Fréttablaðið - 27.06.2020, Page 23

Fréttablaðið - 27.06.2020, Page 23
FÓLK HELDUR BARA AÐ ÉG SÉ Í ÚTLÖNDUM ÞVÍ ÉG ER AÐ FELA MIG ÞEGAR ÉG ER HÉRNA HEIMA. Björk verður ekki fyrir áhrifum af umhverfinu þegar hún semur tónlist. Áherslan á tónleikunum í Hörpu verður á hinn órafmagn- aða hluta tón- listar Bjarkar. Tónleikar Bjarkar eru upp- lifun og verður engin breyting þar á í Hörpu í mars. Fernir ólíkar tónleikar verða í boði en alls verða flutt 44 lög, 11 á hverjum tón- leikum. MYNDIR/ SANTIAGO FELIPE Björk leggur mikið upp úr sviðsmynd og sviðsframkomu á tónleikum. „Dóttir mín var að útskrifast úr skóla í New York og var í fjar- kennslustundum á netinu átta tíma á dag. Maður sá þar hvað ástandið var virkilega átakanlegt. Þar voru krakkar grátandi á samskiptaforrit- inu Zoom, vegna þess að þau þekktu einhvern sem féll frá. Ástandið í New York er auðvitað mjög slæmt. Dóttir mín fékk sektarkennd yfir að segja frá því að hún hefði fengið sér göngutúr út í fjöru í pásum, á meðan bekkjarfélagar hennar voru fastir inni. Við erum svo ótrúlega heppin hér á Íslandi. Ég hugsa að við höfum ábyggilega öll upplifað eitt- hvað svipað á þessum tíma, tekið út ákveðinn kvíða.“ Alltaf að semja Björk segist alltaf vera að semja nýtt efni, en hún geri það hægt. „Það skiptir eiginlega engu máli hvað er að gerast í mínu lífi, ég sem alltaf á sama tempóinu. Ég náði að halda því síðustu mánuði, en ég vann með Bergi Þórissyni tónlistarmanni hér heima. Hann tók þátt í sóttkvínni með mér og kom heim til mín tvisvar í viku, við höfum unnið saman í sex ár þannig að það var frábært að geta nýtt tímann með honum á þessum tíma.“ Hún segist eiga töluvert af nýju efni, en að plata sé ekki væntanleg alveg strax. „Það kemur ekki ný plata á þessu ári, en kannski verður hún tilbúin á því næsta, ég þori ekki að lofa neinu. En stefnum á 2021 eða 2022.“ Einn helsti aðdáandi Arons Can Björk segist vera mikill tónlistar- nörd. Hún hlustar á fjölbreytta tón- list og segir afrobeat frá Nígeríu hafi komið sér í gegnum kórónaveiruna. „Ég er alltaf að hlusta á tón- list og finna eitthvert nýtt dót. Ég bý til ólíka playlista fyrir ólíka stemningu. Í augnablikinu hlusta ég mikið á eistneskt tónskáld sem heitir Cyrillus Kreek og norsku R&B söngkonuna Emilie Nicolas. Ég hlusta líka mikið á Aron Can og er ábyggilega stærsti Aron Can aðdáandi á Íslandi.“ Ekki nýlendusinni í áhrifum Björk segist ekki verða fyrir áhrifum af umhverfinu þegar hún semur tón- list. „Ég er mjög þakklát fyrir það að þegar ég sem tónlistina mína, þá verður hún ekki mikið fyrir áhrifum af því sem ég er að hlusta á hverju sinni, eða umhverfinu. Á því tíma- bili sem ég samdi tónlist á Spáni gaf ég ekki út flamenco-plötu, þegar ég var í Púertoríkó, þá varð Biophilia ekki reggaeton-plata, og þegar ég gerði Homogenic, þá var kærastinn minn einn af frumkvöðlum drum and bass, og það var ekki eitt drum and bass lag á plötunni. Ég hef alltaf verið mjög vakandi fyrir því að vera ekki nýlendusinni í áhrifum, reyni að labba ekki um kúltúru og „go shopping“.“ Hún segist þó ekki vera alsaklaus í þeim efnum, enda hafi hún gengið um í kímónóum og öðru, en tón- listarlega séð verði hún fyrir meiri áhrifum frá andanum en tónlistar- kúltúr. Með ástinni í Ölpunum „Ég er að vinna í ýmsu þessa dag- ana. Í samstarfi við nokkra aðila hér á Íslandi langar mig að setja upp gagnagrunn á netinu, þar sem hægt er að kaupa talrænar nótur af allavega tónlist. Ég á útgáfur af alls konar nótum fyrir hljóðfæri. Það þarf að sameina þetta allt á einn stað og gera þetta aðgengilegt, en þetta verkefni er enn í bígerð hjá okkur.“ Í sumar taka við æfingar fyrir tón- leikaröðina, en fyrst ætlar hún að heimsækja kærasta sinn í Alpana. „Kærastinn minn er hálfur Írani og hálfur Þjóðverji og býr í Ölpunum. Hann var með mér hér á Íslandi í gegnum kórónaveiruna, svo núna ætla ég að reyna að sýna smá lit og heimsækja hann.“ Ef allt gengur eftir tekur svo við tónleikaferðalag í Asíu í lok árs. „Það eru ennþá á dagskrá tónleikar Cornucopia í Japan í nóvember. Við vitum auðvitað ekkert hver staðan verður í heiminum þá, en ef allt gengur eftir reynum við að halda tónleika í f leiri löndum í Asíu, en það verður allt að koma í ljós.” H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.