Íþróttablaðið - 01.04.1975, Page 33

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Page 33
Körfuhnattleihur Skrifstofustjórinn hjá Landsvirkjun hefur mörgum hnöppum að hneppa eins og gefur að skilja. Rafmagnsmálin og uppbygging rafvæðingar í landinu eru stórmál sem krefjast mikillar vinnu bæði hans og annarra. Engu að síður tekur Agnar Friðriksson tíma til hliðar til að þjálfa af kappi með félögum sínum í körfuknattleiknum, og heitir því að fara nú að æfa almennilega fyrir næsta keppn- istímabil. Þegar ÍR varð íslandsmeistari í körfu- knattleik á dögunum, varð Agnar fyrstur körfuknattleiksmanna íslandsmeistari í 10. skipti. „Ég hafði nú bara ekki athugað þetta fyrir leikinn," sagði Agnar. Einhver benti honum á þetta eftir sigurinn sæta. Og sjá, það reyndist rétt vera, þegar farið var að rifja upp síðustu 14 árin, en það var 1961, sem Agnar kom inn í ÍR-liðið, aðeins 16 ára meðal allra „kónganna" í IR-liðinu. Hann var hinn efnilegi nýliði, hávaxinn og geysilega hittinn, lofaði góðu, — og stóð við það. I liðinu þá voru menn eins og Þorsteinn Hallgrimsson, Guð- mundur Þorsteinsson, Hólmsteinn Sig- urðsson, Helgi Jóhannsson og Sigurðarnir, báðir Gíslasynir. Sigurður yngri Gíslason, er nú einn eftir af þessu gamla ÍR-liði, ásamt Agnari Friðrikssyni. Sigurður hefur 9 sinnum orðið meistari með liðinu, eitt keppnistímabil var hann ekki með vegna veikinda. Þegar landslið íslands hélt á sitt fyrsta Norðurlandamót í Stokkhólmi í nóvember 1962, voru 6 af 12 liðsmönnum úr ÍR. Þar hlaut Agnar sína eldskírn með landsliði. „Bezti landsleikur okkar frá upphafi er örugglega landsleikurinn okkar gegn Vest- ur-Þjóðverjum núna í janúar í Kaup- mannahöfn. Við unnum 82:71. Það hjálp- aðist allt að, Þjóðverjar allt of sigurvissir, við með mjög gott lið og í feiknarlega góðu stuði. Það urðu víst allir jafn undr- andi eftir leikinn, við ekki hvað sízt. Hittni Agnars í körfuknattleik er langt- um meiri en í meðallagi, það er öllum ljóst. Hann var oft álitinn galdrakarl í meira lagi. „Hann hittir alltaf af spýtunni sinni“ var sagt í Hálogalandi. Og síðar var sagt að hann hefði fundið „sína spýtu“ í Laugardalshöllinni og í íþróttahúsinu á Seltjarnamesi. „Þetta er nú ekki alveg rétt, held ég“, sagði Agnar. „Ég hitti bara betur úr minni stöðu á hægra kantinum. „Einar Ólafsson, þjálfarinn okkar, hefur gert réttilega í því að þjálfa okkur upp í hittni. Hann skiptir æfingunum niður í hittni og æfingar á leikaðferðum og hraðaupp- hlaupum. Hittnin hefur bjargað okkur mikið. Það geta allir í liðinu hitt fyrir utan. Það er áhættusamara að þurfa að bora sér í gegn og undir körfuna. Alveg undir hælinn lagt hvaða dómur kemur út úr slíku, víti eða jafnvel ruðningur.“ Agnar kvaðst ákveðinn vera þeirrar skoðunar að framfarir hefðu orðið stór- stígar í íslenzkum körfubolta undanfarinn áratug. „Æfing er miklu meiri og betri, og kröfurnar allt aðrar en var t.d. á Háloga- landi. Núna eru hlaupin miklu meiri í stærri sölum. Og núna í vetur hafa leikim- ir verið sérlega erfiðir, það gerir breiddin í körfuboltanum, það hefur aldrei verið hægt að vera viss um sigur fyrirfram í leikjunum.“ I þeim 24 fslandsmótum, sem fram hafa farið í körfuknattleik, hefur ÍR unnið 14 meistaratitla. Agnar tífaldur meistari. 25

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.