Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1943, Síða 9

Íþróttablaðið - 01.04.1943, Síða 9
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 5 Sveit Íþróttafélags Kvíkur er vann Svigbikar II. í sveitinni eru: Einar Egfells, Haraldur Árnason og Ólafur B. Guðmundsson. C = C-flokkur, K = svig kvenna. Iiliðarhalla undir hengjubrún nokk- urri, runnu síðan upp á brúnina og fóru þar eftir krákustíg („vertikal") á blá-brúninni, en settu sig síðan fram af hengjunni 'og runnu í mark. Þessi keppni varð mjög spennandi. Eftir fyrri umferðina stóð leikurinn þannig, að fyrst var Skíðafélag Siglu- fjarðar með 131,8 sek., en næst í- þróttaráð Akureyrar með 135,0 sek. Var þá líklegt að milli þeirra mundi slagurinn standa og fór það líka svo. í seinni umferðinni dró nú Í.R.A. á Sk.Sf., svo að þegar síðasti maður var eftir í livorri sveit, hafði Sk.Sf. tveim sekúndum betri tíma. Vallt nú allt á síðustu mönnunum, þeim Magn- iisi Brynjólfssyni Í.R.A og Guðmundi Guðmundssyni Sk.Sf. Magnús, svig- meistari Akureyringanna, fór nú brautina á 5,4 sek. betri tíma en Guð- mundur og töldu því allir víst, að Í.R.A. hefði unnið. En öll kurl höfðu ekki komið til grafar ennþá. Magnús hafði áunnið sér vítatíma, með því að fara með annan fótinn utan við eitl hliðið; við- bótin var 4 sekúndur og fór þvi svo, að Skíðafélag Siglufjarðar vann keppn ina með 0,6 sek. betri tíma en Í.R.A. 1. Skíðafélag Siglufjarðar 272,0 sek. 2 íþróttaráð Akureyrar .. 272,6 — 3. fþróttaráð Vestfjarða . . 302,8 — 4. íþróttafélag Háskólans 305,7 — 5. íþróttafélag Reykjavíkur 310,2 — C Glímufélagið Ármann . . 314,6 sek. 7 Skíðaborg .............. 317,4 -—- 8. Knattspyrnufélag Rvikur 317,6 — í sveit Skíðafélags Siglufjarðar voru: llaraldur Pálsson, Ásgrímur Stefáns- son, Jón Þorsteinsson og Guðmundur Guðmundsson. Sveit Skíðafélags Siglufjarðar er vann ,,Slalombikar Litla skíðafélagsins“: Guðmundur Guðmundsson, Jón Þorsteinsson, Ásgrímur Stefánsson og Haraldur Pálsson.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.