Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 5
VII. árgangur Revkjavík, apríl 1943. 4. tölublað. Einar B. Pálsson: Skíðalandsmót í. S. í. 1943 Skíðalandsmótið fór fram dagana 12.—15. marz og að þessu sinni i Reykjavik. Skíðafélag Reykjavíkur veitti mótinu forstöðu og var þvi jafn- framt keppt um verðlaunagripi þá, sem keppt hefur verið um á Thule- mótunum, er Skíðafélagið hefur stað- ið fyrir á undanförnum árum. Skiða- landsmótin hafa áður farið fram á þessum stöðum: í Reykjavík 1937, á Siglufirði 1938, á ísafirði 1939 og á Akureyri 1940 og 1942. — Mót þetta er umfangsmesta skíða- mót, sem haldið hefur verið á Suður- landi til þessa. Þátttakendur voru 86, frá 12 félögum og íþróttaráðum, en samtals 213 rásir. Ef miðað er við mótin á Norður- og Vesturlandi, stendur það að þessu leyti aðeins að baki skíðalandsmótinu á Akureyri 1940, þar voru keppendur hvorki meira né minna en 173 og alls 299 rásir. Það mót var líka eitt liið mesta cg veglegasta iþróttamót, sem haldið hefur verið hér á landi. — Á fyrsta landsmótinu, sem fór fram í Reykjavík 1937 voru þátttakendur 41 og 52 rásir, — þá var aðeins keppt í hinum „klassisku" greinum, g'öngu og' stökki. Þessar tölur sýna það ljóslega, í hverjum uppgangi skíðaíþróttin er hér á landi. Iíeppnin er að vísu ekk- ert aðalatriði í skíðaíþróttinni, en þátttökuna í skíðamótunum má samt án efa nota sem nokkurn mælikvarða á áhugann, sem er á íþróttinni á hverjum tíma. — Þátttakendurnir voru nú frá þess- um skíðafélögum og íþróttaráðum: Keppendur Glímufélagið Ármann, Itvík Á. 13 íþróttafélag Háskólans, Rvík Í.H. 5 íþróttafél. Menntask. á Ak. M.A. 3 íþróttafélag Reykjavíkur Í.R. 12 íþróttafél. Sameining, Ólafsf. Sam. 1 íþr.fél Þingeyingur, Reykjad. l.Þ. 2 íþróttaráð Akureyrar Í.R.A. 9 íþróttaráð Vestfj., ísaf. Í.R.V.F. 10 Knattspyrnufélag Rvíkur K.R.. 17 Skiðafélag Siglufjarðar Slc.Sf. 8 Skíðafél. Siglf. (Skíðaborg) Skb. 5 Skíða- og skautafél. Hafnarf. S.S.H. 1 Samtáls 86 Þetta er í fyrsta sinn að hópur Akureyringa kemur hingað suður á skíðamót. Og liðið var ekki af lakari endanum, þar sem allir A- og ■ B- ffokksmenn þeirra í svigi voru þar með tölu, og í broddi fylkingar Hermann Stefánsson, íþróttakennari sem farar- stjóri. Félög Ólafsfirðinga og Þingey- inga hafa ekki áður sent menn á skiðamót liér. Fæstir af Vestfirðlng- unum höfðu keppt hér áður, en Sigl- firðingarnir voru flestir gamlir kunn- ingjar. Nýmæli er það, að Háskólastúdent- ar keppi sem sérstakt félag. Vænti ég góðs af því, að þeir taki virkan þátt í skíðamálunum. Það sem einkenndi þetta mót mjög, var hin einstaka heppni, er fylgdi því á alla lund. Er venjulega ekki auðvellt að halda íþróttamót uppi í fjöllum um hávetur hér á íslandi, en það er blátt áfram ekki hægt að halda það fjóra dag'a í röð, nema heppnin sé með — og livað þá, eins og tíðarfar hefir verið i vetur. Og þetta tókst svo vel, að mótið fór fram á einustu fjórum dögunum i röð, sem hugsanlegir voru til þeirra hluta, um margra vikna skeið. — Nú voru heldur ekki áhyggjurnar af snjóleysinu, sem oft hefur gert mótstjórnum lífið brogað á síðustu vetrum.' Frekar mátti segja að snjór- inn væri of mikill, því að vegurinn að Hveradölum var ófær um tíma og komu þvi miklu færri áhorfendur á mótið en ella. Það hafði auðvitað sín áhrif á fjárhagsafkomu mótsins og varð talsverður tekjuhalli á því. — Lolts var það atriði, að skipaferðir voru svo einstaklega heppilegar, að Norðlendingar og Vesfirðingar fengu ferðir beint á mótið og heim aftur að því loknu. Má það teljast gott nú á tímum, þegar skipaferðir eru eins ó- útreiknanlegar og tíðarfarið. Nokkur

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.