Fréttablaðið - 27.06.2020, Side 80
ÉG ER SKRÍTNA, FINNSKA
STELPAN, EÐA SKRÍTNA,
ÍSLENSKA STELPAN.Ferill Elínar hefur aðal-lega verið í Finnlandi og hefur hún leikið á sænsk u , f innsk u , íslensku og ensku, en sjálf segist hún líta á sig
sem bæði Finna og Íslending.
„Ég f lutti ásamt foreldrum
mínum til Helsinki þegar ég var
eins árs. Þau skildu fljótlega og við
móðir mín bjuggum á ýmsum stöð-
um í Finnlandi. Hún kynntist svo
stjúpföður mínum Peter, sænsku-
mælandi Finna, og upp frá því var
alltaf töluð sænska á heimilinu,“
segir Elín, sem segist líklega vígust
á sænskuna, en hún talar jafnframt
ensku, íslensku og finnsku og segir
styrk sinn í hverri tungu vera ein-
mitt í þessari röð.
„Ég tilheyrði sænskumælandi
minnihlutahópnum í Finnlandi,
þar sem ég talaði sænsku í leikskóla
og skóla, en lærði auk þess finnsku.
Ég dvaldi svo hjá móðurömmu
minni og -afa á sumrin hér á Íslandi
og þá var töluð íslenska.“
Ætlaði alls ekki að verða leikari
Elín þvertekur fyrir að hafa gengið
með leikaradrauminn í maganum
lengi. „Ég ætlaði alls ekki að verða
leikari. Faðir minn, Borgar Garðars-
son, er leikari og stjúppabbi minn
heitinn, Peter Snickars, var það
líka. Móðir mín, Gréta Þórsdóttir,
lærði svo og starfaði við búninga-
og sviðsmyndahönnun. Ég er því
mikið alin upp í leikhúsinu og á
heimilinu var varla talað um annað.
Þetta var eiginlega of mikið,“ segir
Elín, sem viðurkennir að hafa einnig
verið í ákveðinni uppreisn og þann-
ig reynt mikið að verða eitthvað
annað. „Mig dreymdi um að verða
arkitekt, eða jafnvel lögfræðingur,
þó ég geri mér grein fyrir því að það
hefði aldrei hentað mér.
Pabbi minn, Peter, fann lýðhá-
skóla í Danmörku sem sérhæfði sig
í kvikmyndanámi. Hann var stað-
ráðinn í að kvikmyndaleikstjórn
myndi henta mér og hvatti mig
til að prófa það, sem ég og gerði. Í
skólanum voru svo nemendur sem
vissu miklu meira um kvikmynda-
list en ég, svo ég endaði oftast fyrir
framan myndavélina frekar en fyrir
aftan hana.“ Elín fann þarna að leik-
listin átti við hana og fór í framhaldi
í annan lýðháskóla í leiklist, og í
beinu framhaldi í leiklistarnám, við
Stella Adler-skólann í New York. Þar
fékk hún diplóma eftir tveggja ára
nám og lauk síðar mastersnámi í
faginu í Finnlandi.
Ákváðu að flytja til Íslands
Í New York kynntist Elín eigin-
manni sínum, Marc, stuttu eftir
útskrift.
„Hann er arkitekt svo þó ég hafi
ekki farið í arkitektanám þá fékk ég
arkitekt inn á heimilið og nú veit ég
fyrir víst að það hefði verið algjör
katastrófa ef ég hefði ákveðið að
leggja það fyrir mig. Ég sé það núna
mjög skýrt að ég hef ekki þetta auga
fyrir smáatriðum sem þarf og hann
hefur,“ segir Elín og hlær. „Stærð-
fræðin er heldur ekki mín sterka
hlið, svo ég væri líklega alltaf að
drepa fólk með röngum útreikn-
ingum í húsbyggingum.“
Elín og Marc bjuggu í New York í
nokkur ár, eða þar til þau ákváðu
fyrir tæpum tveimur áratugum að
flytja til Íslands. „Hann rekur stofu
í New York og vinnur annaðhvort
héðan eða er nokkrar vikur hvers
mánaðar í New York. Það var margt
sem spilaði inn í þá ákvörðun.
Við sáum að með því að búa hér
gæti ég auðveldlega farið í nám og
unnið í Finnlandi, og héðan er ekk-
ert svo langt til New York heldur.
Við komumst að því að ef hann
vinnur hér heima, þá eru þetta tíu
klukkustundir samfleytt í f lug einu
sinni til tvisvar í mánuði, en ef við
búum í New York tekur það alla
vega klukkutíma daglega að komast
í vinnuna.“
Börn velkomin, en komu ekki
Elín segir fjarbúðina mun auðveld-
ari í dag en á árum áður. „Við settum
strax regluna að ef við erum ekki á
sama stað, þá tölum við saman í
síma daglega og förum yfir hvers-
dagsleg atriði. Við segjum hvort
öðru hvort við séum búin að setja
í vél og svo framvegis, til að halda
hversdagslegri tengingu.
Í dag er fjarbúð orðin mun auð-
veldari með aukinni tækni og að
mörgu leyti er hún góð fyrir sam-
bandið. Við eigum ekki börn, ef við
ættum börn væri þetta allt annað og
maður þyrfti að vera meira til stað-
ar. Börnin voru alltaf velkomin ef
þau myndu koma, en þau komu ekki
og við gerðum ekkert í því. Það er
fullt af góðum foreldrum í þessum
heimi sem gera góða hluti á hverjum
degi og við þurftum kannski ekki
að bætast við í þann hóp. Það koma
alveg dagar sem maður saknar þess
að eiga ekki börn.
Við börnin hennar mömmu erum
fjögur og það var bara nú í febrúar
að fyrsta barnabarnið fæddist,
þegar systir mín, sem er 37 ára, eign-
aðist frumburðinn. Þetta er kannski
óvanalegt en þetta barn er klárlega
snillingur í huga okkar allra,“ segir
Elín og samsinnir því að allar líkur
séu á að það verði örlítið dekrað.
Elín segir það hafa átt stóran hlut
í þeirri ákvörðun að f lytja hingað,
að móðuramma hennar og -afi voru
komin á aldur og hana langaði að
vera nærri þeim. „Án þess að virka
of fílósófísk, þá reyni ég að hugsa
ákvarðanir mínar þannig að ég
verði sátt við þær eftir tíu ár. Með
því að f lytja heim fékk ég mikinn
tíma með þeim síðustu árin þeirra
og það var rosaleg gjöf fyrir mig.“
Erfiðara að hugsa á íslensku
Elín hefur aðallega unnið í Finnlandi
undanfarin ár, þar sem hún hefur
bæði leikið á sviði, í sjónvarpsþátt-
um og kvikmyndum. „Ég hef leikið
bæði á sænsku og finnsku, ég á svo-
lítið erfitt með að hugsa á íslensku,
og í svona leiklistarheimi eins og er
hér, þá er mikilvægt að þekkja fólk.
Sjálf hef ég átt erfitt með að trana
mér fram,“ segir Elín og hlær þegar
hún er spurð hvort það standi henni
ekki fyrir þrifum í hennar starfi.
„Ég á svolítið erfitt með að banka
upp á og segja: „Hæ, ég er komin!“
Þetta fyrsta skref getur tekið á. Ég er
skrítna, finnska stelpan, eða skrítna,
íslenska stelpan,“ segir hún og brosir.
Talandi um það, hvernig ætli Elín
líti á sig með tilliti til þjóðernis?
„Ég er bara bæði íslensk og finnsk,
finnst mér. Sem mér finnst æðisleg
gjöf og núna er það mikið eðli-
legra en þegar ég var lítil og maður
talinn stórfurðulegur, ef maður gat
ekki skilgreint sig sem eitthvað eitt.
Maður er alls staðar útlendingur,
en það er ein stærsta ástæðan fyrir
því að ég elska New York, það er eini
staðurinn þar sem maður er alveg
heima hjá sér. Þar er maður aldrei
útlendingur.“
Elín og Marc eiga íbúð í New York
og eins og fyrr segir starfar hann
mikið þar og Elín fylgir honum oft.
„Planið var að vera þar í vetur, en
eftir að COVID skall á breyttust öll
plön. En maður getur ekki verið
annað en feginn að vera hér.“
Elín segist hafa haft nóg að gera
undanfarin ár, þó hún segi að lík-
lega hefði hún fengið fleiri verkefni
ef hún hefði verið búsett í Finnlandi.
„Það var okkar val að setjast að hér
og ég vissi alveg að ég þyrfti þá að
hafa meira fyrir að fá verkefni.“
Hélt hún hyrfi í bunkanum
Elín fer, eins og fyrr segir, með hlut-
verk móður leikkonunnar Rachel
McAdams – sem er líklega hvað
frægust fyrir hlutverk sitt í róman-
tísku kvikmyndinni Notebook – í
kvikmyndinni The Story of Fire and
Saga, sem fór í sýningar á Netflix í
gær, föstudag. Kvikmyndin er skrif-
uð og framleidd af grínleikaranum
vinsæla Will Ferrell og fer hann jafn-
framt með annað aðalhlutverkanna,
en Rachel hitt.
„Ég fylgist með alþjóðlegum
síðum þar sem leitað er að leikurum
í ákveðin verkefni. Á einni þeirra sá
ég auglýst eftir íslenskri konu í þessa
kvikmynd og sendi inn upplýsingar
um mig, en hugsaði ekki mikið
meira um það. Ég var svo beðin um
að senda upptöku af mér, en mér
fannst þetta svo stórt og mikið verk-
efni að ég hélt ég myndi hverfa í ein-
hverjum bunka.“
Leikkona án
landamæra
Elín Petersdóttir fer með hlutverk móður
aðalleikkonunnar Rachel McAdams, í Euro-
vision-kvikmynd Wills Ferrell, Eurovision:
The Story of Fire and Saga, sem margir
hafa beðið spenntir eftir að komi á Netflix.
Elín var aðeins eins árs gömul þegar hún flutti til Finnlands, en fyrir tveimur áratugum ákvað hún að flytja til Ís-
lands og hér býr hún enn. Hún vinnur mest í Finnlandi og eiginmaður hennar í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Elín í hlutverki sínu sem móðir Rachel McAdams, en hún segir leikstjórann,
David Dobkin, hafa haft orð á því hversu líkar þær væru. MYND/NETFLIX
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð