Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 23
íþróttablaðrið 35 ára
Frá fánahyllingu á Olympíuleikunum í Munchen 1972.
Margs
mmnast
— eftir Orn Eiðsson
íþróttablaðið er á tímamótum en liðin
eru fjörutíu ár síðan það hóf göngu sína.
Ganga þess hefur að vísu verið nokkuð
skrykkjótt og sum árin hefur blaðið alls
ekki komið út, enda er árgangurinn, sem
nú er gefinn út sá 35., þannig að segja má
raunar, að tvíheilagt sé hjá blaðinu. Útgef-
andi [þróttablaðsins fyrstu árin var Kon-
ráð Gíslason, kaupmaður og hinn ötuli
íþróttaforystumaður. í ávarpi sínu til les-
enda 1935 segir Konráð. „Með hverju ári
sem líður, fjölgar þeim mönnum, bæði
konum og körlum. sem leggja stund á
íþróttir, og er það vel farið. Að sama skapi
vex þörfin fyrir íþróttamenn til að fylgjast
vel með öllu því, sem gerist á sviði íþrótt-
anna. bæði heima fyrir og erlendis.
Til þess að svo verði. er íþróttamönnum
nauðsynlegt að hafa sitt eigið blað, sem
eingöngu helgar sig málefnum þeirra.
Með sögu íslenskra íþróttablaða fyrir
augum, þarf að vísu nokkra bjartsýni til
þess að ráðast í útgáfu nýs íþróttablaðs, en
væntanlega ræður sú bjartsýni niðurlög-
um síns versta andstæðings, sem er tóm-
lætið.
Við Islendingar erum sennilega eina
þjóðin á hnettinum, af hinum svokölluðu
menningarþjóðum, sem á ekkert opinbert
málgagn fyrir íþróttamenn sína. Slíkt
ástand er með öllu óviðunandi og ósæm-
andi fyrir þjóð, sem dáir svo mjög hreysti-
verk og hetjudáðir forfeðra sinna, að jafn-
vel eftir þúsund ár hrífast niðjarnir af
íþróttamönnunum Skarphéðni, Gretti og
Gunnari á Hlíðarenda, svo að nokkrir séu
nefndir.
Þá má og minnast á það, að kröfumar
um að tileinka sér háttu og siði annarra
þjóða, vaxa hröðurn skrefum nreð þjóð
vorri, og eru íþróttamenn þar engir eftir-
bátar annarra.
íþróttablaðið, sem nú hefur göngu sína,
mun gera sér far um að hafa augun opin
fyrir öllu því, senr gerist á sviði íþrótta-
málanna, og flytja lesendum sínum inn-
lendar og erlendar fréttir og greinar um
íþróttamál.
Það væntir þess, að íþróttamenn og
íþróttaunnendur um land allt veiti því
góðar viðtökur og greiði götu þess eftir
bestu föngum. Ef þeir gera það, þá er
harmsögu íslenzkra íþróttablaða lokið."
Þessi ávarpsorð fyrsta ritstjóra og útgef-
anda íþróttablaðsins árið 1935 gætu vel átt
við í dag. Konráð Gíslason sagði okkur, er
við ræddum stuttlega við hann um fyrstu
starfsár íþróttablaðsins, að á þeim árum
hefðu litlar eða engar reglulegar íþrótta-
fréttir verið í dagblöðum eða útvarpi, og
þörfin því verið enn brýnni á íþróttablaði.
Hann sagðist einnig hafa orðið var við
mikinn áhuga hjá mörgum á blaðinu, ekki
síst út á landsbyggðinni. Þrátt fyrir erfið-
leikana við útgáfuna hélt ég áfram í átta
ár. sagði Konráð, en þá tók íþróttasam-
bandið við blaðinu. Konráð sagði það sína
skoðun, að nauðsyn væri á útgáfu íþrótta-
blaðsins, þó að mikið birtist í fjölmiðlum
af íþróttafréttum. Efni blaðsins þyrfti að
sérhæfa, fræðsla um íþróttir og þjálfun
ætti að fá meira rúm, kynning á starfi
íþróttahreyfingarinnar, greinar urn frækna
íþróttamenn og atburði. Þegar íþrótta-
blaðinu er flett síðustu áratugi er hægt að
fræðast þar urn íslenska íþróttasögu, sigra
hennar og töp. í tilefni 40 ára afmælis
Iþróttablaðsins er ætlunin að velja úr
nokkra ánægjulega atburði í íslenskri
íþróttasögu á þessu tímabili. Heimild okk-
ar er að sjálfsögðu íþróttablaðið.
Fyrsti sigur í milliríkjakeppni.
Fyrsti sigur íslensks íþróttafólks í milli-
ríkjakeppni var sigurinn yfir Norðmönn-
um í sundi, en keppnin fór fram í Reykja-
vík vorið 1948. Sú grein, sem skipti sköp-
um í keppninni var 100 m baksund karla
og hér kemur frásögn íþróttablaðsins frá
því sundi:
Óvæntur sigur Islendinga í baksundi.
100 m. baksund karla var hápunktur
landskeppninnar. Fyrirfram var ógerlegt
að segja um úrslitin, en eftir fyrri tíma
keppenda að dæma átti Knut Belsby að
vinna (1:16,8) og Guðm. Ingólfsson og
Ólafur Guðmundsson( 1:18,4 og 1:20,2) að
verða næstir, á undan Birgi Jakobsen
(1:20,7). Skotið reið af, Belsby fékk bezt
viðbragð, en Guðm. einria lakast. Eftir 25
m. er Belsby enn fyrstur, Guðm. annar,
Ólafur þriðji og Jakobsen fjórði, en inn-
byrðis munurinn lítill. Þessi röð hélst þar
15