Fréttablaðið - 27.06.2020, Side 51

Fréttablaðið - 27.06.2020, Side 51
21240 MARKAÐSKÖNNUN FYRIR FRAMKVÆMDASÝSLUNA FRAMKVÆMDASÝSLAN ÓSKAR EFTIR UPPLÝSINGUM UM MÖGULEGAR LÓÐIR, STAÐSETNINGAR, HÚSNÆÐI OG TÆKIFÆRUM Á SAMSTARFI Á MARKAÐI Áform eru um að leita eftir eða útvega sérhæft húsnæði fyrir löggæslu og viðbragðsaðila á höfuðborgasvæðinu. Löggæslu og viðbragðsaðilar: Ríkislögreglustjóri, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (öll starfsemin á Hverfisgötu og hluti af Vínlandsleið), Tollgæslan, Landhelgisgæsla (ekki flugdeildin á RVK flugvelli), Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgasvæðisins (annað en slökkvistöðvar). Stefnt er að því að staðsetja löggæslu og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu á einn stað til að auka samstarf þeirra á milli með samnýt- ingu og hagræðingu í húsnæðismálum. Samkvæmt þarfagreiningu á sameiginlegu húsnæði er áætluð þörf um 26.000 m². Áætlað er að þurfi um 30.000 m² lóð undir mannvirki, bílastæði og útisvæði. Markmiðið er að kanna framboð á lóðum sem uppfyllt geta þarfir verkefnisins. Upplýsingarnar verða m.a. notaðar vegna frekari undirbún- ings á uppbyggingu fyrir starfsemina á hentugri lóð. Áætlað er að fara í útboð síðar á árinu 2020. Kröfur til viðkomandi lóðar: 1) Lóðin verður að liggja miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. 2) Staðsetning gefi sem stystan viðbragðstíma frá Alþingisreit. 3) Útakstur af lóð sé aðgengilegur inn á stofnbrautir og nokkrar leiðir séu af lóðinni. 4) Nálægð við almenningssamgöngur (borgarlínu), göngu- og hjólaleiðir. Um þessa markaðskönnun gilda lög um opinber innkaup 120/2016 nánar tiltekið 45 gr. Auglýst er eftir þátttöku frá aðilum sem hafa áhuga á að koma á framfæri mögulegum lóðum/húsnæði/samstarfi. Upplýsingar sem óskað er eftir: a) Nafn fyrirtækisins/aðila og kennitala. b) Staðsetning og stærð lóðar, og ef við á byggingar. c) Lóðarblað, er sýni aðkomu að lóð og ef við á byggingu. d) Gildandi deiliskipulag lóðar svæðis, þ.e. lóðar og aðlægra lóða. e) Þarf að fara í breytingar á núverandi deiliskipulagi/aðalskipulagi til að uppfylla notkun lóðar? f) Mögulegur afhendingartími lóðar. g) Er nýtingarhæft húsnæði á viðkomandi lóð og hver er stærð þess? h) Vill aðili koma með tillögur að útfærslu á lóð, uppbyggingu og nýtingu? i) Vill aðili koma einhverjum ráðum eða athugasemdum á framfæri, sem kynnu að nýtast við undirbúning? Nánari upplýsingar eru aðgengilegar í rafræna kerfinu TendSign á vefslóðinni https://tendsign.is/. Þess er óskað að svör berist Ríkiskaupum eigi síðar en 14.08.2020 í gegnum TendSign. Kynningarfundur verður haldin fimmtudaginn 2. júlí í fundarsal við Skúlagötu 4 (Sjávarútvegshúsið) kl. 14:00 og einnig í gegnum fjarfundarkerfi Microsoft TEAMS, sem jafnfram verður tekinn upp og gerður aðgengilegur sem viðhengi. Skráning þátttakenda er í gegnum netfangið fsr@fsr.is. Fyrirspurnarfrestur er til 05.08.2020 Borgartúni 7c, 105 Reykjavík | Sími 530 1400 | www.rikiskaup.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.