Íþróttablaðið - 01.04.1975, Page 27

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Page 27
Vilhjálmur Einarsson í „stökkinu" í metstökkinu, kom sá og tókst næstum að sigra, en setti Olympíumet og vann silfurverölaun. Vilhjálmur keppti í þrístökkinu þriðjud. 27. nóv. Var skýjað loft en þurrt, frantan af degi. en dró frá að mestu eftir hádegi. Varð þá allheitt, en andvari dró nokkuð úr hitanum. Keppendur voru 35. Undan- keppni hófst kl. 10 f.h. Vilhjálmur var 21. í stökkröðinni. Hann stökk aðeins eitt stökk í undankeppninni, er mældist 15.16 m. Lágmarksstökklengd var 14.80 m, og þurfti Vilhjálmur þá til „hvildarheimilis,“ er fulltrúi Norðmanna, Ahlstergren, hafði áður boðið okkur afnot af, skammt frá leikvanginum. Hvíldist Vilhjálmur þar vel þar til aðalkeppnin hófst kl.2.30 og nudd- aði ég hann dálítið. Nú var Vilhjálmur 13. í stökkröðinni. Leið alllöng stund þar til kom að honum. Fyrsta stökk hans var ógilt. Nú voru margir keppinautar hans búnir að stökkva um og yfir 15,50m., var því útlitið ekki sem glæsilegast. Lengsta stökk, 16.04m. átti Da Silva. Vilhjálmur vandaði sig nú sem mest við atrennuna og hitti plankann ágætlega. Hann fékk all- langt hopp, risaskref og frábærlega hátt og langt stökk. En hann stakk niður höndinni — stökkið gat því varla verið mjög langt, þótt mér sýndist það. Dómararnir við plankann voru lengi að skoða hann, en réttu svo upp hvíta veifu til marks um að stökkið væri gilt. Þá létti mér ákaflega. Nokkur stund leið, áður en stökklengd- in var birt á töflunni. Ég trúði ekki mínum eigin augum og spurði þann sem sat næst mér hvort þetta væri heldur 15,25 eða 16,25. Hann sagði eins og var — 16,25! Það hoppaði í mér hjartað. Rétt á eftir kvað rödd þulsins, er sagði: „Number 638, Einarsson of Iceland, has just set a new Olympic record by jumping 53 feet 4 inches, 16,25 meters". Þarna var það! Hvorki meira né minna en Olympíumet! En nú var eftir að vita hvort keppinautum Vilhjálms tækist að fara fram úr meti hans. Ég var lengi smeykur um þetta, því þetta var svo snemma í keppninni, að skæðustu keppinautamir — þrír Rússar, þrír Japanar og Da Silva, Olympíumeist- arinn — áttu enn mörg stökk eftir. Engum tókst þetta nema Da Silva, og ekki fyrr en eftir tvær klukkustundir. er hann stökk 16,35 m. Varð Vilhjálmur því annar 1 keppninni. Vorum við auðvitað himinlif- andi yfir þessu ágæta afreki, sem er lang- samlega bezta afrek íslendings í frjálsum íþróttum. Mér fannst ekki ólíklegt, að Vilhjálmur kæmist 16,00 metra, en þetta tók fram bjartsýnustu vonum. Afreki Vil- hjálms var mjög vel fagnað af öllum Norðurlandabúum er þarna voru, og fékk hann yfir 30 samfagnaðarskeyti hvaðan- æfa að. — Með þessu var keppni íslend- inga á Olympíuleikunum lokið. Er óhætt að segja, að þátttaka íslendinga hafi verið giftusamleg að þessu sinni, því, eins og Norðmenn, vinir okkar og frændur sögðu, mun þess vart dæmi í sögu Olympíuleik- anna, að helmingur flokks nokkurs lands hafi unnið silfurverðlaun leikanna! Glæsilegur sigur! Ekki megum við gleynta blessuðu kven- fólkinu á sjálfu kvennaárinu! Það þurfti ekki lengi að leita, til að finna frásögn um glæsileg afrek íslenskra kvenna. í ágúst- hefti íþróttablaðsins 1964 er ítarleg grein um Norðurlandamót kvenna í handknatt- leik. Þar segir m.a. í upphafi frásagnarinn- ar: Aldrei hafa áhorfendur á Laugardals- velli fagnað jafn innilega íslenskum íþróttasigri, og þegar íslenska kvenna- landsliðið í handknattleik vann hið norska 30. júní sl. á lokamínútum leiksins, er því tókst algerlega að snúa leiknum sér í vil og skora síðustu fjögur mörkin og innsigla þar með sigurinn í þessu fyrsta Norður- landamóti í flokkaíþróttum, sem háð hef- ur verið hér á landi. — Síðar í greininni segirsvo um lokakvöldið: Lokakvöldið. Fjórir leikir voru háðir síðasta leik- kvöldið, 30. júní. Fyrst léku Danmörk og Finnland og þar unnu dönsku stúlkurnar mesta yfirburðasigurinn í mótinu, 19—1. Þá mættust ísland og Noregur og reynd- ist það hinn raunverulegi úrslitaleikur mótsins og verður því getið hér allítarlega. Islenzku handknattleiksstúlkunum tókst á lokamínútum leiksins við Noreg að snúa leiknum algerlega sér í vil og skora síðustu fjögur mörk leiksins við gífurleg fagnaðar- læti. Þar með tryggðu þær sér sigur í hinum spennandi leik, þar sem norsku stúlkurnar höfðu um miðjan síðari hálf- leik náð tveggja marka forskoti og ekkert annað virtist þá blasa við en norskur sigur. Islenzku stúlkurnar voru taugaóstyrkar og 19

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.