Fréttablaðið - 27.06.2020, Side 25

Fréttablaðið - 27.06.2020, Side 25
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ FARA LENGRA EN TIL 2011 TIL AÐ FINNA EINHVER LÖG OG TEXTABROT SEM ÉG ER EKKERT STOLTUR AF. MÉR FINNST SAMT NAUÐSYN- LEGT AÐ SKOÐA ÞETTA Í SAMHENGI VIÐ TÍMANN OG ÞROSKANN. MALBIK ER SAMIÐ Á TÍMA ÞAR SEM MÉR LEIÐ EKKI SÉRSTAKLEGA VEL, EN SKILAÐI MÉR SVO FRÁ- BÆRUM TILFINNINGUM, OG ÉG ER ÁNÆGÐUR MEÐ LAGIÐ, SEM HEFÐI EFLAUST ANNARS EKKI ORÐIÐ TIL. Hver er þinn Ben&Jerry’s? Oliver og Gauti bregða á leik fyrir ljósmyndarann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI smá tími í að ég hendi í barnaplötu, ég er ekki viss um að það gerist alveg strax,“ segir hann og hlær. Einstakt tjáningarform Gauti var mikið í kringum tónlist sem barn og unglingur, en pabbi hans var upptökustjóri, sem hefur unnið með mörgum þekktum lista- mönnum. „Ég kynntist í raun og veru rapp- inu þar. Þetta var tjáningarform sem heillaði mig ótrúlega mikið. Svo hafði ég líka bara gaman af því að fylgjast með einhverjum „bad boys“. Það var einhver spennufíkn í mér þegar ég var yngri. Hjólabretti, rapp, öfgar og yfirvaldsmótþrói. Það heillaði mig mikið að lifa hratt. Rappið er einstakt tjáningarform. Þú getur bæði komið frá þér ein- hverju algjöru bulli, en þú getur líka notað það til að koma einhverju mikilvægu til skila. Nefndu mann- eskju sem hlustar bara á pólitískt rapp: Það nennir því enginn. Það nennir enginn að horfa alltaf bara á fréttir. Á endanum myndi maður bara grilla í sér heilann.“ Gauti segist hafa verið inntur eftir því í viðtali fyrir stuttu af hverju hann kysi að tjá sig ekki um ýmis flókin mál sem hafa verið í brenni- depli. „Mér fannst ég einfaldlega ekki nógu vel að mér í þessum málum. Mér finnst alveg ótrúlega skrýtið að ætlast til þess að aðrir hafi skoðanir. Auðvitað finnst mér mjög mikil- vægt að við séum meðvituð um það sem er í gangi í samfélaginu. En mér finnst ekki í lagi að skammast í öðrum fyrir að hafa ekki skoðun á öllum málum, og þá sérstaklega fyrir að hafa ekki ekki sömu skoðun og maður sjálfur,“ segir hann. Umræðan berst að því að undan- farið hefur færst í aukana að þekkt fólk sé dregið til ábyrgðar fyrir orð sem féllu áður fyrr, eða verk sem þykja ekki standast tímans tönn, í ljósi samfélagslegra breytinga. „Þetta er áhugaverð pæling. Myndi ég taka eitthvað til baka af því sem ég hef gert? Nei. Sé ég eftir einhverri vissri hegðun? Já, algjör- lega. En ég held að það sé nauðsyn- legt að gera mistök til að mótast. Til þess að ég læri rétta hluti, þá þarf ég að taka nokkrar rangar beygjur. Og ef ég hefði ekki tekið þessar röngu beygjur, þá væri ég ekki sama mann- eskjan og ég er í dag. Þú þarft ekki að fara lengra en til 2011 til að finna einhver lög og textabrot sem ég er ekkert stoltur af. Mér finnst samt nauðsynlegt að skoða þetta í sam- hengi við tímann og þroskann. Það er munur á því að vera nýorðinn tví- tugur og svo þrítugur,“ segir hann. Mikilvægast af öllu segir hann að læra af mistökunum. „Stundum þarf að feta flóknu leið- ina til að fá réttu útkomuna. En ég stressa mig alveg á þessu líka. Held- ur þú að ég muni stoltur spila: Við elskum þessar mellur, fyrir börnin mín einn daginn? Nei. En ég get kennt þeim að læra eitthvað á því, alveg eins og ég gerði,“ segir Gauti. Hann segist meðvitaður um að hann geti ekki strokað út söguna, en hann fái þá tækifæri til að útskýra fyrir þeim að sumt sé ekki í lagi. „Ég hlustaði, öllu gríni sleppt, á það í gær og hugsaði: Guð minn almáttugur! Með þetta „mullet“, að rífa kjaft í einhverjum kjallara.“ Ekki allt sem sýnist Hann segir skýringuna að baki nafni plötunnar vera tvíþætta. „Ég er á bleiku skýi, en þetta er líka vísun í birtingarmyndina sem við setjum upp sem listamenn. Nú tala ég aðallega fyrir minn geira. Maður er alltaf að setja upp ein- hverja glansmynd af því að vera poppstjarna, sama hvernig manni líður. Þetta speglast svolítið á plötu- umslaginu. Þessi bleiki heimur, þetta herbergi sem þú sérð. En síðan sér maður glitta út fyrir rammann, þar sem ljótu ljósatrössin eru og iðnaðarhúsnæðið, sem er í kringum myndatökuna. Það er ekki allt eins og það sýnist,“ segir hann. Hann segir tónlistarfólk eiga það til að að skapa einhverja óraunsæja ímynd í lögum sínum. „Bleikt ský lýsir í raun bæði hvað mér líður vel, en minnir líka á að það er kannski ekki allt eins og það sýnist. Platan var samin á tveimur tímabilum. Ég tók einhverja dýfu í fyrra og samdi þá nokkur lög á plötunni, þar á meðal Malbik. Mér finnst mikilvægt að fólk viti að það skiptir engu máli hversu vinsæll þú ert, eða vel þér gengur að selja á jóla- tónleika, ef þú sinnir ekki geðheils- unni á skynsaman hátt, þá getur þér liðið illa. Malbik er samið á tíma þar sem mér leið ekki sérstaklega vel, en skilaði mér svo frábærum tilfinn- ingum og ég er ánægður með lagið, sem hefði eflaust annars ekki orðið til. Það er bara svo mikilvægt að leyfa sér að líða.“ Gauti segist byrjaður að prófa sig áfram með ýmsar aðferðir í vegferð- inni í leit að vellíðan, þar á meðal að að hugleiða. „Núna er ég að prófa mig aðeins áfram með hausinn á mér, skoða betur hvernig ég hugsa. Við erum öll á einhverri vegferð, í leit að ein- hverju. Afi minn sagði alltaf að maður ætti að umkringja sig fólki sem er að leita að sannleikanum, en forðast fólk sem hefur fundið hann. Mér finnst það mikilvægt. Að halda áfram að fræða sig og leitast eftir því að betra sig. Ég er meira og meira að fatta það að tilgangur lífsins er að vera hamingjusamur. Sem ég er, sérstaklega þegar börnin eru kyrr og stillt,“ segir Gauti hlæjandi. Nýtt upphaf „Ég elska að rappa og klifra upp á einhverju sviði. Ég elska að gera gott „show“. Ég hélt síðast tónleika í eigin nafni 2017, og var síðast með útgáfu- tónleika árið 2016. Fyrir mér marka útgáfutónleikar einhvers konar nýtt upphaf. Þá finnst mér einhvern veg- inn alveg nauðsynlegt að skila DCC 100 prósent upplifun til áhorfand- ans. Við ætlum að breyta Gamla bíói aðeins,“ segir hann. Þú getur sem sagt aldrei haldið bara venjulega tónleika? „Það má ekki,“ segir hann bros- andi. „Mér finnst ógeðslega leiðin- legt á venjulegum tónleikum. Ef ég fer á tónleika og lagið er f lutt bara alveg eins og það er á plötunni, af hverju er ég þá ekki bara í einhverju góðu partíi að hlusta á plötuna? Ef fólk er að mæta á tónleika með mér, þá finnst mér ég skulda því ein- hverja einstaka upplifun.“ Platan Bleikt ský kemur út 3. júlí á öllum helstu streymisveitum og tónleikarnir fara fram í Gamla bíói þann 18. júlí. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25L A U G A R D A G U R 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.