Fréttablaðið - 06.08.2020, Side 8

Fréttablaðið - 06.08.2020, Side 8
Efnahagsástandið í Líbanon hefur verið afar bágborið undanfarin misseri og landið í raun rambað á barmi fjárhagslegs hengiflugs. Hin virtu norrænu neytendasamtök Kuluttaja (finnsk), Råd & Rön (sænsk) og Tænk (dönsk) hafa gert úttektir á bakstursofnum frá ýmsum framleiðendum. Siemens ofnarnir komu best út og fengu toppeinkunn fyrir almenn gæði sín. Bravó! Af því tilefni bjóðum við nokkra framúrskarandi ofna á tilboðsverði. Gildir til og með 31. ágúst eða á meðan birgðir endast. Bakstursofn BakstursofnBakstursofn HB 578ABS0S, iQ500 HB 672GBS1S, iQ700HR 675GBS1S, iQ700 Orkuflokkur A. Brennslusjálfhreinsun. Átta ofnaðgerðir. Orkuflokkur A+. Brennslusjálfhreinsun. Átta ofnaðgerðir. Orkuflokkur A+. Með gufu. Brennslusjálfhreinsun. 13 ofnaðgerðir. Fullt verð: 169.900 kr. Fullt verð: 189.900 kr.Fullt verð: 249.900 kr. Tilboðsverð: Tilboðsverð:Tilboðsverð: 129.900 kr. 149.900 kr.189.900 kr. OrkuflokkurOrkuflokkur Bakstursofnarnir hjá Smith & Norland eru sannkallaðir sigurvegarar. Orkuflokkur 1. sæti 2. sæti BEIRÚT Að minnsta kosti 135 ein- staklingar létu lífið þegar gríðarleg sprenging varð við hafnarsvæði Beirút, höfuðborgar Líbanons, á þriðjudaginn. Yfir fimm þúsund eru slösuð og að auki er hundraða enn saknað sem er vísbending um að tala látinna hækki enn frekar þegar frá líður. Gríðarlegur skortur er á sjúkra- gögnum auk þess sem laskað heil- brigðiskerfi landsins ræður illa við þann fjölda sem þarf aðhlynningu þegar í stað. Evrópusambandið og fjölmörg lönd, þar á meðal Bretland, Tyrkland og Rússland, brugðust hratt við og sendu mannskap og hjálpargögn til landsins. Enn er á huldu hvað olli spreng- ingunni í vörugeymslunni en í gær var greint frá því að þar hefðu um 2.750 tonn af ammoníumnítrati verið geymd undanfarin sex ár. Hefur sú staðreynd valdið mikilli reiði meðal almennings í Líbanon. Forseti Líbanons, Michel Aoun, hefur heitið því að einhverjir verði dregnir til ábyrgðar fyrir með- ferðina á hinu stórhættulega efni og muni hinir sömu þurfa að þola þyngstu mögulegu refsingu. Þá hefur yfirmaður tollamála í Líb- anon, Badri Daher, greint frá því að hann hafi sent sex minnisblöð til stjórnvalda um hættuna sem gæti skapast af geymslu efnisins á þessum stað án þess að gripið hafi verið til aðgerða. Hringurinn utan um hina meintu sökudólga þrengist því hratt en greint hefur verið frá því að nokkrir stjórnendur hafnarinnar í Beirút sæti nú stofufangelsi á meðan málið verður rannsakað. Ljóst er að sprengingin hrikalega í Beirút er afar þungt högg fyrir þjóð sem mátti ekki við miklum áföllum í viðbót. Efnahagsástandið í Líbanon hefur verið afar bágborið undanfarin misseri og landið í raun rambað á barmi fjárhagslegs hengi- f lugs. Aðeins er tæpt ár síðan þáverandi forsætisráðherra Líbanons, Saad Hariri, sagði af sér embætti eftir mótmælaöldu í landinu. Litlu mátti muna að styrjaldarástand brytist út því að lögregla og her voru sökuð um að hafa beitt óhóflegu valdi til þess að kveða niður hörðustu mót- mælin. Í tvo mánuði var ekki starf hæf ríkisstjórn í landinu en þá var Hass- an Diab skipaður forsætisráðherra nýrrar stjórnar. Diab var háskóla- kennari sem einnig hafði gegnt embætti menntamálaráðherra en til þess að lægja öldurnar í landinu var ríkisstjórn hans skipuð sér- fræðingum sem stjórnmálaflokkar höfðu lagt blessun sína yfir. Það dugði þó ekki til þess að lægja öldurnar meðal almennings því mótmæli hafa verið tíð það sem af er ári. Eins og heimsbyggðin öll hefur Líbanon átt fullt í fangi með að glíma við kórónaveirufaraldur- inn. Alls hafa 65 dauðsföll verið skráð í landinu en áhrif faraldursins eru ekki síst efnahagsleg, enda treystir Líbanon mjög á ferðaþjónustu. bjornth@frettabladid.is Máttu ekki við þessum hörmungum Hundruð manna létust í sprengingunni í Beirút á þriðjudaginn. Yfir fimm þúsund eru slasaðir og skortur er á sjúkragögnum. Mikill órói hefur verið í landinu undanfarið ár vegna bágborins efnahags sem hefur versnað enn frekar vegna kórónaveirufaraldursins. Eyðileggingin í Beirút er nær alger og ljóst að hreinsunar- og uppbyggingarstarf mun taka langan tíma. MYND/ EPA Hassan Diab 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.