Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 2

Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 2
Að duga eða drepast! „Hann var ekki aðeins bezti maður KK, heldur bezti maður vallarins. Hver einasta sending nákvæmlega hugsuð og fram- kvæmd með leifturhraða, hvort sem var í vörn eða sókn. Lið, sem hefur slíkum leikmanni á að skipa, er ekki á flæðiskeri statt. Sjálfur lætur hann eins og ekkert sé, leikur yfirvegað og af festu, og takmarkið er aðeins eitt, sigur.“ Útgefandi: íþróttasamband íslands. Ritstjóri: Alfreð Þorsteinsson. Afgreiðsla: Skrifstofa Í.S.Í. íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sími 30955. Prentun: Víkingsprent V________________________________J Sú alvarlega staðreynd blasir nú við, að samskipti íslenzks íþróttafólks við erlent íþrótta- fólk muni dragast verulega sam- an, verði ekki gripið til róttækra ráðstafana. Hinn stóraukni til- kostnaður við ferðalög, samfara gengisbreytingunum, gerir það að verkum, að bæði félög og sérsambönd, treysta sér vart til að senda lið utan til keppni. Bent hefur verið á leiðir til úrbóta, m. a. skorað á tiltekin bæjafélög að lækka leigugjald á íþróttamannvirkjum. En í þessum umræðum hef- ur ekki verið spurt, hvað ríkis- valdið hafi hugsað sér að gera í málinu, en því er málið vissu- lega skylt. Um langt árabil hef- ur styrkur ríkisvaldsins til utan- fararsjóðs íþróttafólks verið óbreyttur, eða 300 þúsund krón- ur, þrátt fyrir miklar hækkanir á öllum sviðum, ekki sízt flug- gjöldum, sem hækkað hafa um 100—200% á þessu tímabili. Sjá alHr í hendi sér, að þetta fram- lag ríkisins hrekkur skammt. íþróttirnar í landinu þjóna það stóru hlutverki í félagslífi þjóðarinnar, að ríkisvaldinu ber skylda til að hlúa að þeim á alla lund. Þess vegna beinast nú aug- un að ráðamönnum um leið og spurt er, hvort þeir séu fylgjandi því, að íslenzkt íþróttafólk verði sett í átthagafjötra. Ritstj. Fyrir nokkrum árum birtust þessi ummæli í einu dagblað- anna. Og þau eru enn í fullu gildi. Allir vita við hvern er átt, Ellert Schrarn, fyrirliða KR og landsliðsins. Ellert Schram á litríkan íþróttaferil að baki, sem ekki hefur verið sífelldur dans á rós- unr, því að stundum hefur á móti blásið. Lognmolla á heldur ekki við mann eins og Ellert. Hér áður fyrr var hann umdeild- ur leikmaður og skiptust menn þá gjarnan í tvo hópa, þegar rætt var um það, hvort Ellert ætti heima í landsliði eða ekki. En hin síðari ár hefur enginn ágrein. ingur verið um stöðu Ellerts í íslenzri knattspyrnu. Hann er sjálfskipaður fyrirliði landsliðs- ins, sá rnaður, sem fyrstur af öll- um er valinn og ber ægishjálm yfir aðra, ekki eingöngu vegna leikni sinnar með knöttinn, held. ur og vegna hugkvæmni sinnar á leikvelli. Það er hugsun á bak við hverja spyrnu, og það er ekki svo lítið atriði. Ellert Schram er 29 ára gam- all lögfræðingur. Hann hefur ekki eingöngu látið til sín taka á knattspyrnuvellinum, heldur hefur hann haft talsverð afskipti af félagsmálastörfum og er for- maður Knattspyrnudeildar KR, stærstu knattspyrnudeildar lands- ins. Hann er skrifstofustjóri borg- arverkfræðings í Reykjavík, svo sjá má, að hann hefur nóg á sinni könnu. Og þegar við hittum Ellert 2 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.