Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Page 2
Sjálfstraustsfeldurinn S varthöfði hefði haldið að tveir metrar gætu ekki orðið tilefni til rökræðu, en annað er nú komið á daginn. Vesalings þríeykið neyddist til að leggjast undir feld og hugsa sinn gang bróðurpart vikunnar enda tókst því á einum fundi að rugla svo hressilega í land­ anum að margir töldu jafnvel fært að halda fermingarveislur að nýju. Virðist þríeykið hafa verið að safna kjarki til þess að segja fólki að halda í sér sem mest af partístandi og bæla niður útlandablæti sitt. Svarthöfði er þó á því að það eru ekki almannavarnir sem beri sökina í þessu öllu saman. Við þjóðin erum bæði að garga eftir hertari reglum en á sama tíma viljum við ekki reglur sem hefta frelsi okkar. Við viljum eiga kökuna okkar (heilbrigðið) og éta hana líka (frelsið). Hvað er það líka nákvæm­ lega sem ráðherrann með langa nafnið og titilinn á að hafa unn­ ið sér til saka? Hitt vini án þess að fá samþykki frá þjóðinni fyrir því fyrst? Mikið eru allir fljótir að verða heilagir þegar svona kemur upp. Allt í einu er öll þjóðin orðin að sérfræð­ ingum í tveggja metra reglum og sóttvörnum. Jafnvel leyfir þjóðin sér að hrópa upp að sótt­ varnalæknir viti ekkert hvað hann syngur, þjóðin viti klár­ lega betur hvað hann meinti með tveggja metra reglu. Aumingja Þórólfur gat ekki einu sinni skýrt sína eigin reglu út og þurfti að taka sér vikuna í að endurhugsa hana. Hvernig í fjandanum getur þjóðin þá vitað upp á hár hvað í henni felst? Bull og vitleysa. Ef það er eitt stef sem við ættum að hafa lært í þessum faraldri þá er það að hlusta á sérfræðingana og hlusta extra vel þegar sérfræðingarnir segjast þurfa að kynna sér málin betur. Verstu gagnrýnina telur Svarthöfði vera þá að Þórólfur hafi endurskilgreint regluna til að ráðherra kæmist út úr klíp­ unni. Það er alvarleg atlaga að trúverðugleika og starfsheiðri manns sem er búinn að standa sig eins og sprittuð hetja í þess­ um faraldri. Það sem má samt skamma ráðherra fyrir eru viðbrögð hennar við þessu öllu saman. Hún byrjar á að réttlæta gjörðir sínar og telur ekkert saknæmt hafa átt sér stað, svo biðst hún afsökunar á mynd­ unum sem voru teknar á vin­ konudjamminu, að lokum biðst hún afsökunar á öllu saman. Þetta sendir nokkuð leiðinleg og öfug skilaboð ofan í okkur. Svarthöfði hefur séð þetta stef endalaust oft í þjóðfélag­ inu. Byrja á að neita – reyna svo að draga í land – biðjast svo afsökunar. Ætli menn séu enn reiðir þess vegna? Því ráðherra ákvað að bíða og sjá hvort að æstur lýðurinn myndi strax snúa sér að næsta drama­ kasti eða hvort þetta yrði áfram stórmál. Þjóðin eins og hún leggur sig er nefnilega með brútal ADHD og missir fljótt fókus. Hins vegar er rólegt að gera í samfélaginu og lítið að frétta svo þjóðin hélt fókus. Ráðherra hefur því líklega séð sér þann kost vænstan að biðjast afsökunar. Hvað kvitt­ anadramað varðar hlýtur það að liggja í augum uppi að manneskjan borgaði snerti­ laust. SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Af DV og konum S íðan ég tók við hafa komið út 20 tölublöð af helgarblaði DV með nýjum áherslum og efnistökum. Ef litið er á forsíður þessara blaða má sjá 13 forsíðuviðtöl við áhuga­ verðar konur. Þar af eru eitt blað með tveimur konum á forsíðu og annað með þremur konum á forsíðunni. Að því sögðu hefur reynst erfiðara að fá konur í forsíðuviðtöl en karl­ menn. Þær virðast gagnrýna sig og ritskoða í meiri mæli en karlmenn. Við höfum tekið forsíðuviðtöl við fjölbreyttan hóp merkiskvenna, svo sem ráðherra, forsetafrú, verkfræðing, rithöfunda, kvikmyndagerðarkonur, fjölmiðlakonu, íþróttakonur, samkynhneigðar, gagn­ kynhneigðar, fjölskyldukonur, einhleypar konur og baráttukonur. Að því sögðu er líka mikilvægt að ræða við karl­ menn því lokatakmarkið hlýtur að vera jafnræði. Fyrir rúmum áratug sat ég fund hjá Fé­ lagi fjölmiðlakvenna. Fyrir svörum sat Reynir Traustason, þáverandi ritstjóri DV. Ein kvennanna spurði af hverju það væru ekki fleiri konur að vinna á DV. „Þær sækja ekki um,“ svaraði Reynir. „Af hverju finnur þú þær ekki?“ kallaði þá einhver. Ég gat ekki á mér setið og kallaði á móti: „Hefur einhver af ykkur sótt um starf á DV og ekki fengið viðtal?“ Engin svaraði. „Geta þær sem hafa sótt um starf á DV rétt upp hönd,“ bætti ég þá við. Engin rétti upp hönd. Flestar konurnar vildu nefnilega að það störfuðu fleiri konur á DV – bara ekki þær sjálfar. Það er eitt að vilja fleiri konur í valin störf en þær verða að vilja það sjálfar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að kvótar séu fylltir hér og þar ef áhuginn fyrir starfinu er ekki til staðar hjá þeim, sem æskilegt er að sæki um. Í dag er sem betur fer staðan allt önnur. Hjá DV og dv.is er meira jafnvægi í kynjaskipt­ ingu en gengur og gerist á flestum fjölmiðlum í landinu. Ritstjóri DV, fréttastjóri og sú sem brýtur um blaðið eru konur. Próförkin hjá DV skartar einungis konum. Forstjóri Torgs, sú er stýrir mann­ auðsmálum og fjármálastjóri eru konur. 50% rit­ stjórnarinnar eru konur. Ég fæ reglulega gagnrýni á að það sé verið að upp­ hefja karlmenn á kostnað kvenna á miðlinum sem ég stýri. Samfélagið í heild þarf sannarlega að rétta stöðu kvenna – en það er mikilvægt að velja sér orrustur svo að þær missi síður marks og það er enginn í stríði gegn konum hér. Þvert á móti. Ég sem er ritstjóri blaðsins á tvær ungar stúlkur. Í hvaða heimi myndi ég reyna að ýta undir samfélag þar sem hallar enn frekar á þær? Það er óþarfi að sparka í þann sem hleypur þér við hlið með útrétta hönd. Það er leitt þegar þörfin fyrir baráttuna er meiri en fyrir heildstæðan árangur. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. 5 UPPÁHALDS SNYRTIVÖRUR Kolbrún Pálína Helgadóttir fjölmiðlakona og fyrrver­ andi fyrirsæta er fagur­ keri mikill. Hvort sem það snertir eigin útlit eða heimil­ ið þá kann Kolbrún Pálína öll bestu ráðin. 1 .Bioeffect 30 day treatment Meðferðin er mín mesta uppáhalds og húðin verður afar þakklát að henni lokinni og skartar sínu fegursta. 2 . Kollagen Ég set kollagen út í kaffið mitt á morgnana, eða út í bústið og finn áþreifanlegan mun þegar ég er dugleg að taka það inn. 3 . Eilíf æska – Húðolía Þessi dásamlega olía er í sundtöskunni minni allt árið um kring en um er að ræða olíukenndan áburð sem hentar á þurra húð og sem nuddolía. 4 .Rejuvenating Eye Cream Vörurnar frá Bláa lóninu hafa lengi verið í snyrtitösk­ unni minni. Þetta endurnær­ andi augnkrem er í miklu uppáhaldi. 5 .Eucerin Hyaluron- Filler Ég stunda mikið sund og sjó­ böð og henta þessi krem mér því afar vel. Svo er verðið á þeim mjög gott og þau fást í öllum apótekum. 2 21. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.