Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 42
Borgarbyggð auglýsir starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í lifandi umhverfi. Viðkomandi verður einn af þremur sviðsstjórum sem heyra beint undir sveitarstjóra í skipuriti Borgarbyggðar. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir, stefnumörkun og samþykktir sveitarstjórnar, fjárhagsáætlun og greiðsluáætlanir á hverjum tíma. STAÐA SVIÐSSTJÓRA FJÖLSKYLDUSVIÐS Í BORGARBYGGÐ Starfssvið: • Umsjón með gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana, starfs- og framkvæmdaáætlana sem undir sviðið heyra • Framkvæmd verkefna í samræmi við samþykktir sveitarstjórnar hverju sinni • Undirbúningur og framkvæmd stefnumótunar og áætlanagerðar • Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem gilda hverju sinni og heyra undir sviðið • Samskipti við opinberar stofnanir, íbúa sveitarfélagsins og aðra þá sem tengjast verkefnum sviðsins • Önnur verkefni sem undir sviðið heyra hverju sinni Menntunar og hæfniskröfur: • Háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi er skilyrði • Þekking á lögum og reglugerðum í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið er skilyrði • Haldbær reynsla af stjórnun og opinberri stjórnsýslu í málaflokkum sviðsins • Reynsla af stefnumótun, verkefnastjórnun og áætlanagerð • Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð samskiptahæfni Undir fjölskyldusvið heyra félagsþjónusta, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, æskulýðsmál, forvarnarmál, leik-, grunn- og tónlistarskóli og íþrótta- og tómstundamál. Markmið sviðsins er meðal annars að stuðla að barnvænu, heilsueflandi og valdeflandi samfélagi. Umsóknarfrestur er til 14. júlí nk. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Störf kennslustjóra og alþjóðafulltrúa við Háskólann á Bifröst Kennslustjóri Leitað er að einstaklingi með skipulags- og stjórnunarhæfileika, reynslu á sviði skólamála og metnað og áhuga á að taka virkan þátt í frekari uppbyggingu og þróun fjarnáms Háskólans á Bifröst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: •Stjórnun kennslu- og þjónustusviðs skólans. •Ábyrgð á kennslu- og prófakerfum og þátttaka í þróun stafrænnar þjónustu. •Ábyrgð á skipulagi, mati á námi, innritun, prófum og brautskráningu nema. •Ábyrgð á tölfræðilegum upplýsingum. •Þróun á sviði kennslumála, námskrár, kennslufyrirkomulags ofl. •Ábyrgð á birtingu námskeiðslýsinga og námskráa í samráði við deildarforseta. •Ábyrgð á upplýsingastreymi til kennara og nema um skipulagsmál. •Skipulagning fræðslu fyrir kennara í samvinnu við deildarforseta. •Þátttaka í nefndarstarfi utan og innan skólans eftir atvikum. •Samstarf og samráð við aðra stjórnendur skólans varðandi kennslumál. •Kennslustjóri situr í framkvæmdastjórn skólans og háskólaráði. Hæfniskröfur: •Meistaragráða sem nýtist í starfi. •Þekking á skólaumhverfi, kennslukerfum, uppbyggingu og þróun náms. •Reynsla af umsjón og skipulagsmálum í skólastarfi. •Reynsla af stjórnun, skipulagsmálum og/eða kennslu á háskólastigi er kostur. •Færni í greiningu og túlkun tölfræðilegra gagna. •Leiðtoga- og stjórnunarfærni. •Skipulagshæfileikar. •Samskipta- og samráðsfærni. •Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti. Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af útskriftarskírteinum og kynningarbréf þar sem kemur fram m.a. lýsing á hugmyndum umsækjanda um hlutverk kennslustjóra á háskólastigi, hugmyndafræði í kennslumálum og stjórnun og teymisvinnu starfsfólks. Starfsstöð er á Bifröst. Auglýst eru tvö laus störf við Háskólann á Bifröst, starf kennslustjóra og starf alþjóðafulltrúa. Háskólinn á Bifröst er framsækinn háskóli sem hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár. Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2020 Alþjóðafulltrúi Leitað er að einstaklingi með þekkingu, metnað og reynslu á sviði alþjóðlegra samskipta og áhuga á virkri þátttöku í frekari uppbyggingu og þróun alþjóðlegra tengsla og skiptináms við Háskólann á Bifröst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: •Verkefnastjórn alþjóðlega sumarskólans og náms fyrir erlenda nema. •Markaðssetning og kynning á námsframboði. •Þjónusta við erlenda nema skólans. •Umsjón með skiptinemum. •Samskipti við erlenda samstarfsskóla. •Móttaka erlendra skiptikennara og aðstoð við heimakennara. •Umsóknir í evrópskar starfsáætlanir. •Þátttaka í erlendum tengslanetum. •Önnur þróunarverkefni og tilfallandi verkefni á alþjóðasviði. •Virkt samráð við markaðssvið, kennslusvið og deildarforseta. Hæfniskröfur: •Háskólapróf sem nýtist í starfi. •Reynsla af alþjóðasamskiptum er æskileg. •Reynsla úr skólastarfi er æskileg. •Skipulagshæfileikar. •Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. •Þjónustulipurð og jákvæðni í samskiptum. •Menningarlæsi. •Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti. Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af útskriftarskírteinum, ásamt kynningarbréfi þar sem lýst er reynslu er nýtist í starfi alþjóðafulltrúa. Starfsstöð er á Bifröst. Nánari upplýsingar: Arney Einarsdóttir, dósent og mannauðsstjóri, mannaudsstjori@bifrost.is eða í síma 433-3004. Umsóknir sendist á mannaudssstjori@bifrost.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.