Íþróttablaðið - 01.04.1975, Síða 49

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Síða 49
Góð skíðaaðstaða á Akureyri Björn Víkingsson og Katrín Frímannsdóttir. Þau urðu þrefaldir Islandsmeistarar á ungl- ingamóti á skíðum um páskana. Nýtt íþróttahús á Akureyri Akureyri á marga efnilega unglinga á íþróttasviðinu. Þau sem hafa verið mest í sviðsljósinu að undanfömu eru þau Katrín Frímannsdóttir og Björn Víkingsson, en þau urðu hvorki meira né minna en þrefaldir íslandsmeistrar á unglingameist- aramótinu á skíðum um páskana. Katrín og Björn em bæði 16 ára gömul og eru bæði í landsprófsdeild Gagnfræðaskólans á Akureyri. íþróttablaðið hitti þau að máli fyrir nokkru og voru þau að vonum ánægð með árangurinn um páskana og sögðu bæði að gull.ið í ár yrði þeim hvatning til stærri átaka næsta vetur. — Við höfum æft daglega í vetur, það er að segja þegar það hefur viðrað, sögðu þau. Við erum meðal þeirra krakka hér á Akureyri sem æfum hvað mest. Við reyn- um að komast í fjallið minnst tvo tíma á dag og mun lengur um helgar. Annars eru það um 35 krakkar sem hægt er að segja að æfi vel í fjallinu í vetur og hefur myndast mjög góður andi í hópnum. Þau Katrín og Björn eru bæði af skíða- fólksættum. Katrín er dóttir skíðakonunn- ar Karolínu Guðmundsdóttur og fór hún með henni á skíði þegar hún var nokkurra ára gömul, enda hæg heimatökin þar sem fjölskyldan bjó í Skíðahótelinu í Hlíðar- fjalli í 5 ár, en þá önnuðust Karólína og maður hennar Frímann Gunnlaugsson rekstur hótelsins. Björn er aftur á móti náfrændi núverandi hótelstjóra Ivars Sig- mundssonar, en þeir eru bræðrasynir. I vetur hafa þau Björn og Katrín æft undir stjóm Viðars Garðarssonar og sögðu þau að hann ætti stærstan þátt í velgengni þeirra og næst á listanum kæmi hin góða aðstaða sem sköpuð hefur verið í Hlíðar- fjalli. — Aðstaðan í fjallinu gjörbreyttist eftir að snjótroðarinn var keyptur til Akureyr- ar. Nú er hægt að halda brautunum jafn- hörðum og það hefur svo aftur orðið til þess að fólk hefur sótt meira í brekkurnar og slysum jafnframt fækkað, sagði Katrín. Við fundum það greinilega hvað við bú- um við góða aðstöðu hér, er við fórum til keppni á Seyðisfirði í vetur. Undirbúning- ur að mótinu var allur til fyrirmyndar, en aðstaðan var ólíkt lélegri en hér. Við, krakkamir frá Akureyri, megum því vera þakklát við það sem gert hefur verið fyrir okkur í Hlíðarfjalli. Á teiknistofu Húsameistara Akureyrar- bæjar er nú unnið að hönnun og teikningu nýs svæðisíþróttahúss, sem rísa á rétt hjá sundlauginni á Akureyri. Þar með hillir undir það að gamall draumur rætist hjá íþróttafólki bæjarins, en 12 ár eru nú síðan fyrst var rætt um byggingu þessa húss. Samkvæmt upplýsingum Hermanns Sigtryggssonar, íþróttafulltrúa Akureyrar- bæjar, þá vantar nú um 2000 fermetra gólfrými í íþróttasölum til að fullnægja þörfum bama á skólaskyldualdri á Akur- eyri. Á hverju hausti þarf að neita fjölda fólks um aðstöðu til íþróttaiðkana og langt er frá því að þörfum íþróttafélaganna sé fullnægt. Með tilkomu þessa nýja húss ætti ástandið eitthvað að skána, en álit íþróttaforystunnar á Akureyri er að nýja húsið verði fullnýtt frá fyrsta degi. Á Akureyri er nú einnig áætlað að byggja íþróttahús við Oddeyrarskóla, Glerárskóla og Lundaskóla. Þegar öll þessi íþróttahús verða komin í gagnið, má ætla að ástandið fari að verða viðunandi. Eins og áður sagði á nýja íþróttahúsið að standa rétt við sundlaugina á Akureyri. Sú staðsetning þykir heppileg með tilliti til þeirra skóla sem nota eiga húsið, en það eru Gagnfræðaskóli Akureyrar og Menntaskólinn. I nýja húsinu á að vera 27x45 metra keppnissalur, sem hægt er að skipta niður í þrjá minni sali. í tengslum við salinn verða búningsklefar og böð og gert er ráð fyrir 800 manna áhorfendasvæði með möguleikum á stækkun fyrir250 manns til viðbótar. I húsinu verður einnig leiksvið, litlir æfingasalir, gufubaðstofa, heilsu- rækt, skotbrautir, kaffistofa og aðstaða fyrir félagsstarfsemi. Auk þess er gert ráð fyrir aðstöðu til sjónvarps- og hljóðvarps- upptöku í húsinu. Notagildi íþróttahússins umfram leik- fimikennslu og íþróttakeppnir getur orðið mikið. T.d. má nota það fyrir hljómleika, ráðstefnur, leiksýningar, vörusýningar o.s.frv. Kaffistofa hússins verður miðuð við 200 gesti. Ætlunin er að einkaaðilar taki að sér rekstur hennar og að hún verði opin eins og venjulegt veitingahús, án tillits til þess sem er að gerast í húsinu annars. Haukur Haraldsson, tæknifræðingur vinnur að teikningum af íþróttahúsinu. Hann gerir ráð fyrir að þak stóra íþrótta- salarins verði bogmyndað og gert úr lím- tré. Hliðarálmur hússins verða á tveimur hæðum. Við hönnun hússins verður fullt tillit tekið til þarfa fatlaðs fólks, þannig að það geti óhindrað haft not af húsinu. 41

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.