Íþróttablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 33

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 33
Körfuhnattleihur Skrifstofustjórinn hjá Landsvirkjun hefur mörgum hnöppum að hneppa eins og gefur að skilja. Rafmagnsmálin og uppbygging rafvæðingar í landinu eru stórmál sem krefjast mikillar vinnu bæði hans og annarra. Engu að síður tekur Agnar Friðriksson tíma til hliðar til að þjálfa af kappi með félögum sínum í körfuknattleiknum, og heitir því að fara nú að æfa almennilega fyrir næsta keppn- istímabil. Þegar ÍR varð íslandsmeistari í körfu- knattleik á dögunum, varð Agnar fyrstur körfuknattleiksmanna íslandsmeistari í 10. skipti. „Ég hafði nú bara ekki athugað þetta fyrir leikinn," sagði Agnar. Einhver benti honum á þetta eftir sigurinn sæta. Og sjá, það reyndist rétt vera, þegar farið var að rifja upp síðustu 14 árin, en það var 1961, sem Agnar kom inn í ÍR-liðið, aðeins 16 ára meðal allra „kónganna" í IR-liðinu. Hann var hinn efnilegi nýliði, hávaxinn og geysilega hittinn, lofaði góðu, — og stóð við það. I liðinu þá voru menn eins og Þorsteinn Hallgrimsson, Guð- mundur Þorsteinsson, Hólmsteinn Sig- urðsson, Helgi Jóhannsson og Sigurðarnir, báðir Gíslasynir. Sigurður yngri Gíslason, er nú einn eftir af þessu gamla ÍR-liði, ásamt Agnari Friðrikssyni. Sigurður hefur 9 sinnum orðið meistari með liðinu, eitt keppnistímabil var hann ekki með vegna veikinda. Þegar landslið íslands hélt á sitt fyrsta Norðurlandamót í Stokkhólmi í nóvember 1962, voru 6 af 12 liðsmönnum úr ÍR. Þar hlaut Agnar sína eldskírn með landsliði. „Bezti landsleikur okkar frá upphafi er örugglega landsleikurinn okkar gegn Vest- ur-Þjóðverjum núna í janúar í Kaup- mannahöfn. Við unnum 82:71. Það hjálp- aðist allt að, Þjóðverjar allt of sigurvissir, við með mjög gott lið og í feiknarlega góðu stuði. Það urðu víst allir jafn undr- andi eftir leikinn, við ekki hvað sízt. Hittni Agnars í körfuknattleik er langt- um meiri en í meðallagi, það er öllum ljóst. Hann var oft álitinn galdrakarl í meira lagi. „Hann hittir alltaf af spýtunni sinni“ var sagt í Hálogalandi. Og síðar var sagt að hann hefði fundið „sína spýtu“ í Laugardalshöllinni og í íþróttahúsinu á Seltjarnamesi. „Þetta er nú ekki alveg rétt, held ég“, sagði Agnar. „Ég hitti bara betur úr minni stöðu á hægra kantinum. „Einar Ólafsson, þjálfarinn okkar, hefur gert réttilega í því að þjálfa okkur upp í hittni. Hann skiptir æfingunum niður í hittni og æfingar á leikaðferðum og hraðaupp- hlaupum. Hittnin hefur bjargað okkur mikið. Það geta allir í liðinu hitt fyrir utan. Það er áhættusamara að þurfa að bora sér í gegn og undir körfuna. Alveg undir hælinn lagt hvaða dómur kemur út úr slíku, víti eða jafnvel ruðningur.“ Agnar kvaðst ákveðinn vera þeirrar skoðunar að framfarir hefðu orðið stór- stígar í íslenzkum körfubolta undanfarinn áratug. „Æfing er miklu meiri og betri, og kröfurnar allt aðrar en var t.d. á Háloga- landi. Núna eru hlaupin miklu meiri í stærri sölum. Og núna í vetur hafa leikim- ir verið sérlega erfiðir, það gerir breiddin í körfuboltanum, það hefur aldrei verið hægt að vera viss um sigur fyrirfram í leikjunum.“ I þeim 24 fslandsmótum, sem fram hafa farið í körfuknattleik, hefur ÍR unnið 14 meistaratitla. Agnar tífaldur meistari. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.