Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 13
AF KÖGUNARHÓLI Þorsteinn Pálsson Höft á sparnað launafólks í lífeyris-sjóðum endurspegla vel veikleika krónunnar. Ísland er eina landið, sem þurft hefur að grípa til gjaldeyrishafta vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar. Ranglæti er jafnan fylgifiskur hafta. En þetta er í fyrsta sinn, sem ranglætið er ein- vörðungu látið bitna á launafólki. Saga krónunnar byrjaði í alþjóðlegu myntsamstarfi. Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld svo leitast við að tengja hana við aðra gjaldmiðla eða taka þátt í fjöl- þjóðlegu myntsamstarfi. Nýju höftin eru áminning um þennan óleysta vanda. Norræna myntsambandið Nú er því stundum haldið fram að sjálf- stæð mynt sé nauðsynlegur hluti full- veldis. Fyrir öld litu menn aftur á móti svo á að stöðug mynt væri mikilvægari fyrir efnahagslegt sjálfstæði landsins en sjálf- stæð mynt. Sú hugsun var svo almenn að aðild að Norræna myntsambandinu var skrifuð inn í sjálf fullveldislögin. Árið 1955 stóð Samband íslenskra samvinnufélaga fyrir ráðstefnu í Háskóla Íslands. Þangað var stefnt helstu hag- fræðingum Norðurlanda til þess að ræða mögulega endurreisn Norræna myntsam- bandsins. Bretton Woods, ECU og Evra Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir forystu Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Haf- stein virkjaði aðild Íslands að Bretton Woods gjaldmiðlasamstarfinu frá 1944. Það fól í sér skuldbindingar til að fylgja fjölþjóðlegum reglum á sviði ríkisfjármála og peningamála. Haustið 1991 samþykkti ríkisstjórn sömu flokka undir forystu Davíðs Odds- sonar, að Ísland skyldi innan tveggja ára tengjast evrópsku mynteiningunni ECU, sem var undanfari evrunnar. Í tilefni þessarar ákvörðunar um evrópsku mynteininguna sagði Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri: „Fastgengis- stefna í einu eða öðru formi er eini grund- völlur stöðugleika í efnahagsmálum, sem raunhæft er að nota.“ Ríkisstjórn VG og Samfylkingar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur sam- þykkti sumarið 2012 samningsmarkmið í peningamálum vegna viðræðna við Evrópusambandið. Þar er því lýst yfir að Ísland stefni að upptöku evru svo fljótt sem aðstæður leyfa. Afstaða flokka á þessari öld Á þessari öld hefur Samfylkingin einarð- lega fylgt línu gamla Alþýðuflokksins um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru. Framsóknarflokkurinn undir for- ystu Halldórs Ásgrímssonar gerði aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru einnig að stefnuskrármáli. Á allra síðustu árum hefur Viðreisn tekið forystu á miðjunni um aukið Evr- ópusamstarf og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkurinn var einnig opinn fyrir gjaldmiðilsumræðunni, eins og fram kom í ályktun landsfundar 2015 þar sem sagði: „Kanna skal til þrautar upptöku myntar, sem gjaldgeng er í alþjóðavið- skiptum í stað íslensku krónunnar.“ VG hefur ekki ályktað um gjaldmiðils- breytingu á landsfundum, en samþykkti án fyrirvara í ríkisstjórn yfirlýsingu Íslands um upptöku evru. Lausn Björns Bjarnasonar Af þessari sögu má ráða að á öllum tímum hefur verið víðtækur skilningur á mikil- vægi fjölþjóðlegs myntsamstarfs. Á þessari öld hefur evran verið raun- hæfasti kosturinn í þeim efnum. Ísland hefur í meira en aldarfjórðung verið aðili að efnahagslegum og pólitísk- um kjarna Evrópusambandsins. Eigi að síður vefst fyrir mörgum að stíga loka- skrefið til fullrar aðildar, þó að það sé í raun minna en það fyrra. Sumarið 2008 setti Björn Bjarnason þáverandi dómsmálaráðherra fram lög- fræðilega ígrundaða hugmynd um að Ísland gæti sótt um aðild að evrópska myntsambandinu á grundvelli aðildar að innri markaði Evrópusambandsins en án fullrar aðildar. Hugmyndinni um þessa millileið var þá ýtt út af borðinu, jafnt af fylgjendum sem andstæðingum fullrar aðildar. Ástæða til að ræða hugmyndina Vitað er að embættismenn framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins hafa ekki verið áhugasamir um slíka lausn. En dýpið hefur aldrei verið lóðað í pólitískum við- ræðum. Nú þegar höftin hafa verið endurvakin með skaðvænlegri langtímaáhrifum en áður er ærin ástæða til að ræða þessa hug- mynd í fullri alvöru. Á næstu árum stendur Ísland andspænis mestu áskorunum í efnahagsmálum í áratugi. Við þær aðstæður „getur íslenska krónan í höftum ekki verið framtíðar- gjaldmiðill þjóðarinnar“, eins og segir í aðeins fimm ára gamalli ályktun lands- fundar Sjálfstæðisflokksins. Möguleg millileið Ranglæti er jafnan fylgifiskur hafta. En þetta er í fyrsta sinn, sem ranglætið er einvörðungu látið bitna á launafólki. Með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald, er fyrirhugað að halda próf til viðurkenn- ingar bókara 2020 sem hér segir: • Prófhluti I: Reikningshald og upplýsinga- tækni mánudaginn 12. október 2020 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Ein- dagi greiðslu prófgjalds er 1. október 2020. • Prófhluti II: Skattskil mánudaginn 16. nóv- ember 2020 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Eindagi greiðslu prófgjalds er 5. nóvember 2020. • Prófhluti III: Raunhæft verkefni laugar- daginn 12. desember 2020 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 18. Eindagi greiðslu prófgjalds er 1. desember 2020. Skráningu í öll próf fer fram samtímis (allir prófhlutar) og lýkur þann 9. september 2020. Skiptir ekki máli hvort próftaki ætlar að taka eitt próf eða öll. Ekki er hægt að skrá sig í próf eftir að skráningarfresti lýkur. Próftakar bera sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í próf. Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglu- gerðar nr. 649/2019 um próf til viðurkenning- ar bókara og til prófefnislýsingar prófnefnd- ar viðurkenndra bókara. Í henni er jafnframt útlistað hvaða hjálpargögn eru leyfileg í einstökum prófum. Prófnefnd mun útvega próftökum leyfileg hjálpargögn í einstökum prófum. Prófefnislýsinguna má nálgast á vefsvæði prófnefndar viðurkenndra bókara á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/ verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/ vidurkenndir-bokarar/ Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0-10. Lágmarks- einkunn til að standast einstaka prófhluta er 5,0. Til þess að standast fullnaðarpróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,00 í vegna meðaleinkunn (lokaeinkunn) úr öllum próf- hlutum. Próftökugjald fyrir hvert próf er kr. 37.500. Eigi er skylt að standa fyrir prófi nema a.m.k. 30 þátttakendur hafi skráð sig í próf. Ef próftökugjald er ekki greitt á eindaga þá fellur niður próftökuréttur. Við skráningu skal staðfest að fullnægt sé skilyrðum 43. gr. laga nr. 145/1994 um að próftaki sé lögráða og hafi forræði á búi sínu (að búið hafi ekki verið tekið til gjaldþrota- skipta). Væntanlegir próftakar skulu skrá sig til prófs á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins www.anr.is eða á heimasíðu framkvæmdaraðila prófanna www.promennt.is Reykjavík, 24. júní 2020 Prófnefnd viðurkenndra bókara Auglýsing um skráningu og próf til viðurkenningar bókara S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.