Fréttablaðið - 30.07.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 30.07.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 6 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 3 0 . J Ú L Í 2 0 2 0 FJÁRMÁL Hlutdeild lífeyrissjóða í nýjum húsnæðislánum hefur hrunið frá byrjun árs í takt við stóraukna eftirspurn eftir óverð- tryggðum lánum. „Ef tölurnar fyrir útlán bankanna í júní eru réttar gæti hann orðið fyrsti mánuðurinn í langan tíma þar sem það eru meiri uppgreiðslur en útlán hjá lífeyris- sjóðunum,“ segir Ólafur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Birtu líf- eyrissjóðs. Nettó ný útlán lífeyrissjóða til heimila námu einungis 918 millj- ónum króna í maí samanborið við 27,5 milljarða útlán bankanna í júní. Tölurnar fyrir útlán lífeyris- sjóða í júní hafa ekki verið birtar en umsvif bankanna gefa til kynna að töluverður samdráttur sé hjá mörgum sjóðum. Harpa Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segist hafa merkt tölu- verðar uppgreiðslur sjóðsfélaga á allra síðustu mánuðum. Bankarnir hafi lækkað vexti meira en lífeyris- sjóðirnir. „Án þess að hafa séð bækur bank- anna er mín ágiskun sú að þeir eigi erfiðara með að koma peningum í vinnu því samdráttur í hagkerfinu gerir það að verkum að þeir lána ekki eins mikið til fyrirtækja en vextir á húsnæðislánum eru lækk- aðir til að lána meira til heimil- anna,“ segir Harpa. Ný óverðtryggð húsnæðislán banka til heimila, að frádregnum uppgreiðslum, hafa á síðustu þremur mánuðum numið samtals 146 milljörðum króna samkvæmt gögnum Seðlabanka Íslands. Á sama tímabili hafa ný verðtryggð lán verið nettó neikvæð um 5,8 milljarða. Þá hefur hlutfall óverð- tryggðra lána af húsnæðislánasafni bankanna hækkað úr 38 prósentum upp í 43 prósent frá byrjun árs. „Vægi verðtryggingarinnar verð- ur ekki neitt ef þetta heldur svona áfram. Þó að vextir hækki lítillega í framtíðinni held ég að heimilin muni áfram sækja í óverðtryggð lán,“ segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Við- skiptaráðs og bætir við að allar for- sendur séu fyrir því að vaxtastig verði lágt til lengri tíma litið. „Ef lágvaxtaumhverfið verður varan- legt deyr verðtryggingin drottni sínum.“ – þfh / sjá síðu 8 Sópa til sín húsnæðislánum Júní gæti orðið fyrsti mánuðurinn í langan tíma þar sem uppgreiðslur eru meiri en ný útlán lífeyrissjóða. Hafa tapað mikilli hlutdeild til bankanna á skömmum tíma. Mikil ásókn er í óverðtryggð lán bankanna. Hlutfall óverðtryggðra lána af húsnæðislánasafni bankanna hefur hækkað úr 38 prósentum upp í 43 prósent frá byrjun árs. ú t s a l a 27.07 – 16.08 sjáðu öll tilboðin á elko.is Þessir glæsilegu reiðskjótar á Fjallabaksleið nyrðri tilheyra hópi hestamanna sem áðu í Hólaskjóli í fyrrinótt áður en leið þeirra lá áfram að Landmannalaugum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK LÍFIÐ Ólafur Arnalds hlaut sína fyrstu Emmy-tilnefningu fyrr í vikunni fyrir titillagið í bandarísku sjónvarpsþáttunum Defending Jacob. Ólafur, sem lá veikur heima er hann frétti af tilnefningunni, seg- ist vanalega rólegur yfir slíku. Þetta sé engu að síður skemmtilegt, sér- staklega ef um stór verðlaun sé að ræða. Fr á þv í að COVID-19 far- aldurinn braust út hefur hann unnið í nýrri t ó n l i s t s e m e r væntan- leg bráð- lega. – fbl / Sjá síðu 38 Veikur heima er tilnefning barst

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.