Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 50

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 50
íþróttafréttamenn „Iþróttamenn oft ótrúlega hörund- sárir... Hann er ekki lítill vikuskammt- urinn af lesefni, sem íþróttaáhuga- fólk fær í dagblöðunum sínum. FuIIyrða má, að engum áhugahópi í þjóðfélaginu séu gerð jafn góð skil og einmitt íþróttafólkinu og þeim sem áhuga hafa á íþróttum og keppni. Ekki undarlegt. Iþrótt- irnar eru án efa ekki svo pláss- frekar í blöðunum vegna þess að blöðin séu að gera íþróttafólki einhvern greiða, ekki nema þó óbeint. Staðreyndin er sú, hvað sem öllum háfleygum skoðanakönn- unum líður, að íþróttaefnið er lesið, og það jafnvel af fólki, sem aldrei sést á íþróttamótum.Blöðin þurfa að sjálfsögðu að birta efni, er laðar að lesendur. Því er þaðsvo mikil áherzla hefur verið lögð á aukin íþróttaskrif í dagblöðunum, Einkum þó síðustu árin hafa skrif- in aukist veruleea. Íþróttalíf okkar hefur blómgast mjög verulega undanfarin ár. Það er sama hvern- ig á dæmið er litið. íþróttagreinum hefur fjölgað, iðkendum hefur fjölgað, og áhorf- endum samanlagt eflaust líka. Deilda- keppnin í knattleikjunum hefur stækkað og nú er leikið heima og heiman. Sem sagt, magnið, sem íþróttafrétta- menn þurfa að koma á framfæri hefur aukizt gífurlega síðustu árin, og með nýj- um íþróttagreinum eykst magnið enn. Það er því sannarlega í mörg horn að líta hjá fámennum ritstjórnum blaðanna. Við bú- um við fjölmiðla, sem flestir a.m.k. eru mjög fáliðaðir. spjallað við Hall Simonarson, Visi, sem á að baki 27 ár við ibróttaskrif 42

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.