Íþróttablaðið - 01.04.1943, Side 14
10
IÞRÓTTABLAÐIÐ
Skiðaiþróttin:
Nokkrar leiðbeiningar fyrir byrjendur
eftir Steinþór Sigorðsson
Beygjur þær, sem nú liafa ver-
ið æfðar, eru allar miðaðar við
lítinn liraða. Hafi beygjur þessar
verið vel æfðar, er búið að æfa
undirstöðuatriðin — þungaflutn-
inginn, stöðu líkamans, lyftingu,
niðurfall, bolvindu og það,
bvernig skíðunum er beitt.
Þegar hraðar er farið, 20 km.
á klukkustund (hraði víðavangs-
hlaupara) eða meira, nefnum
við beygjurnar sveiflur. Einföld-
ust þeirra er stemmukristjanían.
6. æfing. Stemmukristjanía
(til bægri handar).
Stemmukristjanía er í aðalat-
riðum eins og stennnubeygjan,
en vegna hraðans eru allar lireyf-
ingar fljótari. Gættu þess að vera
mjúkur, gera breyfingarnar á-
kveðið, en án allra rykkja. Ein
breyfing á að renna jafnt yfir i
þá næstu. Plógsetning er minni
en í stemmubeygju, og þunga-
flutningurinn yfir á vinstra skíði
kemur hér fyrr, því fyrr, sem
hraðinn er meiri.
Yfirlit yfir stemmukristjaníu
til hægri handar.
1. mynd. Runnið skáhalt nið-
ur brekku.
2. mynd. Dalskíðið lítið eitt í
plógstöðu. Þunginn á dalskíðið. —
Því næst skal setja brekkuskíðið
lítið eitt í plógstöðu — því meira,
sem brekkan er brattari en brað-
inn minni. Bolvinda til vinstri.
3. mynd. Rétt úr líkamanum.
— Síðan hefst þungaflutningur á
vinstra skíði ásamt bolvindu til
bægri. Framhalli.
4. mynd. Bolvindan beldur á-
fram. Þú ert að byrja að beygja
júg niður.
5. mynd. Þunginn er allur kom-
inn á vinstra skíði, sem er farið
að renna nokkuð út á blið.
6. mynd. Þú liefur dregið hægra
skíði að því vinstra og beygt þig
meira niður.
7. mynd. Beygjunni er að verða
lokið. Skíðin renna nokkuð blið-
ballt í brekkunni. Framballi.
Veldu svo langa æfingabrekku,
að þú getir tekið a. m. k. þrjár
beygjur i röð án þess að stað-
næmast — til bægri, til vinstri,
til liægri o. s. frv.
Reyndu að draga sem minnst
lir hraðanum þegar þú beygir.
(Meinlegar villur slæddust inn í
Skíðakennsluþætti Steinþórs Sigurðs-
sonar i síðasta tbl. íþróttablaðsins.
M. a. sneri ein myndin öfugt. Til að
leiðrétta þetta verða leiðréttingar
prentaðar á 5. auglýsingasíðu íþrótta-
blaðsins, og er þess æskt að leiðrétt-
ingarnar verði klipptar út og límdar
á rétta staði í 3ja tbl.).