Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 2
Ég held hún haldi
að hún sé hundur og
hundar eru ekkert mikið að
fljúga.
Veður
Sunnan 8-13 m/s en heldur hægari
á austanverðu landinu. Víða skúrir
og hiti 8 til 13 stig, en bjart með
köflum norðaustan til og hiti að 18
stigum á þeim slóðum.
SJÁ SÍÐU 18
Hversdagslíf á Hverfisgötu
Með hjálp tækninnar styttu þessir menn sér stundir á Hverfisgötunni í gær. Ólíkt höfðust þeir þó að. Annar var í símanum og hinn að hlusta.
Annar sat og beið eftir strætó en hinn gekk sinn veg. Veggurinn fagurblái skýlir fyrirhuguðu byggingarsvæði að baki Stjórnarráðinu. Mynd
skreytingar prýða vegginn og þar eru einnig gluggar sem hægt er að skyggnast inn um og fylgjast með hvernig verkinu miðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SAMFÉLAG Ferðamálafrömuðurinn
Jóhann Helgi Hlöðversson og hrafn
inn Dimma hafa að undanförnu
slegið í gegn á samfélagsmiðlum.
Óhætt er að fullyrða að Jóhann sé
sannkallaður hrafnahvíslari, enda
er Dimma ekki fyrsti hrafninn í
hans eigu. Þegar Dimma fannst köld
og hrakin sem ungi á Selfossi í júní
var leitað til Jóhanns.
„Dýralæknar Suðurlands höfðu
samband eftir að hún fannst
á íþróttasvæðinu á Selfossi og
spurðu hvort ég væri ekki til í að
taka hana að mér,“ segir Jóhann.
Hann birtir reglulega myndbönd
á Facebook af Dimmu sem vekja
mikla athygli, þar sem meðal ann
ars má sjá hana að leik með hundi
Jóhanns.
Jóhann er þúsundþjalasmiður
og segir að hrafnadýrkunin sé til
komin eftir að það kreppti að í
efnahag fjölskyldunnar árið 2008.
Hann stofnaði gistiheimili að Vatns
holti í Flóa ásamt eiginkonu sinni,
Margréti Ormsdóttur, en Eyjafjalla
jökull setti strik í reikninginn.
„Við opnuðum 2010 og svo fór
að gjósa um leið og við opnuðum
og þá komu engir gestir inn. Þá
varð maður að gjöra svo vel að hafa
allar klær úti og finna sér einhverja
vinnu,“ segir Jóhann. „Eitt af því
var að dunda sér í þessu og ég hef
fengið töluvert af verkefnum í kvik
myndum og auglýsingum og ýmsu.
Ég hef til dæmis unnið fyrir Dalai
Lama, Annie Leibowitz, í Vikings
þáttunum og í íslenskum sjónvarps
auglýsingum og fyrir f leiri aðila.“
Hann segir hrafna með gáfuðustu
dýrum í heimi og segir þá veita ein
stakan félagsskap. Dimma er eini
hrafn Jóhanns nú og í miklu uppá
haldi. Hún mun koma til með að
leika í sjónvarpsauglýsingu í næstu
viku, sem leynd hvílir yfir.
„Hún er alveg einstaklega ljúf.
Þeir eru yfirleitt mjög ljúfir fyrsta
árið og svo verða þeir svolítið sjálf
stæðari og uppivöðslusamari og
erfiðara að eiga við þá. En hún er
ekki alveg orðin f leyg hjá mér. Ég
held hún haldi að hún sé hundur og
hundar eru ekkert mikið að fljúga.
Hún samt flögrar aðeins og ef ég set
hana á grein og henni fer að leiðast
þá flýgur hún yfir á næstu.“
Ótrúleg myndbönd af Jóhanni og
Dimmu má sjá á vefnum frettabla
did.is. odduraevar@frettabladid.is
Féll úr hreiðrinu en er
nú orðin að stórstirni
Jóhann Helgi Hlöðversson bjargaði hrafninum Dimmu eftir að hún féll úr
hreiðri sínu. Hann segir hana einstaklega ljúfa og fljótari að læra en hundur.
Hún kemur til með að leika í alþjóðlegri sjónvarpsauglýsingu í næstu viku.
Dimma er í uppáhaldi hjá Jóhanni og er hún einstaklega ljúf. MYND/AÐSEND
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
COVID-19 Katrín Jakobsdóttir for
sætisráðherra segir framtíðar
fyrirkomulag vegna viðbragða
stjórnvalda við kórónaveirunni í
undirbúningi.
„Þar munu sitja ólíkir aðilar til
að tryggja sem best samhæfingu
innan og utan stjórnkerfisins. Þá eru
haldnir samráðsfundir ólíkra aðila
vegna faraldursins daglega í stjórn
kerfinu um þessar mundir, rétt eins
og á vormánuðum,“ útskýrir Katrín.
„Eins og áður hefur komið fram er
heilbrigði almennings forgangsmál
stjórnvalda en hér eftir sem hingað
til þarf að taka tillit til efnahagslegra
og samfélagslegra áhrifa og tryggja
að samfélagið geti gengið sem eðli
legast fyrir sig þrátt fyrir heims
faraldur,“ heldur ráðherrann áfram.
„Til að ná þeim markmiðum þarf
einmitt að tryggja samhæfinguna
sem ég nefndi hér áðan.“
Karl Gústaf Kristinsson, yfirlækn
ir á sýkla og veirufræðideild Land
spítalans, sagði við frettabladid.is í
gær að deildin væri við þolmörk.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr
ar erfðagreiningar, útilokaði ekki að
fyrirtækið kæmi aftur að skimun
við landamærin. Spurning sé hvort
skynsamlegt sé að láta fólk streyma
inn í landið í stríðum straumum.
„Við erum að takast á við faraldur
sem er að vega að lífsháttum okkar í
þessu samfélagi sem við erum hluti af
og auðvitað erum við opin fyrir þeim
möguleika að leggja okkar af mörk
um til að takast á við það.“ – bdj, eþá
Samfélagið sé
sem eðlilegast
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
LÖGREGLUMÁL Ólíklegt er að rann
sókn verði lokið að fullu á brun
anum á Bræðraborgarstíg þegar
gæsluvarðhald yfir hinum grunaða
rennur út 11. ágúst. Að óbreyttu
verður gæsluvarðhaldið framlengt,
samkvæmt upplýsingum frá lög
reglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Eftir að hafa verið handtekinn var
hinn grunaði vistaður á geðdeild í
ríflega þrjár vikur. Þegar gæsluvarð
haldið var fyrst framlengt þann 15.
júlí hafði ekki verið hægt að ræða
við hinn grunaða „sökum andlegs
ástands“, eins og það var orðað í
úrskurðinum.
Beðið er niðurstaðna úr tækni
rannsóknum á vettvangi brunans.
Fram hefur komið að bruninn er
rann sakaður sem mann dráp. – thg
Í haldi áfram að
öðru óbreyttu
Eftir handtökuna var
hinn grunaði vistaður á
geðdeild í þrjár vikur.
6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð