Fréttablaðið - 06.08.2020, Qupperneq 4
JEEP® GRAND CHEROKEE
jeep.is
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR.
• 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
• 570 NM TOG
• HÁTT OG LÁGT DRIF
• RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI
• LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN
• HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU
• BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI
• RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA
• ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI
• BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
• FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN
• BLINDHORNSVÖRN
STAÐALBÚNAÐUR M.A.:
Á ALVÖRU JEPPA MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI
FERÐASTU UM ÍSLANDALLT
BÍLL Á MYND: JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK 35” BREYTTUR
BANDARÍKIN Yfirvöld í Washington
tilkynntu í gær að heilbrigðisráð-
herrann, Alex Azar, muni heim-
sækja Taívan á næstu dögum.
Dylst engum að þetta er gert til
þess að ögra Kínverjum í stigmagn-
andi deilum ríkjanna tveggja,
meðal annars í Suður-Kínahafi.
Þetta er veigamesta heimsókn
bandarísks fulltrúa til eyjarinnar
síðan 1979, þegar Jimmy Carter
forseti undirritaði yf irlýsingu
um að opinberum samskiptum
ríkjanna tveggja væri slitið og að
Bandaríkin litu svo á að alþýðu-
lýðveldið væri hið eina sanna
Kína. Síðan þá hafa öll samskipti
Bandaríkjanna við Taívan verið
undir öðrum formerkjum en sem
samskipti við sjálfstæð ríki. Til að
mynda er sendiráð sem ber heitið
Ameríska stofnunin í Taívan.
Ástæða heimsóknarinnar er
sögð vera að styrkja samskipti
Bandaríkjanna og Taívan og einnig
til að takast á við COVID-19. „Taív-
anar hafa farið fram með miklu
gegnsæi og stuðlað að samvinnu
í heilbrigðismálum á heimsvísu á
tímum COVID-19, og löngu fyrir
þann tíma,“ sagði Azar í yfirlýsingu
sem birt var á vef stofnunarinnar.
Dagsetning heimsóknarinnar
hefur ekki verið ákveðin en Azar
mun funda með ráðherrum, far-
aldssérfræðingum og f leiri aðilum.
Talið er að stjórnvöld í Peking
bregðist nær örugglega við heim-
sókninni á einhvern hátt. – khg Donald Trump og Azar. MYND/GETTY
Taívanar hafa farið
fram með miklu
gegnsæi og stuðlað að
samvinnu í heilbrigðis-
málum á heimsvísu á tímum
COVID-19, og löngu fyrir
þann tíma
Alex Azar heilbrigðisráðherra
Bandaríkjamenn ögra Kínverjum með heimsókn til Taívan
MENNING Útgjöld hins opinbera til
menningarmála námu tveimur og
hálfu prósenti af heildarútgjöldum
árið 2018 og var hlutur Íslands til
málaflokksins sá þriðji hæsti í Evr-
ópu samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu Íslands.
Einungis Ungverjaland og Lett-
land vörðu stærri hlut til menningar
sama ár, Ungverjar 2,7 prósentum
og Lettar 2,8 prósentum.
Ef litið er til síðustu tíu ára má sjá
að hlutdeild til menningar hefur
verið svipuð á Íslandi síðasta áratug-
inn en hæst var hún árið 2013, eða
2,6 prósent og lægst árið á undan, 2,2
prósent. Á verðlagi ársins 2018 voru
útgjöld til menningarmála rúmir 29
milljarðar, en lægst fór upphæðin
niður í rúma 25 milljarða árið 2013.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, segir töl-
urnar endurspegla þá miklu áherslu
sem lögð sé á menningu á Íslandi.
„Við leggjum mikla áherslu á menn-
ingu hér á landi og munum halda
áfram á þeirri leið, vegna þess að
menningin skiptir Íslendinga miklu
máli. Það sjáum við meðal annars í
aðsókn að menningarviðburðum.“
Þá segir hún tölurnar og stöðu
Íslands miðað við önnur lönd sýna
mikilvægi menningar á Íslandi.
Sé litið til hinna Norðurlandanna
megi sjá að hluti opinberra útgjalda
til menningar sé undir meðallagi í
Noregi, Svíþjóð, Danmörku og
Finnlandi. Hlutur til menningar
í Finnlandi er lægstur á Norður-
löndum, einungis tæpt eitt prósent.
Kórónaveirufaraldurinn hefur
haft mikil áhrif á bæði menningu
og listir hér á landi og í skýrslu um
áhrif COVID-19 á íslenskan tón-
listariðnað, sem unnin var af Félagi
íslenskra hljómlistarmanna, Félagi
hljómplötuframleiðenda, Samtök-
um flytjenda og hljómplötufram-
leiðenda, STEF, Tónlistarborginni
Reykjavík og Útf lutningsstofu
íslenskrar tónlistar, kemur fram
að áhrifin hafi verið mest fyrir það
tónlistarfólk sem reiði sig alfarið á
tónlistina sem fyrirvinnu.
Áhrifin sjáist til að mynda í
óafturkræfum kostnaði fyrir tón-
listarfólk, offramboði og mikilli
samkeppni, af bókunum og lægri
launum. Í aðgerðaáætlun ríkis-
stjórnarinnar vegna COVID-19
var gert ráð fyrir 750 milljónum
króna til að bregðast við þeim
áhrifum sem faraldurinn hefur á
listir, menningu, íþróttir og æsku-
lýðsmál. Og segir Lilja að einnig sé
uppi umræða um sérstakar aðgerðir
varðandi tónlistarfólk.
„Við erum í samstarfi við lykilað-
ila í tónlistargeiranum að skoða sér-
stakar aðgerðir varðandi tónlistar-
fólk,“ segir Lilja og bætir við að miklu
máli skipti að menningartengd starf-
semi geti hafist sem fyrst að nýju.
„Það sást til að mynda um versl-
unarmannahelgina að þetta er
mikil skellur fyrir stóran hóp fólks
sem vinnur að tónlist,“ segir hún.
Þá segir Lilja að mikilvægast sé
þó að ná stjórn á veirunni.
„Það er númer eitt, tvö og þrjú,
því að við vitum að þetta er ekki
eins og venjuleg inf lúensa. Fólk
veikist mismikið og við höfum ekki
séð slíkan faraldur í áratugi. Til
þess að samfélagið okkar blómstri
þurfum við að ná stjórn á honum.“
birnadrofn@frettabladid.is
Útgjöld Íslands til menningar
þriðju hæstu í Evrópulöndum
Útgjöld hins opinbera til menningarmála námu 2,5 prósentum af heildarútgjöldum árið 2018. Einungis
tvö önnur lönd í Evrópu vörðu stærri hlut til menningar. Lilja Alfreðsdóttir segir þetta endurspegla þá
áherslu sem lögð er á menningu hér, en að mikilvægt sé að menningarstarfsemi hefjist sem fyrst að nýju.
Ekki hefur farið mikið fyrir stórum tónleikum í ár, líkt og á Menningarnótt, vegna COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Við erum í sam-
starfi við lykilaðila
í tónlistargeiranum að
skoða sérstakar aðgerðir
varðandi
tónlistarfólk.
Lilja Alfreðsdótt-
ir, mennta- og
menningarmála-
ráðherra
SJÁVARÚTVEGUR Verð á af laheim-
ildum á þorski hefur hækkað um
37 prósent frá miðju sumri, að því
er kemur fram í tölum Fiskistofu.
Heildaraflamark þorsks lækkar um
6 prósent frá fyrra ári samkvæmt
ákvörðun sjávarútvegsráðherra,
sem fór eftir ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar við ákvörðun aflamarks.
Aflamark næsta árs er því tæplega
257 þúsund tonn.
Meðalverð í viðskiptum með
aflaheimildir fyrstu tvær vikur júlí-
mánaðar var rétt tæplega 195 krón-
ur á kílóið. Síðari hluta mánaðar var
meðalverðið komið upp undir 231
krónu fyrir kílóið og fyrstu fimm
daga ágústmánaðar stendur meðal-
verð viðskipta með af laheimildir
fyrir þorsk í 268 krónum á kíló. – thg
Hækkun verðs
á þorskkvóta
Verð á þorskkvóta hefur hækkað
skarpt frá miðjum júlí. MYND/GVA
COVID -19 Í gær höfðu á undan-
gengnum sólarhring greinst 1.772
ný CO VID-19 tilfelli á Spáni sem er
það mesta á einum degi síðan í júní .
Í frétt í The Guar dian í gær sagði
að dauðs föll á Spáni vegna CO VID-
19 væru 28.499. Fjölgunin valdi því
að far þega sem ferðast frá Spáni
bíði nú víða að fara í sótt kví. Síðast
greindu yfir völd í Sviss frá því að
far þegar frá Spáni þyrftu að fara í tíu
daga sótt kví við komu, nema þeir
komi frá Kanarí eyjum eða Mall or ca.
Bret land, Ír land og Noregur höfðu
fyrr til kynnt að far þegar frá Spáni
þyrftu að fara í sótt kví. – eþá
COVID-19 sækir
fram á Spáni
6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð