Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 9
KR-liðið hefur sjaldan verið sterkara en 1959—1961. Hér sjáum við bikarmeistarana 1960. Fremri röð frá vinstri: Helgi V. Jónsson, Hörður Felixson, Gunnar Guðmannsson, Hreiðar Ársælsson og Bjarni Felixson. Aftari röð: Óli B. Jónsson þjálfari, Reynir Schmidt, Örn Steinsen, Þórólfur Beck, Heimir Guðjónsson, Sveinn Jónsson og Ellert Schram. lenzk knattpyrna býður ekki upp á svo mikið. Það, sem ég sakna einna mest í íþróttaskrifum hér, eru upplýsingar um það, sem gerist á bak við tjöldin. Það ger- ist margt skemmtilegt að tjalda- baki í íþróttaheiminum. — Hvað finnst þér um hina nýju stefnu, sem núverandi stjórn KSÍ hefur mótað? — Ég veit ekki, hvort rétt er að tala um nýja stefnu, en því er ekki að leyna, að mikill gustur hefur fylgt Albert Guðmunds- syni. hinum nýja formanni KSI. Það er eins og alltaf, þegar nýir menn taka við. Stefna Alberts er frábrugðin að því leyti, að hann hefur lagt mesta áherzlu á landsliðið og lét það hefja æf- ingaundirbúning fyrr en áður hefur tíðkazt. Það hefur haft þær afleiðingar, áð knattspyrnu- menn komust fyrr í æfingu en ella — og landsliðið er betra en á undanförnum árum. En ég held þó, að knattspyrnan sé al- niennt ekki betri en áður, þó að eitthvað hafi þokazt fram á við. Við verðum aldrei neinir heims- meistarar. Okkur vantar svo margt, m. a. betri þjálfara og betri aðstæður, ekki aðeins velli, heldur betri veðráttu. — Er það rétt stefna að leggja eins mikla áherzlu á landsliðið og gert hefur verið? — Það er dálítið erfitt að svara þessari spurningu. Eiginlegq er hægt að svara henni bæði játandi og neitandi. Ef of mikil áherzla er lögð á landslið, getur það bitn- að á félagsliðunum. Það er t. d. ekkert vafamál, að þegar allt kernur til alls hefur KR tapað miklu í sumar vegna þátttöku leikmanna félagsins í landsleikj- urn og landsleikjaundirbúningi. Góðu hliðarnar, svo að maður gleymi þeim ekki, eru þær, að leikmenn komast fyrr í æfingu. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 9

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.