Fréttablaðið - 06.08.2020, Side 27
Flokkar bíla verða sífellt fjöl-
breyttari og bílar með jepp-
lingslagi mikil söluvara erlend-
is. Þar hafa þeir verið kallaðir
SUV (Sport Utility Vehicle) sem
þýða matti sem sportnotkun-
arfarartæki. Nýjasta nafnbótin
er svo Crossover eins og bíllinn
sem hér er fjallað um.
Jepplingsheilkennið ætlar að
festast við marga bíla um þessar
mundir og sá síðasti til að falla
undir þá skilgreiningu er ný
útgáfa Jazz sem kallast Crosstar.
Reyndar eru það helgispjöll að
setja nafn með orðinu jeppi við bíl
sem þennan, enda aðeins um bíl
með framdrifi að ræða. Að vísu er
hann með meiri veghæð en hefð-
bundinn Jazz og eitthvað er búið
að eiga við útlitið til að gera hann
sportlegri, með meira plasti og
þakbogum.
Stærri að utan en ekki innan
Þótt að í grunninn sé hér Honda
Jazz er bíllinn örlitið stærri en
áður. Hann er 30 mm hærri enda
búið að hækka hann á fjöðrun um
37 mm. Hann er 31 mm breiðari og
46 mm lengri vegna plasthlífanna
sem utan á honum eru. Að innan
er bíllinn nánast alveg eins. Að
vísu eru sætin með öðrum efnum
sem auðvelda hreinsun og það er
komið betra hljómkerfi. Upp-
lýsingakerfið er nýtískulegt og er
einfalt í notkun og býður bæði upp
á Apple CarPlay og Android Auto.
Þrátt fyrir að í grunninn sé þetta
smábíll er Crosstar furðu rúm-
góður og þar sem að hann er hærri
en hefðbundinn Jazz er þægi-
Bíllinn er verk-
legri á vegi og
aukin veghæðin
greinileg eins og
sjá má. MYNDIR/
TRYGGVI ÞOR-
MÓÐSSON
Farangursrými er tæpir 300 lítrar og
aðvelt er að fella niður sæti .
Vél og rafmótorar gefa samtals 253
newtonmetra tog sem er allgott.
Eins og sjá má
veldur aukin
veghæð því að
bíllinn leggst
meira á hornin
en samt er hann
furðu stöðugur
í akstri.
Mælaborðið er stílhreint og þá sérstaklega notendavænn upplýsingaskjárinn.
Reynsluakstur
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
KOSTIR OG GALLAR
Honda Jazz
Crosstar
Grunnverð: 4.490.000 kr.
Hestöfl: 108
Tog: 253 newtonmetrar
Eigin þyngd: 1.325 kg
0-100 km: 9,9 sek.
Hámarkshraði: 172 km/klst.
CO2-gildi: 110 g/km
Eyðsla í bl. akstri: 3,9 l
L/B/H: 4.090/1.725/1.556 mm
Hjólhaf: 2.520 mm
Farangursrými: 298 l
Rúmtak: 1.498 rsm.
n Upplýsingakerfi
n Höfuðrými
n Útsýni
n Pláss fyrir miðjufarþega
n Verð
KOSTIR GALLAR
BÍLAR
Smábíll fyrir íslenskar aðstæður
legra að umgangast hann. Hurðir
opnast vel og það þarf ekki að
setjast mikið niður í bílinn. Hann
er rúmgóður að innan fyrir bíl í
þessum flokki og munar þar mest
um höfuðrými. Margar sniðugar
útfærslur eru í innanrými, eins og
tvöfalt hanskahólf og glasahöldur
við A-bita í stað þess að vera að
flækjast fyrir í miðjustokki. Sem
betur fer er ennþá hægt að taka
upp setuna í aftursætum Jazz sem
að getur auðveldað flutninga á
stærri hlutum. Vel fer um tvo full-
orðna í aftursætum, en sá þriðji má
ekki vera stór til að komast fyrir á
bríkinni milli þeirra.
Liggur vel þrátt fyrir veghæð
En hvernig er að keyra Jazz Cros-
star með sinni auknu veghæð?
Hann liggur ágætlega þrátt fyrir
að leggjast aðeins á hornin eins
og búast mátti við. Upptakið er
allgott vegna góðs togs e.HEV-
blendingsútfærslunnar. Veghljóð
er nokkuð og einnig hvinur frá
vélinni þegar hún er komin á
snúning. Stýri og önnur stjórntæki
gefa góða tilfinningu fyrir bílnum
sem að svarar mjög vel. Bíllinn
skiptir á milli blendingsaksturs og
annaðhvort vélar eða rafmagns-
mótora eingöngu og skilar þannig
betri nýtingu og minni eldsneytis-
notkun.
Fáir keppinautar
Eins og er á Honda Jazz Crosstar
fáa sem enga nána keppinauta
hérlendis þar sem að Ford Fiesta
Active er ekki í boði hjá Brimborg
þótt stóri bróðir Focus Active sé
það. Crosstar er aðeins boðinn
í EX-útfærslu og kostar nokkra
summu, eða 4.490.000 kr. sem
er 240.000 kr. meira en Jazz í EX-
útfærslu. Hvort fólk er tilbúið að
borga þá upphæð fyrir meiri veg-
hæð og þakboga er svo annað mál.
Jazz er með mjög tryggan kaup-
endahóp enda kaupa 60% eigenda
Jazz sér annan Jazz aftur, og þá því
ekki Crosstar?
19F I M M T U D A G U R 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð