Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 4
h a//^ \c\í» litffy . . . hafa Almennar tryggingar haslað sér völl. Félagið hefur starfað á annan aldarfjórðung og jafnan leitast við að uppfylla þarfir íslenzkra tryggingartaka. ALMENNAR TRYGGINGAR" POSTHUB8TRÆTI 9 8IMI 17700 W n að máli, var einmitt fyrsta spurn- ingin, hvernig hann gæti annað þessu öllu, því að það er ekkert leyndarmál, að staða skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings er mjög erilsamt starf. „Maður má vera að öllu, ef maður nennir því“, svarar Ellert. „Annars hef ég ekki getað mætt eins oft á æf- ingar og áður, en reyni að taka því betur á, þegar ég mæti. Varð- andi starfið hjá Knattspyrnu- deild KR, þá er ég svo heppinn að hafa mjög hæfa menn í stjórn- inni, sem hafa létt mér starfið gífurlega." •— En vinnudagurinn hlýtur að vera langur og erfiður. Engin þreyta? — Auðvitað þreytist ég stöku sinnum eins og annað fólk, en betza hvíldin, sem ég fæ, er þátt- taka í íþróttum og íþróttastarf- inu. Maður hvílist ekki endilega á því að sitja í sófa og glápa á sjónvarp, heldur af þeirri til- breytingu að fást við mismun- andi verkefni. Ég er þeirrar skoð- unar, að fólk verði að hafa tóm- stundaiðju eftir vinnutíma. íþróttir eru mitt tómstundagam- an, ég væri ekki í þeim, nema ég hefði ánægju af því. — Hvenær hófst knattspyrnu- ferillinn? — Ég hef verið í KR síðan ég man eftir mér, þótt ég hafi átt heima í Austurbænum á mín- um yngri árum. Foreldrar rnínir bjuggu þá á Bollagötu - og hefði verið eðlilegra, að ég hefði geng- ið í Fram eða Val, því að miklu styttra var að fara á æfingar hjá þeim félögum en KR. En KR- ingur vildi ég verða og var ekki laust við, að fólkinu í götunni fyndist strákurinn skrýtinn og einþykkur. Ég man, að á þessum árum æfðum við á Grímsstaða- holtsvellinum, sem nú er að vísu horfinn. Þá kynntist ég Þórólfi Beck, Sveini Jónssyni, Heimi Guðjónssyni. Garðari Árnasyni og fleiri strákum, sem síðar áttu eftir að mynda kjarnann í sigur- sælu meistaraflokksliði KR — og kjarnann í landsliðinu, sem stóð sig rnjög vel í kringum 1960. — Eru árin í yngri flokkun- um minnisstæð? — Já, okkur gekk yfirleitt mjög vel. Annars eru mér sér- staklega minnisstæðar tvær keppnisferðir til Danmerkur, sem við fórum. Hina fyrri fór- um við 1954, þá í 3. flokki, en það var í fyrsta sinn, sem íslenzk- ur unglingaflokkur fór í keppnis- för til meginlandsins. Við fórum svo aftur 1957, þá í 2. flokki, og var sú för einkar vel heppnuð, því að við tókum þátt í æfinga- móti, sem við sigruðum í og vakti frammistaða flokksins mikla at- hygli. — Hvenær bankið þið á dyr hjá meistaraflokknum? — Það var sama ár, 1957. Þá voru gerðar stórfelldar breyting- ar á meistaraflokksliðinu. Litlar breytingar höfðu verið gerðar á KR-liðinu frá 1950, enda hafði það staðið sig mjög vel. En 1957 leystist liðið upp — og þá kom- um við 2. flokks strákarnir inn í það. Satt bezt að segja, gekk ekki of vel í byrjun. Við mörð- um jafntefli gegn Akureyringum og þurftum að leika aukaleik gegn þeim um áframhaldandi veru í 1. deild. í þetta sinn tókst okkur að sigra, naumlega þó, og var ég svo heppinn að skora eina mark leiksins. 4 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.