu- málastofnunar Skúli Eggert Þórðarson ríkisendur- skoðandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.