Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 13
Manfred Matuschewski (nr. 213) sigrar I 800 m hlaupi á hörðum endaspretti. Annar er Evrópumethafinn Franz- Josef Kemper lengst til vinstri. þeir gull, silfur og bronz! Iþrótta- kennarinn Detlef Thorith sigraði, en hann er mjög öruggur kastari og á bezt í sumar 61,30 m. Heimsmet Daneks er aftur á móti 65,22 m. Kringlukast: Evrópumeistari: Detlef Thorith, A,- Þýzkalandi, 57,42 m 2. Harthut Losch, A.-Þýzkal., 57,34 3. Lothar Milde, A.-Þýzkal., 56,80 4. Edmund Piatkowski, Póll., 56,76 5. Ludwig Danek, Tékkóslóvakiu, 56,24 6. Silvano Simeon, Italíu, 55,96 7. Zenon Begier, Póllandi, 55,94 8. Jiri Zemba, Tékkóslóvakíu, 54,20. Jánis Lusis var öruggastur í spjótkasti. Jánis Lusis, Sovétríkjunum, var hinn rólegi og öruggi sigurvegari í spjótkasti. Aðalkeppinautur hans, Nikiciuk, Póllandi, hafði lengi vel forystuna, en hann kastaði 81,76 m í fyrstu tilraun. Lusis undirbjó sig af gaumgæfni fyrir hverja tilraun og loks í þeirri fjórðu kom >þáð, spjótið flaug 84,48 m og það var sig- urkastið. Hann átti þrjú köst yfir 80 m og stytza kast hans var 76,00 m. Finninn Pauli Nevala varð fjórði með 80,36 m og vantaði aöeins 18 sm í bronzverðlaun, hann var næst- ur Norðurlandabúa til að hljóta verðlaun á EM. Spjótkast: Evrópumeistari: Jánis Lusis, Sovét- ríkjunum, 84,48 m. 2. Wladyslaw Nikicuik, Póll., 81,76 3. Gergely Kulcsar, Ungverjal., 80,54 4. Pauli Nevala, Pinnlandi, 80,36 5. Miklos Nemeth, Ungverjal., 79,82 6. Vánnö Kuisma, Finnlandi, 79,26 7. Janusz Sidlo, Póllandi, 78,86 8. Manfred Stolle, A.-Þýzkal., 78,70. Klim var langbeztur í sleggjukasti. Romuald Klim, Sovétríkjunum, hafði raunar yfirburði í sleggju- kastinu. Hann kastaði einn kepp- enda yfir 70 m og fimm af sex köst- um hans voru betri en lengsta kast heimsmethafans Zsivotsky, • Ung- verjalandi, en hann varð annar í keppninni. Þriðji varð kunningi okk- ar frá í sumar Uwe Beyer, sá hinn sami, sem lék Sigurð Fáfnisbana. Sleggjukast: Evrópumeistari: Romuald Klim, Sovétríkjunum, 70,02 m 2. Gyula Zsivotsky, Ungverjal., 68,62 3. Uwe Beyer, V.-Þýzkalandi, 67,28 213

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.