Fréttablaðið - 27.06.2020, Síða 76

Fréttablaðið - 27.06.2020, Síða 76
 Nanogen hefur sérhæft sig í að þróa vörur sem örva hárvöxt og hjálpa okkur að halda hárinu heilbrigðu og fallegu. Hárumhirðan sem við temjum okkur skiptir miklu máli. Hvernig hárið er þurrkað og greitt, hvort hitamót­ unartæki séu notuð og hvort við litum á okkur hárið. Nanogen hefur sérhæft sig í að þróa vörur sem örva hárvöxt og hjálpa okkur að halda hárinu heil­ brigðu og fallegu. Nanogen býður einnig upp á einstaka vöru sem lætur hárið virðast þykkara sam­ stundis og hjálpar okkur þannig að líða betur meðan hárið er að vaxa. Þessi sérstaka vara kallast Nanogen Hair Thickening Fibres, en innihaldið er keratín trefjar sem stráð er yfir það svæði þar sem hárið er farið að þynnast. Trefjarnar bindast við hvert hár, svo það virðist þykkara en það er í raun. Nanogen trefjarnar koma í nokkrum litum og hægt er að blanda saman tveimur litum, til þess að finna réttan tón fyrir hvern og einn. Þegar trefjarnar eru komnar í hárið, er mælt með að úða Nano­ gen Fibre Locking Spray yfir hárið, til þess að festa trefjarnar betur og þú getur farið út í rigningu og rok án þess að trefjarnar skolist til. Trefjarnar fara annars úr við almennan hárþvott. Ef þú ert að berjast við skalla­ bletti eða mikið hárlos og langar að kynna þér Nanogen hártrefj­ arn ar betur, getur þú fengið ráðgjöf og prófað þær í verslun Beautybox.is, Langholtsvegi 126. Nanogen vörurnar fást einnig í apótekum. Þykkara hár með Nanogen Hárlos getur hent okkur öll og or- sökin er ekki alltaf þekkt en algengt er að hármissi megi rekja til veikinda, mikils álags, vandamála með skjald- kirtil, lyfjameðferða og barnsburðar. Á þessum myndum sést hvernig hægt er að hylja mikið hárlos, en hér hefur Nanogen hártrefjunum verið stráð í hár ungrar konu sem glímir við hárlos í kollvikum eftir meðgöngu. Eftir að trefjunum hefur verið stráð í hárið virkar það strax þykkara og heilbrigðara. MYNDIR: INGUNN SIG./BEAUTYBOX.IS Nanogen hártrefjarnar láta hárið virðast þykkara á nokkrum sekúndum. Nanogen er hárvörulína sem örvar hárvöxt og hentar báðum kynjum. Eftir meðferð Ein af áskorunum skáta er að sofa tíu nætur í tjaldi yfir sumarið en þær þurfa ekki að vera allar í röð. MYND/GETTY Til að taka þátt þarf að sam­þykkja áskorun, taka mynd og setja á samfélagsmiðla með myllumerkjunum #flakkogflandur og #skátarnir. Áskoranirnar eru miserfiðar og miserfitt að ná fullkláruðu verkefni á mynd, en finna má eitt­ hvað fyrir alla. Skátarnir treysta því að allir sýni heiðarleika við að klára einstakar áskoranir og senda þær inn. Allir sem klára að minnta kosti fimm áskoranir fá þátttöku­ verðlaun og þau sem klára þær allar fá sérstaka viðurkenningu, en munum að skátar eru heiðarlegir. Gakktu á fimm fjöll Á landinu eru ótal fjöll sem gaman er að klífa. Skemmtilegast er að fara á fjöll sem þú hefur ekki klifið áður, fara nýja leið upp fjall sem þú þekkir vel eða reyna að bæta tím­ ann frá því þú gekkst á það síðast. Klifur verður sífellt vinsælla enda góð og spennandi líkamsrækt. Til að ljúka áskoruninni þarf að klifra samtals 50 metra og læra að þræða áttuhnút. Gott er að skoða klifur.is til að finna upplýsingar um klifur­ leiðir á víð og dreif um Ísland og hægt er að klifra inni á Klifurloft­ inu, Smiðjuloftinu og Klifurfelli. Plokkaðu rusl Fylltu heilan svartan ruslapoka af rusli úr umhverfinu, til dæmis í hverfinu þínu eða úti á landi í sumar. Til dæmis er hægt að skella í eitt Tiktok af sér að plokka rusl. Ferðast 200 km á eigin vegum Það má hjóla, synda, ganga, hlaupa, róa og fleira til að ná þessum kíló­ metrum, en ekki má nota tæki knúin annarri orku en þinni eigin. Tíu nætur í tjaldi Sofa þarf samtals tíu nætur í tjaldi, en þær þurfa ekki endilega að vera allar í röð. Sofðu undir berum himni Fátt er betra en að sofna undir stjörnunum eða miðnætursólinni og anda að sér fersku lofti alla nóttina, þegar ekki rignir. Skorað á flakk og flandur Sumarið í ár er útivistar – og ferðasumarið mikla. Af því tilefni setti Ungmennaráð Bandalags íslenskra skáta saman áskorun fyrir rekka- og róverskáta, en öllum er velkomið að taka þátt. Syntu í sjónum Á heitum degi er fátt meira hress­ andi en að skella sér í kaldan sjóinn og synda smá. Ráðleggingar fyrir byrjendur í sjósundi eru á nautholsvik.is. Eldamennska í náttúrunni Til að klára þessa áskorun þarf að elda minnst þriggja rétta máltíð úti í náttúrunni og þarf máltíðin að innihalda minnst tvö hráefni sem finnast þar. Gætið fyllstu varúðar með opinn eld úti og í kringum fólk og passið að það megi örugglega borða það sem þið notið til átu úr náttúrunni. Prófaðu nýja íþrótt Margir æfa íþrótt en eiga eftir að prófa aðrar. Uppástungur um íþróttir eru til dæmis sjálfsvörn, CrossFit, fótbolti, handbolti, körfubolti, dans (tiktok), blak, lyftingar, kajak, ruðningur, bad­ minton, borðtennis, spretthlaup, golf, hjólaskautar, hjólabretti og keila. Syntu í stöðuvatni Tilvalið er að taka sundsprett í stöðuvatni til að hressa sig við, en gætið varúðar og þess að allir séu syndir. Sigldu bát eða fleka Það er alltaf gaman að skella sér út á vatn og blotna smá. Hægt er að kíkja á bátaleiguna á Úlf ljótsvatni eða byggja sér f leka. Passið bara að allir séu vel syndir áður en f lekanum er siglt á vatni. Heimild: skatar.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.