Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 41

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 41
Björn Borg Roche, sem eyðilagði tennisframtíð sína með því að ofgera svo olnboganum að hann snéri hann allan í sundur. Aðeins tíminn getur skorið úr um þetta atriði hjá Borg, en öllum ber saman um að honum fieygi fram með hverjum mánuðinum og hann bæti sífellt við tæknikunnáttu sína og við vitum orðið aldrei hverju við eigum von á hjá honum.“ Fyrirmyndar ungur maður. Og hvernig hefur svo Björn Borg tekið öllu þessu umstangi. Félagar hans og ráðamenn WTC segja að Borg sé slíkur fyrirmyndar ungur maður, að leitun sé á öðru eins. Hann rífst ekki, er laus við alla heimtufrekju og duttlunga, eins og oft vill einkenna stjörnur. Hann er ákaflega kur- teis og tillitssamur og hefur unnið sér hylli íþróttafréttamanna, sem þó eru líklega kröfu- og dómharðastir allra fréttamanna, fyrir að vera samvinnuþýður og alltaf tilbúinn að svara nokkrum spurningum fyrir eða eftir leiki. Borg hefur sjálfur sagt, að viðtöl við fréttamenn séu órjúfanlegur þáttur atvinnumennskunnar. Hins vegar þarf yfirleitt að leiða hann í samtölunum, því að hann er fremur fámáll og orðvar, dæmigerður Svíi eins og sumir segja. Svíar sýna þessari nýju þjóðhetju sinni mjög mikla kurteisi og tillitssemi. Þeir ráðast ekki að honum er hann hefur sigrað í leik, heldur klappa hlýlega fyrir honum og líta hann feimnislegum aðdáunaraugum. Þeir elska hann, en dýrka ekki sem stjörnu. Tommy Engstrand hjá sænska útvarpinu, sem hefur fylgt Borg víða um heim og útvarpað keppnisleikjum hans segir hins vegar: „Björn Borg er ákaflega ósænskur. Hann er harður, ákveðinn og grimmur. Eitt sinn var ég að reyna að hugga hann eftir að hann hafði tapað fyrir Jan Kodes í undanúrslitakeppni, en hann sneri sér að mér og hvæsti „farðu til fjand . . . Tommy, þú veizt eins vel og ég að ég á að geta unnið þennan mann hvenær sem er. f annað skipti hljóp hann svo klukkustund- um skipti um garða Parísarborgar í grenj- andi rigningu, vegna þess að fresta hafði orðið keppni vegna veðurs. Hann segist sjálfur verða ofsareiður ef hann geti ekki leikið tennis. Tennis er það sem Borg lifir fyrir og ekkert annað kemst að í huga hans.“ Margir velta því fyrir sér hvort Borg fái nægilega ánægju út úr uppvaxtarárum sínum. Sjálfur segir hann „Tennis er mín ánægja og ég hugsa alltaf unt hvert mót, sem það sé mitt síðasta, en ekki að ég muni leika tennis næstu 20 ár og því verði ég að verða góður strax. Ég hef fórnað miklu fyrir tennis, rjómaís, súkkulaði og nánum samskiptum við vini mína. Tennis er allt sem ég þekki og vil þekkja, hann er mitt líf.“ Borg hefur einnig varið vel með þá peninga sem hann hefur unnið sér inn. Hann hefur keypt verzlun handa foreldr- um sínum og sumarbústað, hann hefur látið sérfræðinga sjá um fjárfestingar fyrir sig og hann hefur líka íhugað eða hugsan- lega tekið ákvörðun nú um að skrá sig í Sviss, til að losna við hina gífurlegu skatta í heimalandi sínu. Björn Borg er smám- saman að þroskast og Svíar eru ekki í nokkrum vafa um að hann muni gera garðinn frægan um mörg ókomin ár. Þeir segja „Frægðin mun ekki stíga Birni Borg til höfuðs, hann er sterkur, ákveðinn og góður og verður meistari um langt skeið.“ Margs að -minnast------------------- má nefna hertogann af Edinborg, Philip drottningarmann. Lawrence fulltrúa Ástralíu í alþjóða Olympiunefndinni og svo fyrrverandi Olympiumethafa og nú- verandi forseta brezka íþróttaráðsins, Dr. Bannister. Hver sem niðurstaðan verður um fram- tíðarfyrirkomulag Olympiuleikanna, er það einlæg von og vilji allra íþróttafor- ystumanna um víða veröld, að Olympiu- leikamir geti áfram orðið hápunktur íþróttalegra samskipta, þar sem dreng- skapur, aukinn skilningur og vinátta ólíkra einstaklinga og þjóða sitji í fyrir- rúmi, öllu mannkyni til góðs. 33

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.