Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2020, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 30.07.2020, Qupperneq 34
Tónlistarhátíðin Berja­dagar hefst í dag, fimmtudaginn 30. júlí kl. 20.00, og stendur til sunnudagskvölds 2. ágúst. Nokkrir af fremstu tónlistarmönnum lands­ ins koma fram í Ólafsfjarðarkirkju og Menningarhúsinu Tjarnarborg. Leikin verður tónlist eftir íslensk og erlend tónskáld. Þarna verður óperutónlist, kammertónlist og ljóðasöngur. Hátíðin er nú haldin í 22. skiptið og listrænn stjórnandi frá 2014 er sellóleikarinn Ólöf Sigur­ sveinsdóttir. „Til að hægt sé að halda úti svona hátíð þurfa margir þættir að koma saman. Á Ólafsfirði er guðs græn náttúran, jurtirnar, yndisleg hljóm­ hús og fjórtán dalir. Sviðið er því til­ búið þegar ég mæti,“ segir Ólöf. Heimspeki í skíðaskála Fjöldi listamanna kemur fram á hátíðinni, rúmlega fimmtíu og hafa aldrei verið fleiri. Þar á meðal er Hrólfur Sæmundsson baríton. „Hann starfar í tónleikahúsinu í Aachen í Þýskalandi við mjög góðan orðstír. Hann átti upphaf lega að syngja í Ástralíu á þessum tíma, en vegna COVID varð ekki af því. Hann kemur nú norður til að syngja, þar á meðal með Sigrúnu Pálmadóttur, sem var aðalsöngkona óperunnar í Bonn um langt skeið.“ Á hátíðinni verður haldið upp á 250 ára ártíð Beethovens. „Við sem störfum við tónlist verðum öll fyrir áhrifum frá Beethoven. Flutningur á hluta af sellósónötu eftir Beet­ hoven verður í höndum okkar Þor­ steins Gauta Sigurðssonar píanó­ leikara sem hefur ekki komið fram á stórum tónleikum í langan tíma. Heimspeki kemur einnig við sögu vegna þessa fæðingarafmælis Beet­ hovens, en Jón Thoroddsen verður með heimspekikvöld í skíðaskál­ anum þar sem er einstakt útsýni yfir allan Ólafsfjörð.“ Staðföst stefna Ólafsfjörður á 75 ára kaupstaðaraf­ mæli í ár. „Þar er hópur fólks sem vill fyrir alla muni halda upp á afmælið á sama tíma og Berjadagar eru haldnir, sem gerir hátíðina sér­ staka. Á laugardaginn verður grill og kaffi úti við, opnun Pálshúss og myndlistarsýningar, en síðast en ekki síst leiksýning sem vísar til söguannáls. Þetta er sýning sem Guðmundur Ólafsson skapaði árið 1995, Horfðu glaður um öxl og félag­ ar úr Leikfélagi Fjallabyggðar sjá um flutninginn,“ segir Ólöf. Hún segist vera afar þakklát stefnu Fjallabyggðar þegar kemur að svona starfsemi. „Það er staðföst stefna Fjallabyggðar að styðja Berja­ daga tónlistarhátíð og fyrir hverja og eina hátíð er mér þakklæti efst í huga. Þessi stefna Fjallabyggðar hefur orðið til þess að einkaaðilar og fyrirtæki vilja einnig gera leiðina greiða fyrir hátíðina til að vaxa og dafna, sem og er raunin síðustu ár. Þess njóta listamenn sem koma árlega.“ Nánar má lesa um viðburði og tíma- setningar á heimasíðu hátíðarinnar www.berjadagar-artfest.com og á www.facebook.com/berjadagar. Hátíð sem vex og dafnar Tónlistarhátíðin Berjadagar hefst í dag og stendur til sunnudagskvölds. Rúmlega fimmtíu listamenn koma þar fram. Ólöf Sigursveinsdóttir er listrænn stjórnandi. Ólöf Sigursveinsdóttir hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá árinu 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Fertugsafmælis Harry Potter er víða fagnað, þar á meðal í Reykjavík og á Akureyri. Pott erhátíðin mikla hófst í gær, miðvikudag, á Amtsbókasafninu á Akureyri og stendur áfram í dag og föstudag. Boðið verður upp á leiki og fjör í anda Harry Potter og félaga: f lóttaherbergi, galdrakústasmiðju, Quidditch og ýmislegt f leira. Stórafmælinu er einnig fagnað í Borgarbókasafninu í Kringlunni. Hugdjarfir geta leitað helkrossa, forvitnir geta komist að því í hvaða vist þeir eru eða tekið myndir af nýsloppnum Azkabanföngum. Hægt er að föndra öskrara fyrir þá sem þurfa orð í eyra eða hjálpa Harry að föndra Hedwig og ferðatösku til þess að hann komist í skólann. Á sjálfan afmælisdag Harry Pott­ ers, föstudaginn 31. júlí, nær fögn­ uðurinn síðan hámarki á báðum bókasöfnunum.  Stórafmæli heimsfrægs galdrastráks Potter-lestrarhestar. ÞAÐ ER STAÐFÖST STEFNA FJALLA- BYGGÐAR AÐ STYÐJA BERJA- DAGA TÓNLISTARHÁTÍÐ OG FYRIR HVERJA OG EINA HÁTÍÐ ER MÉR ÞAKKLÆTI EFST Í HUGA. Á tónleikum Orgelsumars í Hall­grímskirkju í dag, fimmtu­daginn 30. júlí kl. 12.30, leikur Tómas Guðni Eggertsson organisti við Seljakirkju hið fræga Adagio eftir Albinoni, Tokkötu og fúgu í d­ moll og sálmforleikinn O Mensch, bewein' dein' Sünde groß eftir Bach, ásamt kafla úr verkinu L’Ascension eftir Messiaen. Tómas Guðni hefur starfað sem píanókennari, blásarakennari og organisti og hefur verið tónlistar­ stjóri Seljakirkju frá árinu 2009. Hann kemur reglulega fram sem ein­ leikari eða meðleikari með kórum, söngvurum og hljóðfæraleikurum úr ólíkum tónlistarkimum. Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í List­ vinafélaginu og börn yngri en 16 ára. Miðasala er við innganginn. Tómas leikur Albinoni Orgelið hljómar í Hallgrímskirkju. Flæði er yfirskrift sýningar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Einkasafninu í Eyjafjarðar­ sveit. Aðalheiður vinnur með timbur og tengir það flæði líðandi stundar og því sjálfsprottna sem fyrir er. Sýningin er opin laugardaginn 1. ágúst og sunnudaginn 2. ágúst frá 14.00­17.00. Einkasafnið er 10 km sunnan Akureyrar og stendur við syðri afleggjara þjóðvegar 822, Kristnes­ vegar. Flæði Aðalheiðar Verk á sýningu Aðalheiðar. 3 0 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.