Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 42
Borgarbyggð auglýsir starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs laust til umsóknar. Um er að
ræða fjölbreytt og áhugavert starf í lifandi umhverfi. Viðkomandi verður einn af þremur
sviðsstjórum sem heyra beint undir sveitarstjóra í skipuriti Borgarbyggðar.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir,
stefnumörkun og samþykktir sveitarstjórnar, fjárhagsáætlun og greiðsluáætlanir á
hverjum tíma.
STAÐA SVIÐSSTJÓRA
FJÖLSKYLDUSVIÐS Í BORGARBYGGÐ
Starfssvið:
• Umsjón með gerð og eftirfylgni
fjárhagsáætlana, starfs- og
framkvæmdaáætlana sem undir sviðið heyra
• Framkvæmd verkefna í samræmi við
samþykktir sveitarstjórnar hverju sinni
• Undirbúningur og framkvæmd stefnumótunar
og áætlanagerðar
• Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og
reglugerða sem gilda hverju sinni og heyra
undir sviðið
• Samskipti við opinberar stofnanir, íbúa
sveitarfélagsins og aðra þá sem tengjast
verkefnum sviðsins
• Önnur verkefni sem undir sviðið heyra hverju
sinni
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi er
skilyrði
• Þekking á lögum og reglugerðum í þeim
málaflokkum sem heyra undir sviðið er skilyrði
• Haldbær reynsla af stjórnun og opinberri
stjórnsýslu í málaflokkum sviðsins
• Reynsla af stefnumótun, verkefnastjórnun og
áætlanagerð
• Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í
ræðu og riti
• Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í
vinnubrögðum
• Góð samskiptahæfni
Undir fjölskyldusvið heyra
félagsþjónusta, málefni aldraðra,
málefni fatlaðra, æskulýðsmál,
forvarnarmál, leik-, grunn- og
tónlistarskóli og íþrótta- og
tómstundamál. Markmið sviðsins
er meðal annars að stuðla að
barnvænu, heilsueflandi og
valdeflandi samfélagi.
Umsóknarfrestur er til 14. júlí nk.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir óskast fylltar út
á hagvangur.is
Störf kennslustjóra og alþjóðafulltrúa
við Háskólann á Bifröst
Kennslustjóri
Leitað er að einstaklingi með skipulags- og stjórnunarhæfileika, reynslu á sviði skólamála og
metnað og áhuga á að taka virkan þátt í frekari uppbyggingu og þróun fjarnáms Háskólans á
Bifröst.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
•Stjórnun kennslu- og þjónustusviðs skólans.
•Ábyrgð á kennslu- og prófakerfum og þátttaka í þróun stafrænnar þjónustu.
•Ábyrgð á skipulagi, mati á námi, innritun, prófum og brautskráningu nema.
•Ábyrgð á tölfræðilegum upplýsingum.
•Þróun á sviði kennslumála, námskrár, kennslufyrirkomulags ofl.
•Ábyrgð á birtingu námskeiðslýsinga og námskráa í samráði við deildarforseta.
•Ábyrgð á upplýsingastreymi til kennara og nema um skipulagsmál.
•Skipulagning fræðslu fyrir kennara í samvinnu við deildarforseta.
•Þátttaka í nefndarstarfi utan og innan skólans eftir atvikum.
•Samstarf og samráð við aðra stjórnendur skólans varðandi kennslumál.
•Kennslustjóri situr í framkvæmdastjórn skólans og háskólaráði.
Hæfniskröfur:
•Meistaragráða sem nýtist í starfi.
•Þekking á skólaumhverfi, kennslukerfum, uppbyggingu og þróun náms.
•Reynsla af umsjón og skipulagsmálum í skólastarfi.
•Reynsla af stjórnun, skipulagsmálum og/eða kennslu á háskólastigi er kostur.
•Færni í greiningu og túlkun tölfræðilegra gagna.
•Leiðtoga- og stjórnunarfærni.
•Skipulagshæfileikar.
•Samskipta- og samráðsfærni.
•Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti.
Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af útskriftarskírteinum
og kynningarbréf þar sem kemur fram m.a. lýsing á hugmyndum umsækjanda um hlutverk
kennslustjóra á háskólastigi, hugmyndafræði í kennslumálum og stjórnun og teymisvinnu
starfsfólks. Starfsstöð er á Bifröst.
Auglýst eru tvö laus störf við Háskólann á Bifröst, starf kennslustjóra og starf alþjóðafulltrúa. Háskólinn á Bifröst er
framsækinn háskóli sem hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár.
Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2020
Alþjóðafulltrúi
Leitað er að einstaklingi með þekkingu, metnað og reynslu á sviði alþjóðlegra samskipta og áhuga
á virkri þátttöku í frekari uppbyggingu og þróun alþjóðlegra tengsla og skiptináms við Háskólann á
Bifröst.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
•Verkefnastjórn alþjóðlega sumarskólans og náms fyrir erlenda nema.
•Markaðssetning og kynning á námsframboði.
•Þjónusta við erlenda nema skólans.
•Umsjón með skiptinemum.
•Samskipti við erlenda samstarfsskóla.
•Móttaka erlendra skiptikennara og aðstoð við heimakennara.
•Umsóknir í evrópskar starfsáætlanir.
•Þátttaka í erlendum tengslanetum.
•Önnur þróunarverkefni og tilfallandi verkefni á alþjóðasviði.
•Virkt samráð við markaðssvið, kennslusvið og deildarforseta.
Hæfniskröfur:
•Háskólapróf sem nýtist í starfi.
•Reynsla af alþjóðasamskiptum er æskileg.
•Reynsla úr skólastarfi er æskileg.
•Skipulagshæfileikar.
•Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
•Þjónustulipurð og jákvæðni í samskiptum.
•Menningarlæsi.
•Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.
Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af útskriftarskírteinum, ásamt
kynningarbréfi þar sem lýst er reynslu er nýtist í starfi alþjóðafulltrúa. Starfsstöð er á Bifröst.
Nánari upplýsingar: Arney Einarsdóttir, dósent og mannauðsstjóri,
mannaudsstjori@bifrost.is eða í síma 433-3004.
Umsóknir sendist á mannaudssstjori@bifrost.is.