Fréttablaðið - 06.08.2020, Síða 21

Fréttablaðið - 06.08.2020, Síða 21
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Fimmtudaginn 13. ágúst gefur Fréttablaðið út sérblaðið SKÓLAR & NÁMSKEIÐ Laugardaginn 15. ágúst gefur Fréttablaðið út sérblaðið NETVERSLUN Að vanda er boðið upp á fjölmargar fróðlegar greinar og viðtöl. Allir sem eru að velta fyrir sér námi fá góða yfirsýn yfir það sem er í boði í blaðinu. Blaðið er mjög vinsæll valkostur fyrir menntastofnanir, einkaskóla og fyrirtæki til að auglýsa eða kynna það sem þau hafa upp á að bjóða. Flestöll fyrirtæki hérlendis bjóða upp á netverslun og er hún í örum vexti jafnt hér á landi og erlendis. Við viljum bjóða þeim sem reka verslun á netinu og einnig þeim sem eru að setja upp netverslun að taka þátt í þessu skemmtilega blaði. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við: Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúa Fréttablaðsins. Netfang: jonivar@frettabladid.is – Beinn sími: 550-5654 Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við: Arnar Magnússon, markaðsfulltrúa Fréttablaðsins. Netfang: arnarm@frettabladid.is – Beinn sími: 550-5652 Claudia á óvenju langan feril að baki sem fyrirsæta og hefur verið ljósmynduð af frægustu ljósmyndurum í heimi. Hún er 49 ára, verður fimmtug 25. ágúst næstkomandi. Claudia er fædd og uppalin í Þýskalandi og býr núna ásamt fjölskyldu sinni á Englandi. Hún segir að þakka beri þennan farsæla feril því að hún hafi alltaf lagt hart að sér í vinnu og ekki hafnað verkefnum sem henni hafa verið boðin. „Ég hætti við að fara í sumarfrí ef það kom gott starf upp í hendurn- ar á mér. Ég kaus vinnuna,“ segir hún í samtali við sænska kvenna- blaðið Damernas Värld. Hún hefur unnið fyrir öll helstu tískumerki í heimi. Claudia var uppgötvuð aðeins sautján ára og var fljótlega komin á forsíðu franska Elle og breska Vogue. Skömmu síðar var hún orðin andlit Chanel eftir að Karl Lagerfeld bauð henni starf. Claudia segir að tískubransinn í dag sé fagmannlegur, þetta séu viðskipti. „Fyrirsæturnar mæta í vinnu og fara síðan. Á níunda áratugnum var mikið um partí og gleðskap í kringum starfið. Í dag er það ekki svo. Tímapressan er meiri í dag og tískusýningar byrja ekki of seint eins og gerðist hér áður fyrr. Gamli tíminn var skemmtilegur en ég kann betur við að vinna á fagmannlegum nótum þar sem allt er á réttum tíma.“ Hún bætir við að hugmyndir um útlit á fyrirsætum hafi verið aðrar. „Það var mikið lagt í hár og förðun. Þurrsjampó var lífs- nauðsynlegt og hárið sett upp og túperað. Nú vilja tískuhönnuðir að útlitið sé látlaust og frjálslegt. Ég var með sítt, þykkt hár og það var hluti velgengninnar. Ég hef mikið unnið fyrir fyrirtæki sem selja húð- og hárvörur. Þegar maður vinnur auglýsingar fyrir sjónvarp er nauðsynlegt að líta út sem maður geisli af heilbrigði. Ég hef alltaf passað mjög vel upp á hár og húð,“ segir hún. „Ég vil líta náttúrulega út og farða mig samkvæmt því. Nota krem gegn öldrun húðar og síðan andlitsmaska þrisvar til fjórum sinnum í viku. Síðan drekk ég mikið af vatni, tek vítamín og drekk nýpressaðan safa á hverjum morgni. Best þykir mér að blanda saman spínati, eplum, ananas og selleríi. Ég hef ekki farið í lýta- aðgerðir. Ég vil eldast á sama hátt og Lauren Hutton og Jane Birkin. Ég fer oft í sund, labba úti í fersku lofti og hlusta á tónlist. Ég kvíði því ekki að eldast,“ segir hún. Eftir misheppnað samband við David Copperfield giftist Claudia kvikmyndaleikstjór- anum Matthew Vaughn árið 2002. Þau eiga þrjú börn. Claudia hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, þar á meðal Love Actually þar sem hún lék Carol. Leyndarmál Claudiu Schiffer Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer hefur starfað við fagið í rúm 30 ár. Hún þykir lík hinni frægu Brig­ itte Bardot. Claudia hefur prýtt flestar forsíður tískublaða samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer verður fimmtug 25. ágúst. MYND/GETTY Ég hef mikið unnið fyrir fyrir- tæki sem selja húð- og hárvörur. Þegar maður vinnur auglýsingar fyrir sjónvarp er nauðsynlegt að líta út sem maður geisli af heilbrigði. Ég hef alltaf passað mjög vel upp á hár og húð. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 6 . ÁG Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.