Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Page 27
TÍMAVÉLIN Forsetakosningarnar 1980 þóttu stórtíðindi víða um heim. Þá var Vigdís Finnbogadóttir kjörin, fyrst kvenna, sem forseti Íslands og varð þar með fyrsta kon- an til að verða þjóðarleiðtogi í heiminum. Það vakti ekki síður athygli að Vigdís var ókvænt, einstæð móðir. Fengu þessar staðreyndir töluverða athygli í kosningabaráttunni þar sem Vigdís var gjarnan spurð út í makaleysið. „En ég hef aldrei orðið vör við að það væri fjötur um fót að hafa ekki karlmann mér við hlið. Og ætti ég bónda núna, væri líklegra að fram- boð mitt hefði hreinlega aldr- ei komið til. Ég hefði aldrei boðið sjálfstæðum karlmanni upp á þetta stúss!“ sagði Vig- dís í aðdraganda kosning- anna, í samtali við Dagblaðið. Vigdís hafði undirgengist brjóstnám vegna brjósta- krabbameins, staðreynd sem hún bjóst varla við að myndi skipta máli í framboði hennar. Engu að síður fékk hún einu sinni spurninguna hvort hún teldi sig geta verið forseta, með aðeins eitt brjóst. Vigdís lét spurninguna ekki slá sig út af laginu og lét þetta fræga svar falla: „Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti.“ Lýðveldi kvennanna „Lýðveldi kvennanna“ var fyrirsögn sem franska blaðið Libération sló upp árið 1988, þegar Vigdís Finnboga- dóttir forseti varði embætti sitt gegn framboði Sigrúnar Þorsteinsdóttur, húsfreyju úr Vestmannaeyjum. Ísland vakti athygli fyrir stöðu sína í kvenréttindabaráttunni, en þarna var kona, sitjandi þjóðarleiðtogi, að etja kappi við aðra konu og þar að auki voru sex kvenréttindakonur í þingflokki á Alþingi. Á þessum tíma hafði það aldrei gerst að sitjandi for- seti fengi mótframboð. Sigrún Þorsteinsdóttir kvaðst standa fyrir róttækum breytingum á forsetaembættinu og vildi gera embættið virkara og póli tískara, meðal annars með beitingu neitunarvalds. Vigdísi stafaði þó aldrei ógn af mótframboðinu, enda mældist hún með mikla yfir- burði í skoðanakönnunum. Sigrún og stuðningsmenn hennar gagnrýndu forseta fyrir tómlætið, en Vigdís neitaði meðal annars að taka þátt í kappræðum í sjónvarpi. Sigrún var jafnvel gagnrýnd fyrir að dirfast að bjóða sig fram gegn Vigdísi, það væri sóun á peningum skattborg- ara, þar sem Vigdís var afar farsæl og vel liðin í starfi. Fór að endingu svo að Vig- dís hlaut yfirburðakosningu, með yfir 90 prósent greiddra atkvæða. Kosningar þessar voru engu að síður sögulegar, þar sem fordæmi var þar sett fyr- ir mótframboði gegn sitjandi forseta, en slíkt hefur ítrekað gerst síðan. Hins vegar þótti afgerandi kosning Vigdísar benda til þess að íslenska þjóðin kærði sig ekki um póli tískan forseta. Vigdís stóð fyrir því að forseti væri sam- einingartákn þjóðarinnar og vildi efla land, þjóð og tungu. Ekki lengur en 12 ár Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti 1996. Í beinni línu hjá DV í aðdraganda kosninga sagðist hann ekki hafa hug á því að sitja jafn lengi og Vigdís hafði gert, sem sat í 16 ár. „Mér finnst 16 ár ansi lang- ur tími, þótt í því felist engin gagnrýni á Vigdísi Finnboga- dóttur né Ásgeir Ásgeirsson. Ég tel reyndar að ef Vigdís hefði boðið sig fram aftur hefði þjóðin kosið hana áfram. [...]. Fljótt á litið eru 8 til 12 ár eðlilegri tími heldur en 16 ár.“ Öðruvísi fór þó og var Ólaf- ur forseti í 20 ár og sat því lengst allra forseta á Íslandi. Ástþór og tómatsósan Ástþór Magnússon reyndi í þriðja sinn árið 2004 að hafa betur gegn Ólafi Ragnari í forsetakosningum. Ólafur reyndist þó sjálfkjörinn árið 2000, þar sem framboð Ást- þórs var dæmt ógilt vegna annmarka á meðmælenda- lista. Þar mátti finna nöfn sem ekki fundust skráð í þjóðskrá, svo sem Andrés Önd og Jesús Kristur. „Ég þarf enga tómatsósu núna. Hún var einungis hugs- uð sem segull á fjölmiðlana, sálarástand fjölmiðlamanna virðist vera þannig að maður þarf einhvern svona leikþátt til þess að ná athygli þeirra. Það þarf tómatsósu til þess að fá umfjöllun um mikil- vægasta málefni heimsins, friðarmálin,“ sagði Ástþór þegar blaðamaður DV gantað- ist og spurði hvar tómatsósan væri, en Ástþór hafði notað tómatsósu til að vekja athygli á friðarboðskap sínum, meðal annars í réttarsal og þegar hann fór á fund við þáverandi útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, og færði honum tómatsósu. Eftir að Ástþór tilkynnti um framboð sitt kvæntist hann unnustu sinni, Natalíu Wium. Það vakti athygli síðar á árinu þegar lögregla var kölluð út að heimili Natalíu, þar sem Ástþór var staddur og reyndi að henda henni út úr íbúðinni, sem Ástþór átti þó ekki sjálfur, samkvæmt heimildum DV á þeim tíma. Þegar lögreglu bar að garði lá Ástþór fullklæddur undir sæng og þóttist sofa. Ólafur gegn DV Árið 2012 var þess freistað að ná forsetastólnum undan Ólafi. En skoðanir á honum í samfélaginu voru þarna orðnar skiptar, eftir að hann fór að skipta sér töluvert af störfum Alþingis og einn- ig sökum meintrar þátttöku hans í aðdraganda hrunsins 2008, sem DV fjallaði um. Ólafur varð því fyrsti sitjandi forseti til að hefja virka kosn- ingabaráttu. Ólafur gagnrýndi frétta- flutning DV harðlega og taldi blaðamenn viljandi hampa Þóru Arnórsdóttur, með því að fjalla neikvætt um Ólaf og jákvætt um Þóru. Blaða- menn DV fóru á fund Ólafs og óskuðu eftir skýringum á þessum ásökunum og úr urðu nokkrar deilur, sem vöktu töluverða athygli. „Ertu komin til að koma í deilur, eða ætlar þú að taka viðtal við mig?“ spurði Ólafur blaðamann DV, spurður út í ásakanir hans um hlutdrægni DV í forsetakosningunum. Hann bar RÚV heldur ekki vel söguna. „Það blasir við hjá Ríkis- sjónvarpinu að Svavar Hall- dórsson [eiginmaður Þóru] fékk að misnota fréttatíma Sjónvarpsins til þess að búa til áróðursfrétt gegn mér, á sama tíma og var verið að vinna könnun um fylgi Þóru, mín og annarra til að undir- búa framboð gegn mér.“ Sögulegur fjöldi frambjóðenda Þegar Ólafur settist loks í helgan stein varð uppi fótur og fit, þar sem allir og amma þeirra hugðu á framboð. Alls voru níu frambjóðendur í framboði, fimm karlmenn og fjórar konur. Þrettán aðrir höfðu lýst yfir framboði, en dregið til baka af ólíkum ástæðum. Ólafur Ragnar hafði greint frá því í áramótaávarpi sínu að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér. Í apríl virtist hann þó hafa skipt um skoðun, bara til að skipta aftur um skoðun í maí. n Senn gengur íslenska þjóðin til forsetakosninga þar sem kosið verður á milli sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar, og Guðmundar Franklíns Jónssonar. Áður var það óhugsandi að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, en nú er tíðin önnur. Því er viðeigandi að Tímavélin horfi að þessu sinni aftur til kosningabaráttu undan- farinna þriggja áratuga. Forsetastóladansinn Það var söguleg stund þegar Vigdís var kjörin forseti, fyrst kvenna. MYND/TÍMARIT.IS Í FRAMBOÐI VORU: 1980 Vigdís Finnbogadóttir Guðlaugur Þorvaldsson Albert Guðmundsson Pétur J. Thorsteinsson 1988 Vigdís Finnbogadóttir Sigrún Þorsteinsdóttir 1996 Ólafur Ragnar Grímsson Pétur Kr. Hafstein Guðrún Agnarsdóttir Ástþór Magnússon 2004 Ólafur Ragnar Grímsson Baldur Ágústsson Ástþór Magnússon 2012 Ólafur Ragnar Grímsson Þóra Arnórsdóttir Ari Trausti Guðmundsson Herdís Þorgeirsdóttir Andrea J. Ólafsdóttir Hannes Bjarnason 2016 Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Andri Snær Magnason Davíð Oddsson Sturla Jónsson Elísabet Kristín Jökulsd. Guðrún Margrét Pálsd. Ástþór Magnússon Hildur Þórðardóttir Forsetar koma og forsetar fara. Nú líður senn að kosningum, en manstu eftir kosningabaráttu síðustu ára- tuga? Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is FÓKUS 27DV 5. JÚNÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.