Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 15
Real Madrid — hefur oftast orðið meistari. næstum dáuðadæmd, þegar röggsamur Frakki, Gabriel Han- ot, knattspyrnuritstjóri blaðsins L’Equipe, ákvað að hrinda henni í framkvæmd á eigin spýtur. Hann bauð fulltrúum frá 18 evrópskum meistaraliðum til fundar í París, í þeirn tilgangi að stofna til keppni þeirra á milli. Fulltrúar frá 10 félögum komu til fundarins og reyndust þeir allir hlynntir hugmynd Hanot. Var þá þegar samþykkt, að keppnin skyldi háð með útslátt- arsniði, þannig, að Jiðin lékju heima og heiman og samanlögð markatala leikjanna réði úrslit- um, en úrslitaleikur keppninnar yrði þó einfaldur og leikinn á hlutlausum velli. Skönnnu eftir Parísarfundinn viðurkenndi Alþjóðaknatt- spyrnusambandið, F. I. F. A., þessa nýstárlegu keppni, en með því skilyrði, að hún færi frarn á vegum Evrópusambandsins, og heitið Evrópukeppni yrði ekki notað yfir hana, því það heiti skyldi bíða Evrópukeppni Jandsliða. Fékk Evrópusambandið þann- ig sína Evrópubikarkeppni, þó að hún yrði með öðru sniði en upprunalega var áætlað, en nafn- ið Evrópubikarkeppni festist við hana, þó að hið oiainbera heiti skyldi vera Evrópubikarkeppni meistaraliða. (European Champ- ions Clubs Cup.) I fyrstu Evrópubikarkeppn- inni tóku þátt þau 16 lið, sem fulltrúa áttu á stofnufundinum í París, og gáfu þau sameigin- lega hinn fyrsta Evrópubikar, en síðan skyldi öllum meistaralið- um Evrópu hverju sinni vera Jieimil þátttaka. Eyrsti leikur keppninnar fór fram í Lissabon 4. sept. 1955 milli Sporting frá Portúgal og' Partizan frá Júgóslavíu, og var þegar í byi'jun ljóst, að hún myndi gefast fádæma vel og draga að sér fleiri áhorfendur og peninga en dæmi voru til um áður. En það er einmitt peninganna vegna, að í dag er meira til að vinna við að verða meistari í hverju landi en áður fyrr. Stóru og ríku félögin í Evrópu, sem liafa atvinnumennsku á sínum vegum, beita öllum tiltækum ráðum til að sigra og komast í Evrópukeppnina, því þar er ekki aðeins um frama og fé að ræða fyrir félagið, heldur og fyrir leik- mennina, sem flestir fá stórar uppliæðir, sigri þeir í leikjum Evrópubikarkeppninnar. Ágóðinn er þó misjafn, og fer allt eftir því, lrvaða lið dragast saman. Er það mikið happ- drætti, og eru ekki allir ánægðir, þegar drátturinn hefur farið fram. Málunum er nú þannig hátt- að, eftir 14 ára keppni, að það eru suður-evrópsku liðin, með sína fjölmennu fylgjendur, sem mestu tekjurnar gefa. Aðeins Englendingar og Skotar veita þeim einhverja keppni í áhorf- endafjölda. Keppnin 1968/69, sem er ný- IÞRÓTTABLAÐIÐ 15

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.