Fréttablaðið - 06.08.2020, Page 12
Frá degi til dags
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Sigríður sagði
hluti sem
skipta miklu
máli og mikil-
vægt er að
hafa í heiðri á
tímum eins
og þessum.
En það getur
orðið okkur
dýrt að spara
okkur út úr
þessari
kreppu.
Ríkisstjórn og sóttvarnayfirvöld hljóta að gera sér grein fyrir því að harðar aðgerðir vegna kórónafaraldursins leiða til gjaldþrota og atvinnuleysis og skapa auk þess kvíða og ala á ótta hjá einstaklingum. Aðgerðirnar eru einnig til þess fallnar
að skerða mannréttindi fólks. Vegna alls þessa mega
aðgerðir ekki vera harðari en nauðsyn ber til. Þær
þarf líka að rökstyðja vel hverju sinni, eins og sjálfsagt
er að gera þegar verið er að hefta frelsi fólks.
Fólk er ekkert sérstaklega að velta fyrir sér mann
réttindum sínum á kórónatímum. Hlýðum Víði
var slagorð sem hljómaði ágætlega svona í byrjun
kórónafaraldurs, en blind hlýðni er samt ekki af hinu
góða. Þegar þrengt er að mannréttindum fólks, undir
þeim formerkjum að það sé því sjálfu fyrir bestu,
þá þurfa einstaklingar einmitt að halda vöku sinni.
Blessunarlega virðist Víðir Reynisson sjálfur gera sér
grein fyrir þessu og af málflutningi hans hefur mátt
ráða að hann telji að ýmis höft sem hafi verið sett á
eigi alls ekki að festast hér í sessi. Það er sannarlega
ekki sjálfgefið að maður í hans stöðu tali þannig.
Fyrir það skal honum þakkað. Of fáir tala á sama hátt.
Á dögunum mælti hin ætíð óhrædda Sigríður Á.
Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gegn
hertum aðgerðum til að hefta kórónaveiruna. Um leið
skapaðist gósentíð hjá æstum netverjum, því nú gafst
sannarlega tilefni til að fara hamförum, hneykslast og
bölsótast. Þannig líður netsóðunum nefnilega lang
best. Formælingum rigndi yfir Sigríði og henni var
vitanlega ráðlagt að drepa sig.
Sigríður sagði hluti sem skipta miklu máli og
mikilvægt er að hafa í heiðri á tímum eins og þessum.
Flokkssystir hennar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
hefur talað á líkum nótum. Vonandi halda þær áfram
að standa vaktina og vara við því að höft fari að
teljast sjálfsögð. Aðrir stjórnmálamenn virðast ekki
hafa sérlega mikinn áhuga á þessum sjónarmiðum,
sem eru samt svo mikilvæg. Af einhverjum ástæðum
á þetta sérstaklega við um stjórnmálamenn á vinstri
vængnum.
Í pistli sínum varaði Sigríður sömuleiðis við
hræðsluáróðri. Jafnvel harðhausar sem taka kóróna
faraldrinum af mikilli ró og eru einbeittir í því að láta
hann ekki trufla líf sitt, vita af einstaklingum sem
þjást af kvíða og ótta og eru sumir nánast óstarfhæfir
vegna þessa. Sóttvarnayfirvöld og ríkisstjórn hljóta
einnig að vita af þessum hópi. Það skiptir verulegu
máli hvernig hlutir eru sagðir. Vitanlega eiga yfirvöld
að vera raunsæ, en verða um leið að gefa fólki von –
enda ætti það ekki að vera sérlega erfitt.
Enn skal vikið að Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni
sem í nýlegu viðtali á Bylgjunni sagði pistil Sigríðar
Á. Andersen vera áhugaverðan. Hann sagði hjálplegt
þegar bent væri á hluti á málefnalegan hátt og bætti
við að hættulegt væri ef allir væru sammála þeim sem
eru í krísustjórnun, eins og hann er.
Svo sannarlega gæti þjóðin verið óheppnari með
yfirlögregluþjón.
Höft og ótti
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Nú þegar verslunarmannahelgin er að baki og fólk snýr aftur til vinnu eftir sumarleyfi verður manni hugsað til þeirra þúsunda Íslendinga sem
hafa misst eða eru að missa vinnuna. Á meðan síðasta
efnahagskreppa kom við fjárhag flestra Íslendinga, þó
með ólíkum hætti væri, bitnar núverandi kreppa mjög
misilla á fólki, þó allir verði vissulega fyrir óþægindum
vegna sóttvarna. Sumir finna varla fyrir efnahagslegum
áhrifum á meðan tugþúsundir Íslendinga verða fyrir
miklu tekjutapi vegna atvinnumissis. Ég hef áhyggjur af
því fólki.
Við þurfum að leita allra leiða til að örva atvinnulífið
á nýjan leik og draga úr þeim félagslega vanda sem hlýst
af tekjumissi vegna atvinnuleysis, veikinda eða annars
konar röskunar vegna heimsfaraldursins. Það þarf að
hindra með öllum ráðum að ójöfnuður aukist í þessu
ástandi og í kjölfar þess. Þess vegna þarf að vernda vel
ferðarkerfið, helsta öryggisnetið okkar, þegar áfall ríður
yfir. Heilbrigðiskerfið, sem hefur verið undir sérstöku
álagi, verður að fá nægt rekstrarfjármagn til að tryggja
áfram fyrirtaks þjónustu við almenning.
En með Sjálfstæðisflokkinn við stjórnvölinn er
hætta á að vandinn magnist. Formaður Sjálfstæðis
flokksins talar um í fjölmiðlum að „ekki sé svigrúm
fyrir nýjum rekstrarútgjöldum“, varaformaður Sjálf
stæðisflokksins gerði hagræðingu að umtalsefni á
síðasta Eldhúsdegi og sagði okkur „einfaldlega ekki
hafa efni á því að reka stóru kerfin okkar með óbreytt
um hætti“. Allt orðrétt upp úr uppskriftabók hægri
manna. Og varaformaður fjárlaganefndar, sem einnig
er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bætti svo við fyrir
stuttu að ólíklegt væri að Landspítalinn fengi meira fé
og talaði um „tækifæri til hagræðingar“.
Við þekkjum allt of vel að niðurskurðarhnífurinn er
nærtækasta verkfæri hægri manna í efnahagsþreng
ingum. En það getur orðið okkur dýrt að spara okkur
út úr þessari kreppu. Við þurfum að beita ríkissjóði
og vinna okkur gegnum hana á lengri tíma; fjárfesta
í heilbrigði, félagslegu öryggi og af bragðs menntun,
tryggja aukinn jöfnuð og búa allri þjóðinni tækifæri til
velsældar og hamingju til lengri tíma.
Dýrt að spara
Logi Einarsson
formaður Sam-
fylkingarinnar
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
Rendurnar
Guðmundur Franklín er
slyngur að láta eins og það
sé endalaus eftirspurn eftir
honum. Nú síðast í gær á
Facebook þegar hann hélt því
fram að símtölin streymdu
til sín og áhuginn væri slíkur
á pólitískri þátttöku hans að
færri kæmust að en vildu. Að
nýfenginni reynslu er líklegt
að fyrrverandi forsetafram-
bjóðandi ofmeti samt lengd
biðraðarinnar. „Menn breyta
ekkert röndunum á sér,“ sagði
hann. Þetta hefur líklega verið
áður en Guðmundi barst til
eyrna að Jón Arnór Stefánsson
körfuboltamaður fór í gær úr
sinni röndóttu KR-treyju og
smeygði sér í fagurrauða Vals-
treyjuna.
Heitt og kalt
Sagðar voru fréttir af því í vik-
unni að nýliðinn júlímánuður
hefði verið með þeim kaldari á
öldinni hérlendis. Meðalhitinn
í borginni slefaði næstum í 11
gráður en var nærri 13,5 í fyrra.
Þetta kom ofan í áralanga
umræðu um hamfarahlýnun,
bráðnun jökla og hækkun
yfirborðs sjávar hennar vegna.
Það getur stundum verið erfitt
að skilja móður jörð, en er til
of mikils mælst að hún ákveði
hvort hún er að hlýna eða
kólna? Það er dálitlum vand-
kvæðum bundið að velja sér
baráttumál í loftslagsmálum í
þessum hringlanda.
6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN