Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 7 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0
P Y L S U R
hafðu þær með á grillið í sumar
B
ES
TA
MAT
ARPYLSA
N
ÁRIÐ 2020
VIÐSKIPTI Alvotech og alþjóðlegi
lyfjarisinn Teva Pharmaceuticals
hafa gert samstarfssamning um
þróun, framleiðslu og markaðssetn-
ingu fimm líftæknilyfja í Banda-
ríkjunum en hann tryggir íslenska
fyrirtækinu tekjur upp á hundruð
milljarða á næstu tíu árum.
„Við gerum ráð fyrir því að
Bandaríkin skili okkur um 500
milljarða króna tekjum á næstu
tíu árum. Þessi samningur er stór
hluti af því,“ segir Róbert Wessm-
an, stofnandi Alvotech, við Frétta-
blaðið. Þau lyf sem Alvotech hefur
nú í þróun eru meðal annars notuð
til meðferðar á sjúkdómum eins og
gigt og krabbameini og eru öll í hópi
söluhæstu lyfja heims í dag.
Með samkomulaginu hefur Teva
tryggt sér markaðsleyfi fyrir lyf
Alvotech er þau koma á markað á
næstu árum. Lyfin verða framleidd í
hátæknisetri fyrirtækisins á Íslandi.
Alvotech stefnir að frekari vexti
hér á landi og býst við að ráða allt
að 70 vísindamenn og sérfræðinga
til viðbótar við þá 480 sem starfa nú
þegar hjá fyrirtækinu.
Aðspurður segir Róbert að samn-
ingurinn við Teva sé sá stærsti sem
Alvotech hefur gert til þessa, hann
sé líklega sá stærsti sem hafi verið
gerður í þeim geira sem fyrirtækið
starfar. Eftir því sem Fréttablaðið
kemst næst er umræddur viðskipta-
samningur á meðal þeirra stærstu
ef ekki sá stærsti sem íslenskt fyrir-
tæki hefur gert.
Þróun og framleiðsla líftækni-
lyfja gæti orðið ein af burðarstoð-
um íslensks útf lutnings að sögn
Róberts.
„Við sjáum fyrir okkur að bæði
Alvotech og Ísland geti verið í
leiðandi hlutverki á sviði líftækni
á heimsvísu og samhliða því verði
til ný atvinnugrein hér á landi. Það
eru ekki mörg fyrirtæki í heiminum
eins og Alvotech vegna þess að
þekkingin, sem lyfjaþróun af þessu
tagi krefst og við erum að byggja
upp hér á landi, er vandfundin,“
segir Róbert. – þfh / sjá síðu 10
Sömdu um
risaupphæð
Samningur Alvotech við Teva hleypur á hund
ruðum milljarða króna. Einn stærsti samningur
íslensks fyrirtækis í sögunni. Líftæknilyf geta
orðið ein af burðarstoðum íslensks útflutnings.
Við gerum ráð fyrir
því að Bandaríkin
skili okkur um 500 millj-
arða króna tekjum á næstu
10 árum. Þessi samningur er
stór hluti af því.
Róbert Wessman,
stofnandi
Alvotech
Krakkar úr Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna '78 og Tjarnarinnar tóku upp söngatriði í Gamla bíói í gær.
Það verður meðal atriða í sérstökum skemmtiþætti RÚV á laugardagskvöld. Tuttugu ár eru nú frá því að Gleði-
gangan var gengin fyrst. Eins og kunnugt er var hin formlega ganga slegin af þetta árið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÍBANON Að minnsta kosti 135 létu
lífið er hrikalegar sprengingar urðu
við höfnina í Beirút, höfuðborg Líb-
anon, á þriðjudaginn.
Yfir fimm þúsund manns eru
slasaðir og að auki er hundraða enn
saknað. Gríðarlegur skortur er á
sjúkragögnum og laskað heilbrigð-
iskerfi ræður illa við fjölda slasaðra.
Eyðileggingin í borginni er gífurleg
og um þrjú hundruð þúsund manns
eru talin hafa misst heimili sín.
Evrópusambandið og fjölmörg
lönd, þar á meðal Bretland, Tyrk-
land og Rússland, brugðust hratt við
og sendu mannskap og hjálpargögn
til landsins.
Íslensk stjórnvöld hafa heitið
aðstoð og Rauði krossinn hérlendis
efnir til neyðarsöfnunar fyrir hrjáða
íbúa Beirút. – bþ / sjá síðu 8
Þrjú hundruð þúsund án
heimilis eftir sprengingar
Maður í húsarústum. MYND/GETTY