Fréttablaðið - 30.07.2020, Qupperneq 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is
FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar
Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason
hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
ÞETTA KOM MÉR BARA
SKEMMTILEGA Á
ÓVART. ÉG ER BARA BÚINN AÐ
LIGGJA VEIKUR MEÐ NÝRNA-
STEINA OG FÉKK SÍÐAN SKILA-
BOÐ FRÁ UMBOÐSMANNI
MÍNUM Í AMERÍKU Í GÆR MEÐ
ÞESSUM FRÉTTUM.
Tó n l i s t a r m a ð u r i n n og tónskáldið Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til Emmy-v e r ð l a u n a f y r i r titillagið í sjónvarps-
þáttunum Defending Jacob en til-
kynningarnar voru opinberaðar
síðastliðinn þriðjudag. Sjálfur bjóst
hann ekki við tilnefningu þar sem
hann vissi ekki til þess að tónlistin
úr þáttunum hefði verið send inn.
„Ég vissi í rauninni ekki að ég
væri gjaldgengur þannig þetta kom
mér bara skemmtilega á óvart. Ég
er bara búinn að liggja veikur með
nýrnasteina og fékk síðan skilaboð
frá umboðsmanni mínum í Amer-
íku í gær með þessum fréttum“ segir
Ólafur léttur í bragði og bætir við að
fréttirnar hafi vissulega gert daginn
töluvert betri.
Vakti strax athygli
Aðspurður um hvernig verkefnið
kom til segir Ólafur að þeir sem
standa að baki þáttunum hafi
óskað eftir honum vegna vinnu
hans við tónlistina í bresku sjón-
varpsþáttunum Broadchurch, sem
hann hlaut meðal annars BAFTA-
verðlaun fyrir. Hann hafi ákveðið
að taka við verkefninu eftir að hafa
lesið handritið fyrir um ári síðan og
til stóð að hann myndi alfarið semja
tónlistina í þáttunum.
„Svo breyttust aðeins aðstæður
hjá mér og ég þurfti sem sagt að
hætta við á miðri leið. Atli Örv-
arsson tók við af mér og samdi að
lokum tónlistina við þættina en
ég var búinn að klára þetta þema,
svona titillagið í þáttunum, og þau
héldu því,“ segir Ólafur.
Þættirnir, sem eru sýndir á Apple
TV+, eru alls átta talsins en þeir hafa
notið mikilla vinsælda frá því að
þeir komu út síðastliðinn apríl og
segir Ólafur viðtökurnar hafa verið
mjög góðar. „Þetta þema vakti strax
mikla athygli sem er gaman að sjá.
Ég tók eftir því bara á samfélags-
miðlum að það væri mikið af fólki
að deila því.“
Stór nöfn tilnefnd
Ólafur hefur unnið til fjölda verð-
launa á sínum ferli, til að mynda
verðlauna bresku kvikmynda- og
sjónva r psþát t aa k ademíu nna r
BAFTA, en hann segir þetta vera í
fyrsta sinn sem hann er tilnefndur
til stórra verðlauna í Ameríku. „Ég
er yfirleitt svona frekar rólegur, alla
vega til að byrja með, en þetta eru
auðvitað bara mjög ánægjulegar
fréttir.“
Auk Ólafs eru tónskáldin Nathan
Barr, Antonio Gambale og Laura
Karpman tilnefnd fyrir besta titil-
lagið, sem og RZA, einn stofnandi
hljómsveitarinnar Wu-Tang-Clan.
Hann kippir sé þó ekki mikið upp
við að vera tilnefndur ásamt öðrum
stórum nöfnum í bransanum.
„Þetta er bara eitthvað stöff á blaði
þannig séð.“
Þá sé það óljóst hvernig verð-
launaaf hendingin fari í rauninni
fram, hvort hún verði með hefð-
bundnu sniði eða í gegnum fjar-
skiptabúnað vegna COVID-19
heimsfaraldursins, en stefnt er á að
verðlaunahátíðin fari fram 20. sept-
ember næstkomandi.
„Það hefði verið gaman ef ég hefði
fengið að sitja með þessum einstakl-
ingum og fá að eyða kvöldi með
þeim en ég held bara að þetta fari
fram á Zoom eða eitthvað svoleiðis,“
segir Ólafur. „Þannig að þetta er allt
kannski svona abstrakt.“
Von á nýrri tónlist
Að sögn Ólafs hefur heimsfaraldur-
inn sett ákveðið strik í reikninginn
hjá honum sjálfum en hann þurfti
að hætta við tónleikaferðalög í
haust og af lýsa um 60 tónleikum.
Hann hefur þó ekki setið auðum
höndum heldur hafi hann nýtt
tímann í að vinna í nýrri tónlist.
„Ég fór bara að einbeita mér að því
að búa til nýja tónlist og er búinn að
vera að því allt árið og það fer að líða
að því að eitthvað fari að koma út.
Þannig að við erum bara að undir-
búa það og gera okkur tilbúin,“ segir
Ólafur að lokum.
fanndis@frettabladid.is
Nýtti heimsfaraldur í
að skapa nýja tónlist
Ólafur Arnalds vinnur nú að nýrri tónlist en hann var á dögunum
tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir titillagið í sjónvarpsþáttunum
Defending Jacob. Hann segir fréttirnar vera mjög ánægjulegar.
Ólafur hefur unnið til fjölda verðlauna en hann var í vikunni tilnefndur til Emmy-verðlauna. MYND/HERRY SANTOSA
Þættirnir eru sýndir á Apple TV+.
3 0 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Hvort sem þig vantar
inni eða útimálningu
þá finnur þú gríðarlegt
litaúrval hjá okkur.
Kíktu við og finndu
draumalitinn þinn.
Hvaða litur
er þinn
draumalitur?