Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Side 24
Hlaðvarpið HÁSKI kemur út á mánudögum á vef DV. Lumar þú á Lífsháskasögu? Sendu okkur endi- lega ábendingu á haskipodcast@gmail.com Hvernig bregst þú við í neyð? Þann 15. janúar árið 2009 var Josh Peltz á leið heim til sín með flugi US Airways 1549. Ekkert gat undirbúið hann undir það sem koma skyldi. „Ég myndi vilja hugsa að hver sá sem hefði setið í mínu sæti hefði gert það sama. Ég var í sæti 10F, gluggasæti við neyðarútgang- inn vinstra megin í vélinni,“ segir Peltz þegar hann rifjar upp flugferðina í samtali við The Guardian. „Ég flýg vegna vinnu aðra hverja viku og reyni alltaf að fá sæti með auka fótaplássi. Ég er ekki flughræddur, í raun var ég að leggja mig þegar flugvélin tók á loft. Nokkrum mínútum eftir flug- tak heyrðist hár sprenging, eins og sprenging í púströri bíls. Flugvélin hristist og ég fann brunalykt. Allir tóku andköf og einhverjir öskruðu. Ég leit út um gluggann og sá að vélin vaggaði til hægri og svo aftur til vinstri. Við vor- um svo hátt uppi að húsin litu út eins og leikföng og bílarnir eins og maurar. En við vorum ekki að hrapa svo að ég hugs- aði: Josh, einn hreyfillinn er farinn, það er annar hreyfill og við snúum við og lendum aftur á LaGuardia-flugvell- inum, flugmaðurinn hefur stjórn á þessu. Við stefndum á vatnið Það var óþægilega hljótt, allir voru að meta stöðuna og enginn þorði að segja neitt. Það varð fljótt augljóst að við vorum ekki á leið aftur til La- Guardia, við stefndum á vatn- ið. Ég hugsaði að þetta gæti ekki verið endirinn. Ég hugs- aði um konuna mína, Tesu, og börnin okkar tveggja, Adel- ine, næstum þriggja ára, og Zy, sem var tólf vikna. Ég reyndi að róa mig, mér fannst erfitt að sætta mig við að minn tími væri kominn. Svo kom tilkynning: „Þetta er flugstjórinn, búið ykkur undir högg.“ Allt varð skyndi- lega mjög skýrt, ég þurfti að hætta að hugsa um dauðann og fara að hugsa um hvað ég ætlaði að gera þegar við myndum lenda á vatninu. Þú settist í þetta sæti, hugsaði ég, þú verður að opna þennan útgang. Rétt áður en við lentum á vatninu byrjaði ég að lesa leiðbeiningar sem fylgdu neyðarútgangssætinu. Það voru sex skref og ég las þau tvisvar til þrisvar sinnum, prófaði sjálfan mig á hverju skrefi og reyndi að sjá mig fyrir mér opna útganginn. Við stefndum hratt á vatnið. Ég herti sætisbeltið eins mikið og mögulegt var og setti hendur yfir höfuð.“ Vélin stefndi á Hudson- fljótið í miðri New York borg. Flugstjórinn sá þar leik á borði og ætlaði að nota fljótið sem flugbraut. Hurðin verður að fara út „Við lentum á vatninu, þetta var eins og versta bílslys sem þú getur ímyndað þér. Við hoppuðum og skoppuðum þar til vélin stöðvaðist loks. Marg- ir voru blóðugir í framan eftir að hafa skollið á sætinu fyrir framan sig. Það fyrsta sem ég hugsaði var að vélin væri að sökkva, við yrðum að koma öllum héðan út sem fyrst. Einhver við hliðina á mér reyndi að toga hurðina inn og ég kallaði: Nei, þú verður að ýta henni út. Blessunar- lega hafði ég lesið það í leið- beiningunum. Ég vissi að fólk myndi flýta sér að neyðarút- ganginum svo ég yrði að opna hann áður en það myndaðist stífla af fólki. Ég náði að opna og greip í hönd konunnar sem sat við hlið mér, Jenny, og við gengum út á vænginn. Kuld- inn úti var skelfilegur og öldurnar sleiktu vænginn. Vængurinn sökk dýpra með hverri öldu. Við fórum eins langt út á vænginn og mögu- legt var til að mynda pláss fyrir aðra. Við munum deyja úr kulda „Ég heyrði það seinna að fólkið sem var aftast í vélinni hefði verið að hrinda og ýta hvert öðru þegar vélin fór að fyllast af vatni. Allir vildu komast út. Úti á vængnum voru hins vegar allir að hjálpa öllum. Það var ískalt og eng- inn var í yfirhöfn. Sumir stóðu í vatni upp að mitti. Ókei, nú munum við drukkna, við mun- um deyja úr kulda, hugsaði ég. Mér fannst eins og það liði hálftími áður en við sáum fyrstu ferjuna, þó að það geti ekki hafa verið meira en fimm til 10 mínútur. Hún var svo nálægt að ég hugsaði um að stökkva út í og synda á móti henni, en ég mundi að ofkæling tekur ekki nema nokkrar sekúndur eða mín- útur að yfirbuga fólk. Ég var svo fjórði maður til að komast um borð í ferjuna og hóf strax að hjálpa fólki um borð. Það var kona sem hélt á litlu barni og maður sem hafði farið allur ofan í vatnið, hann lá á þilfari ferjunnar. Ferju starfsmennirnir gáfu fólkinu jakka sína og skyrtur þar sem fólk var að frjósa úr kulda,“ rifjar hann upp. Áfallið gífurlegt Áfallið eftir slysið var gífur- legt. „Ég hef hugsað mikið um að hlutirnir hefðu getað farið öðruvísi, að útgangurinn hefði ekki opnast, að vængur vélar- innar hefði lent í vatninu og kastað okkur upp í loftið. Og ég hef líka hugsað: Af hverju ég? Af hverju lifði ég af? En eitt sem ég mun aldrei gleyma við þessa reynslu er hvað allir stóðu saman. Og það fylgir því líka góð tilfinning að vita að ég brást rétt við í neyð. Ég komst í gegnum þetta með því að taka bara 10 sek- úndur í einu, opna útganginn, finna út hvort við værum að sökkva, hvað þarf að gerast núna? En næst? Ég hélt bara áfram svona þangað til ég komst á fast land og gat talað við konuna mína. Loksins þá fór ég inn á karlasalernið og grét í nokkrar mínútur,“ segir Peltz að lokum. Framleidd var kvikmynd um atburðinn árið 2016. Tom Hanks fór þar með aðalhlut- verk flugstjórans Chesley Sul- lenberger sem talinn er hafa bjargað lífi farþeganna með röggsemi sinni og fagmann- legri lendingu á fljótinu. n LÍFSHÁSKI Unnur Regína Gunnarsdóttir Nauðlending flugvélarinnar í miðri Hudson-á þykir stórkostlegt björgunarafrek. SKJÁSKOT/GUARDIAN Margir hafa eflaust velt fyrir sér sitjandi í 30 þúsund feta hæð hvað þeir myndu gera ef flugvélin hrapaði. Josh Peltz var í þann mund að komast að því. HVERNIG GETUR ÞÚ AUKIÐ LÍKUR ÞÍNAR Á AÐ LIFA AF FLUGSLYS? FÁÐU SÆTI EINS NÁLÆGT ÚTGANGI OG MÖGULEGT ER Þeir sem lifa af flugslys sitja að meðaltali innan sjö raða frá út- gangi. Ef þú ert innan fimm raða frá útgangi eykur það líkur þínar á að lifa af. SITTU VIÐ GANGINN Það er hvorki kostur að sitja framarlega né aftarlega í vélinni en tölfræðin sýnir að það sé ör- lítið betra að sitja við ganginn en gluggann, vegna þess að þú getur farið mikið fyrr af stað í átt að út- gangi þaðan. LÁTTU FJÖLSKYLDU ÞÍNA SITJA SAMAN Í neyðartilfellum munu fjölskyldu- meðlimir sem eru dreifðir um vélina reyna að finna hver annan áður en þeir reyna að komast frá borði. Það getur skapað mikinn glundroða. Skipuleggið hver sér um hvaða barn í neyðartilfelli. ÆFIÐ YKKUR AÐ LOSA ÖRYGGISBELTIÐ Margir hafa átt í vanda með að losa beltið, aðallega vegna þess að þeir reyna að ýta á takka eins og gert er í bíl. TELDU HVERSU MARGAR RAÐIR ERU Á MILLI ÞÍN OG NÆSTA ÚTGANGS Í dimmu eða reykfylltu rými getur verið að þú sjáir ekki útganginn. Í slysum hefur það gerst að fólk fer fram hjá útgangi vegna þess að það sér hann ekki. AXLAÐU ÁBYRGÐ Þegar hörmungar skella á er al- gengt að fólk sem hópast saman reyni að hjálpa hver t öðru. Fólk sem situr við útgang getur bjargað lífi tuga manna ef ekki hundraða með því að hreyfa sig og hugsa hratt. Aftur og aftur hefur það sýnt sig að farþegar vilja ekki ýta neyðarútgangshurð- inni út – það fer á móti eðlisávísun manna, en ef þú undirbýrð þig getur þú breytt þessari hugsun. HEGÐUN ÞÍN SKIPTIR MÁLI Milli 1983 og 2000 lifðu 56% far- þega í alvarlegum flugslysum af. Það er mikilvægt að átta sig á að hægt er að lifa flugslys af og hvað þú getir gert til að auka þínar líkur og annarra í kringum þig. Fleiri ábendingar má sjá á DV.is 24 FÓKUS 5. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.