Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 40
´ Hafnarhólmi Vök Baths Stuðlagil Grænafell Franska safnið Hólmanes Vatnsskarð Norræna Danmörk - Ísland Selárdalslaug Hellisheiði Bustarfell Rjúkandi Stórurð Hengifoss Skriðuklaustur Óbyggðasetrið Snæfell Kárahnjúkar Hafrahvammagljúfur Sænautasel Möðrudalur Kverkƒöll Eggin í Gleðivík Öxi Lónsöræfi Steinasafn Petru Kli‹rekku- fossar Tvísöngur – Hljóðskúlptúr Ljósastapi Fardagafoss Víknaslóðir Helgustaðanáma Sjálfsali Páskahellir Hallormsstaðaskógur Snæfellsstofa Fossahringur Teigarhorn Meleyri Streitishvarf Lagarfljótsormurinn Á Austurlandi er ƒöldi áhugaverðra staða sem gaman er að heimsækja. Smelltu kortinu á ísskápinn og hakaðu við þá staði sem þú heimsækir í sumar. Fangaðu augnablikin í ferðalaginu og merktu myndirnar með #AUSTURLAND og #ELSKAAUSTURLAND og þú gætir unnið vegleg verðlaun! Dregið 1. september 2020. Á austurland.is og visitausturland.is er að finna upplýsingar um landshlutann. Þú finnur okkur á Facebook og Instagram undir merkjum Austurlands og VisitAusturland. Aksturstími dagleiða er áætlaður út frá þægilegum og löglegum aksturshraða. Athugið að ferðatími er gefinn upp án stoppa. Fylgstu með færð og veðri á vef Vegagerðarinnar, vegagerdin.is Dagleiðir á Austurlandi NORÐURHRINGURINN 3 klst. Vopna örður – Sænautasel – Möðrudalur HÁLENDISMENNING 45 mínútur Sænautasel – Möðrudalur HÁLENDISHRINGURINN 3 1⁄2 klst. Egilsstaðir – Laugarfell – Kárahnjúkar – Jökuldalur FLJÓTSDALSHRINGURINN 1 1⁄2 klst. Egilsstaðir – Valþjófsstaður – Fellabær STEFNUMÓT VIÐ LUNDA 1 1⁄2 klst. Borgar örður eystri VÍKKAÐU SJÓNDEILDARHRINGINN 30 mínútur Seyðis örður DREIFBÝLISMENNING 1 klst. Mjói örður FLAKKAÐ UM FIRÐI 45 mínútur Reyðar örður – Eski örður – Norð örður AUSTURSTRÖNDIN 3 1⁄2 klst. Egilsstaðir – Fáskrúðs örður – Stöðvar örður – Breiðdalsvík – Djúpivogur – Öxi SUÐURHRINGURINN 3 klst. Egilsstaðir – Fáskrúðs örður – Stöðvar örður – Breiðdalsvík – Breiðdalsheiði SEGJUM SÖGUR Eggin í GleðivíkEskiˆörður Stórurð Það eru fáir staðir í veröld-inni sem búa yfir jafn mikilli dulúð eins og Snæfellsjökull. Svæðið í kring er þó ekki síður töfrandi. „Það þekkja auðvitað allir Snæfellsjökul og fegurð hans og hafa heyrt sögu Jules Verne um ferðina að miðju jarðar, en ég held það geri sér ekki allir grein fyrir hversu aðgengilegar og fjölskyldu- vænar margar náttúruperlur eru hér í Snæfellsbæ“, segir Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar. Fullkominn áfangastaður Snæfellsbær er ansi víðfeðmt sveitarfélag á Snæfellsnesi og liggja bæjarmörkin annars vegar í Staðarsveit, rétt vestan við Vega- mót og hins vegar í Búlandshöfða að norðanverðu. Er þar að finna þéttbýliskjarnana Ólafsvík, Hellis- sand og Rif, smærri byggðakjarna á Arnarstapa og Hellnum, auk dreif býlis í Staðarsveit. Þá liggur þjóðgarðurinn Snæfellsjökull að öllu leyti innan Snæfellsbæjar. Heimir Berg segir Snæfellsbæ tilvalinn áfangastað fyrir ferða- lög innanlands. „Það tekur ekki nema rétt rúma tvo tíma að keyra hingað frá höfuðborgarsvæðinu og hér er allt til alls fyrir fullkomið ferðalag innanlands. Innviðirnir eru mjög góðir eftir uppgang ferða- þjónustunnar síðustu ár og fjöl- breytt verslun, þjónusta og afþrey- ing í boði fyrir gesti og gangandi.“ Svæðið hafi notið góðs af áhuga og heimsóknum ferðamanna í gegnum tíðina. „Þjóðgarðurinn hefur verið ákveðinn segull und- anfarin ár og dregið til sín mörg hundruð þúsund erlendra gesta ár hvert og samhliða því hefur átt sér stað mikil uppbygging af hálfu bæði ríkisins og sveitarfélagsins á svæðinu, þar sem útsýnispallar, göngustígar, bílastæði og fleira er víða eins og best verður á kosið.“ Hann nefnir nokkra staði sem njóti alltaf vinsælda meðal ferða- manna. „Það er auðvitað hægara sagt en gert að velja það, en ætli vinsælustu staðirnir síðustu ár hafi ekki verið Arnarstapi, Búðir, Djúpalónssandur og Ingjaldshóls- kirkja, auk þess sem Svöðufoss hefur verið að koma sterkur inn.“ Íslendingar og erlendir ferða- menn hafi þó ólíkar ferðavenjur. „Stór hluti erlendu gestanna hefur farið tiltölulega hratt í gegnum svæðið og tikkað í ákveðin box, ef svo má segja, tekið myndir á vinsælum stöðum og þess háttar, en Íslendingar ferðast kannski með öðrum hætti og á öðrum forsendum og hafa ef til vill lengri tíma til að staldra við og njóta alls þess sem Snæfellsbær hefur upp á að bjóða.“ Fjölbreytt afþreying Fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum geta hæglega gert sér glaðan dag í Snæfellsbæ. „Eins og ég minntist á er aðgengi að náttúruperlum hér náttúrulega einstakt. Þegar komið er á svæðið er stutt á milli staða og hægt að upplifa alveg ótrúlega fjölbreytta flóru af náttúrutengdum upp- lifunum í auðveldu göngufæri fyrir litla eða lúna fætur. Það er nefnilega heilmargt hægt að gera í Snæfellsbæ sem er skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.“ Möguleikarnir á afþreyingu séu ótæmandi. „Það er hægt að fara í sund og náttúrulaug, leika sér á einhverjum af þeim fjölmörgu ströndum sem hér er að finna og busla, eða stinga sér til sunds, í Breiðafirðinum fagra. Hér eru fjölmargir leikvellir með spark- völlum, ærslabelgjum og svo fram- vegis og nokkur skógræktarsvæði sem hægt er að stoppa á, borða nesti og teygja úr sér.“ Ævintýrin eru aldrei langt undan. „Svo er auðvitað hægt að kíkja í hella, ganga upp að fjölda fossa og jafnvel ganga upp á gíga. Ég meina, hvaða krakki vill ekki hlaupa upp á eldfjall? Ég á sjálfur tvo stráka sem hafa skokkað upp á Saxhól og þeir draga ekkert undan í hetjusögunum og leggja mikla áherslu á eldfjalla-elementið,“ segir Heimir Berg og hlær. Lifandi samfélag Þá er alltaf nóg um að vera í bænum og er sumarið í ár engin undantekning. „Það kom mér á óvart hversu lifandi samfélagið er og hvað það er í raun og veru mikið að gera hérna. Bærinn er iðulega fullur af lífi og sem dæmi um það má nefna að núna í júlí og ágúst verður fjölskyldufjör í Frystiklef- anum á Rifi, þar sem dagskráin er sniðin að fjölskyldum. Þar koma fram meðal annars Jón Jónsson, Frikki Dór, Ásgeir Trausti, Vök, Emmsjé Gauti og fleiri tónlistar- menn, í bland við töframenn og vísindasýningar,“ segir Heimir Berg. „Sumarið er auðvitað komið hjá okkur, en við ætlum að hlaupa það formlega inn núna um helgina þegar Snæfellsjökuls- hlaupið, algjörlega einstakur viðburður, fer fram,“ segir Heimir Berg að lokum, í sama mund og hann býður alla hjartanlega vel- komna til Snæfellsbæjar í sumar og hvetur fólk til að kynna sér sveitarfélagið á nýjum ferðavef á vefsíðunni snaefellsbaer.is. Aðgengilegar náttúruperlur Snæfellsbær er fjölskylduvænn áfangstaður, prýddur stórbrotnum náttúruperlum, í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þar má finna fjölda möguleika til afþreyingar, útivistar og skemmtunar. Það er ægifagurt á hinum tilkomumikla Djúpalónssandi. Íslendingar ferðast kannski með öðrum hætti og á öðrum forsendum og hafa ef til vill lengri tíma til að staldra við og njóta. 10 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RÍSLAND KOMDU MEÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.