Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 8
HEIMILIS BIFREIÐA- FULLKOMIN ÞJONUSTA TRYGGINGAR FYRIR SANNVIRÐI TRYGGING SAJVTVirVNUTRYGGIINGAR ARMÚLA3 • SÍMI 38500 auðvelt fyrir íslenzka knatt- spyrnumenn að taka þátt í Evr- ópubikarleikjum á móti sterk- ustu liðum álfunnar. Það reynir óskaplega á taugarnar — og ein- mitt erfiðustu mínúturnar á mínum knattspyrnuferli hafa >erið fyrir leiki í Evrópubikar- keppninni í erlendum stórborg- um, þar sem augu tugþúsunda mæna á okkur. Tilhugsunin að verða auðmýktur af snjöllum atvinnumönnum fyrir framan fjöldann, er ekki þægileg. En einmitt á augnablikum sem þess- um, herðist maður þó og er stað- ráðnari en nokkru sinni fyrr að standa sig. — Telurðu enn þá vera fyrir hendi grundvöll fyrir íslenzk fé- lög að taka þátt í Evrópubikar- keppni? — Sannleikurinn er sá, að þátttaka hefur frá fyrstu tíð ver- ið áhættuspil, ekki aðeins knatt- spyrnulega heldur og fjárhags- lega. Nú er svo komið, að þátt- taka er vægast sagt mjög hæpin frá fjárhagslegu sjónarmiði, sér- staklega eftir gengisbreytingarn- ar. Til að byrja með var nokk- ur fjárhagsvon, en núna má al- veg eins reikna með tapi, sbr. Vestmannaeyinga, sem voru mjög óheppnir. Bæði Valur og KR höfðu vaðið fyrir neðan sig að þessu sinni og náðu samningum við mótherja sína um að leikir félaganna færu fram erlendis. Á þessu stigi er erfitt að spá um framhaldið, en ég hygg, að með bættri aðstöðu á Laugardalsvell- inum, þegar þakið verður kom- ið yfir stúkuna, verði ekki eins mikil áhætta að taka lið upp, því að það, sem fælt hefur fólk frá vellinum er skjólleysið í rign- ingtnn. — S\ o við vendum kvæði okk- ar í kross, Ellert, hvað finnst þér um íslenzka knattspyrnuþjálfara? — Að mínu áliti eru þjálfara- málin eitt mesta vandamál, sem ísl. knattspyrna á við að glíma. Við eigurn því rniður allt of fáa góða þjálfara, sem eru mennt- aðir á þessu sviði, menn á borð við Karl Guðmundsson og Óla B. Jónsson, sem ég tel hæfustu þjálfara okkar í dag. Við í KR fengum erlendan þjálfara, Aust- urríkismanninn Walter Pfeiffer, til reynslu og nrá segja, að það hafi hleypt nýju blóði í þessi mál. En slíkt er mjög kostnaðar- sarnt. — Pfeiffer var borið á brýn í blaðagrein ekki alls fyrir löngu. að hann hefði óhreint nrjöl í pokahorninu \ egna samninganna við Hermann Gunnarsson. Hver var reynsla ykkar í KR af Pfeif- fer? — Þ\ í á ég bágt nreð að trúa. Það má kannski segja, að við höfunr búizt við nreiru af Pfeif- fer senr þjálfara, en framkoma hans í okkar viðskiptum var eins og bezt verður á kosið. Hann kom alltaf hreint til dyranna. Þess vegna held ég, að hann hafi orð- ið fyrir óþörfu aðkasti í blöðun- unr. — Hvað finnst þér unr ísl. íþróttablaðamennsku? — Eg er ánægður nreð, hve rniklu rúmi blöðin verja undir íþróttaskrif. Það er t. d. nrikið skrifað unr knattspyrnu. Mér finnst persónulega, að íþrótta- skrifin séu að verða almennt já- kvæðari en áður var. Áður fyrr var nrikið gert að því að draga dökku hliðarnar fram, en betri hliðunum gleymt. Þetta er senr betur fer að lagast mikið. Það má kannski segja, að skrifin unr knattspyrrm séu ekki fjölbreyti- leg, en það er vart hægt að skella allri skuldinni á íþróttafrétta- nrenn í því sanrbandi, því að ís- 8 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.