Fréttablaðið - 27.06.2020, Page 72

Fréttablaðið - 27.06.2020, Page 72
Salka segist ótrúlega sátt við nýja bílinn, en það eru um tvær vikur síðan hún fékk hann afhentan. „Ég hef verið í góðu samstarfi við Öskju síðustu þrjú ár, en áður var ég á Kia e-Soul. Ég hélt að með Kia e-Soul væri búið að toppa bílatæknina, en það er enn hægt að finna meira upp og það sést greinilega á Kia XCeed sem er enn að koma mér á óvart,“ segir Salka. Það gerir ferðalagið svo miklu betra og skemmtilegra að ferðast á vel útbúnum og öruggum bíl. „Það er hátt undir lægsta punktinum sem gerir það að verkum að útsýnið er frábært. Manni líður eins og maður sé í hálfgerðum jeppa og finnur aukið öryggi á vegum úti. Topplúgan hleypir inn fallegri birtu í bílinn og það er geggjað að opna hana á fallegum sumar- kvöldum. Mér líður bara eins og ég sé stjarna í Hollywood, með svört sólgleraugu og blaktandi slæðu.“ Þarf ekki að muna eftir hleðslutækinu „Leiðsögutækið er þægilegt í notkun. Svo er þráðlaus síma- hleðsla í bílnum á milli sætanna, sem er alger snilld fyrir konu eins og mig, sem er alltaf að gleyma hleðslutækinu. Ég þarf aldrei að taka upp bíllykilinn því bíllinn svarar lyklinum innan ákveðins radíuss. Svo er bara takki á hurð- inni til að læsa og aflæsa. Bíllinn er búinn flottu símkerfi og svo er takki í stýrinu til að svara, svo það er enginn vandi að eiga mikilvæg símtöl alveg handfrjálst. Eftir að ég eignaðist barn þá tek ég svo vel eftir því hvað það er gott að geta stýrt hljóðinu í bílnum. Þá hlusta börnin í aftursætinu á Kardi- mommubæinn á meðan fullorðna fólkið spjallar saman í framsætinu, og það er engin truflun.“ Rúmgóður fjölskyldubíll Kia XCeed er rúmgóður og skemmtilegur fjölskyldubíll. „Það er alveg nýtt fyrir okkur að ferðast sem fjölskylda og við trúðum því eiginlega ekki fyrst hversu mikill farangur fylgir svo litlu barni. En Hélt það væri búið að toppa tæknina Söngkonan ástsæla, Salka Sól, birti á dögunum mynd af sér á Instagram með sólgulum Kia XCeed bíl. Henni kom það skemmtilega á óvart hvað bíllinn var vel útbúinn nýrri og flottri tækni. Salka Sól er hæstánægð með nýja bílinn og getur ekki beðið eftir því að ferðast um Ísland í sumar. Það á ekki eftir að fara fram hjá neinum þegar Salka fer úr bænum. það kemst alveg ótrúlega mikið fyrir í nýja bílnum. Þegar við ferðumst þá er ekkert mál að koma öllum farangri fyrir, öllu barna- dótinu og svo kemst golfsettið líka með. Og það er enn pláss. Þetta kemur sér vel í næstu sumar- bústaðaferð, en það er golfvöllur í nágrenninu sem karlinn ætlar að nýta sér.“ Syngur sæl í Kia XCeed Stór hluti af vinnudegi Sölku Sólar fer fram í bílnum í akstri á milli staða. „Ég nota bílferðir mjög mikið til að hlusta, syngja og læra ný lög fyrir brúðkaup og veislur. Það er geggjað Bluetooth-kerfi í Kia XCeed og frábærar græjur. Það bólar lítið á útihátíðunum sem er ein helsta tekjulind tón- listarmanna á sumrin. „Ég er að spila í veislum og brúðkaupum úti á landi í sumar, en ákvað líka að nýta þessa skrítnu tíma til að taka mér gott og kærkomið frí til að ferðast svolítið innanlands. Ég er virkilega spennt fyrir því að kíkja á Flúðir, í sumarbústað og á Norðurland að heimsækja tengdaforeldrana. Svo er aldrei að vita nema maður skelli sér austurleiðina til baka til borgarinnar. Það eru svo margir fallegir staðir á þeirri leið og það verður alveg ný upplifun að ferðast á þessum flotta bíl frá Öskju.“ KÓPASKER [870] 36 km ÍSLAND 18 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RÍSLAND KOMDU MEÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.