Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 18
Þrír ísfirzkir íþróttamenn heiöraðir Á íþróttaþingi, sem háð var á Isafirði í byrjun september voru þrír ísfirzkir íþróttafröm- uðir heiðraðir, þeir Sverrir Guð- mundsson, Pétur Pétursson og Sigurjón Halldórsson. Þre- menningarnir hlutu allir gull- merki ÍSl, en forseti ÍSÍ af- henti þeim merkin. Hér á eftir verða rakin helztu störf áðurnefndra manna í þágu íþróttanna. Sverrir Guðmunds. Sverrir Guðmundsson hefir gegnt fjöld trúnaðarstarfa í þágu íþróttahreyfingarinnar á Isafirði. Hann var form. Knatt- spyrnufél. Harðar í 8 ár og hafði þá áður setið í stjórn í 4 ár, sem gjaldkeri. Hann var fyrsti form. Iþróttabandalags Isfirðinga og einn af þeim sem mest unnu að stofnun þess. Þá átti Sverrir sæti í stjórn I- þróttaráðs Vestfjarða, er starf- aði áður en Iþróttabandalagið var stofnað, var hann ritari ráðsins í 7 ár. I stjórn Iþrótta- vallarins á Grund var hann í 6 ár, þar af form. í 4 ár, þá var Sverrir form. í byggingar- nefnd Iþróttasvæðisins á Torfu- nesi, meðan sú nefnd gegndi störfum. Sverrir Guðmundsson hafði forgöngu að því, að samskipti tókustu við Færeyinga á sviði íþrótta og að Isfirðingar fóru til Færeyja 1949. Hafa þau samskipti haldizt síðan. Hann á nú sæti í Héraðsdómstól Í.B.I. Auk þess hefir Sverrir gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, hann var m. a. um árabil knatt- spyrnudómari. Sverrir Guðmundsson hefir ávallt unnið íþróttahreyfing- unni heils hugar og þar sem hann er, hefir íþróttahreyfing- in ætíð getað gengið að einlæg- um og góðum stuðningsmanni. Pétur Pétursson Pétur Pétursson hefir um fjölda ára starfað að íþrótta- málum. Hann átti sæti í stjórn Ármanns, Skutulsfirði, frá 1936 til 1956, að 3 árum frá- töldum. Pétur var á sínum tíma einn aðal hvatamaður að því, að Ármann gerðist aðili að I.B. I., er það var stofnað. I stjórn Skíðaráðs Isafjarðar var hann í 8 ár, þar af formaður í 2 ár. Pétur hefir setið mörg skíða- þing, sem fulltrúi Skíðaráðs Isa- fjarðar og var um fjölda ára fulltrúi Ármanns á þingum I. B.I. Pétur hefir látið skíða- íþróttina mikið til sín taka, hann byrjaði keppni á skíðum 1936, þá 33ja ára gamall og hefir verið með allt fram til þessa. Þá hefir Pétur oft á tíð- um verið dómari á Skíðamóti Islands. Iþróttahreyfingin hefir allt- af átt hauk í horni, þar sem Pétur er, og hefir hann ávallt lagt henni mikið og gott lið. Sigurjón Halldórsson Sigurjón Halldórsson hefir verið sístarfandi að íþróttamál- um um áratugi og gegnt f jölda trúnaðarstarfa fyrir íþrótta- hreyfinguna, sem hann hefir innt af hendi með miklum dugnaði og af einskærri trú- mennsku. Sigurjón hefir átt sæti í stjórn Ármanns í 20 ár, þar af verið form. í 10 ár. I stjórn Skíðaráðs Isafj. hefir hann setið í 8 ár, þar af sem formaður í 6 ár. Sigurjón hefir hann setið í 8 ár, þar af sem formaður í 6 ár. Sigurjón hefir setið á 18 þingum I.B.I., sem fulltrúi Ármanns. Eru það því aðeins 2 þing, sem hann hefir ekki mætt á. Þá hefir Sigurjón setið á 7 skíðaþingum, sem full- trúi Skíðaráðs Isafjarðar. Áður en Í.B.I. var stofnað var starf- andi hér íþróttaráð Vestfjarða og átti Sigurjón sæti í því í 6 ár. Sigurjón Halldórsson hefir verið einlægur aðdáandi skíða- íþróttarinnar og verið um ára- tugi virkur þátttakandi í íþrótt- inni, og er enn, og hefir keppt á fjölda Skíðalandsmóta. 218

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.