Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR 21. ÁGÚST 2020 DV sundlaugar fengju að opna á ný í vor en ekki líkamsræktar­ stöðvar. Var Ágústa gagnrýnd fyrir að senda bréfið þar sem hún væri gift ráðherra en af­ rit af bréfinu var sent á ríkis­ stjórnina. „Þetta er í fyrsta skipti sem mitt nafn er dregið inn í póli­ tískt þras. Í rauninni er þetta mál svo kjánalegt. Ég ásamt 12 öðrum forsvarsmönnum líkamsræktarstöðva óska eftir þessum fundi með Þórólfi til að átta okkur á hverju við eigum von á varðandi opnanir á líkamsræktarstöðvunum. Einn úr hópnum bendir á að hann hafi fengið ábendingu frá ráðherra um að senda af­ rit á ríkisstjórnina.“ Í kjölfarið birti Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður brot úr bók sem hann er að skrifa í tengslum við COVID­19 far­ aldurinn hérlendis, þar sem ýjað er að því að ónefndur ráð­ herra í ríkisstjórn hafi vænt Ágústu um dómgreindarbrest fyrir að senda bréfið. „Þetta var opinbert bréf. Þarna var ekki verið að beita neinum þrýstingi heldur aðeins óska eftir fundi, sem við svo feng­ um. Ef einhver annar en ég hefði sent bréfið þá hefði þetta ekki verið neitt mál. Mér fannst leiðinlegt að þurfa að hlusta á það að ein­ hver af kollegum mannsins míns hefði haft þau orð um mig að ég hefði sýnt dóm­ greindarskort. Ég hef rekið líkamsræktarstöð í 37 ár. Sá kafli í mínu lífi spannar mun lengri tíma en hjónaband mitt við Guðlaug Þór. Ég tala nú ekki um að vera ráðherrafrú, það eru bara einhver örfá ár. Að ýja að því að ég sé að nýta mér aðstöðu mína er bara galið.“ Ágústa segist vel fær um að reka sitt fyrirtæki án aðkomu eiginmannsins enda hafi hún gert það frá því að hún var rétt rúmlega tvítug. Sofnaði á verðinum Hnýtt hefur verið í tengsl Ágústu og Guðlaugs við Bláa lónið í gegnum tíðina en Ágústa á 3% hlut í Bláa lóninu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, er einnig einn af aðaleigendum Hreyfingar. Að­ spurð hvernig hún takist á við það þegar hennar persónulegu fjármál séu til umfjöllunar í fjölmiðlum segist hún stolt af því sem hún hefur byggt upp. „Ég byrjaði á algerum núllpunkti og hef byggt mitt fyrirtæki upp frá núlli. Ég er stolt og hreykin af því. Ég skammast mín ekki fyrir það sem ég á. Þetta er botnlaus vinna og ég hef aldrei fengið neitt upp í hendurnar,“ segir Ágústa. Hún segir það að standa við orð sín og að vera sjálf á staðnum vega þungt í velgengni sinni. „Þú byggir ekkert upp til langs tíma nema að hafa mikinn áhuga og vera tilbúin í að eyða í það miklum tíma. Ég eignaðist fjögur börn og hnoðaðist alltaf í vinnu með­ fram því. Ég hef aldrei tekið mér almennilegt fæðingar­ orlof.“ Hún segir velgengnina meðal annars stafa af því að áhugi á því sem hún var að gera hafi ýtt henni út í rekstur. „Það kemur manni ótrúlega langt í byrjun. Svo lærir maður ótrúlega fljótt af mistökunum. Ég var nánast búin að keyra fyrirtækið í gjaldþrot snemma á ferlinum. Ég var orðin kærulaus og var upptekin við að skemmta mér. Ég var kornung, búin að reka fyrirtækið í tvö eða þrjú ár, peningarnir rúlluðu inn og ég bara sofnaði á verðinum. Ég áttaði mig svo á því reikning­ arnir höfðu safnast upp og ég varð að bregðast hratt við og læra mína lexíu. Það þarf alltaf að vera á tánum, vera á staðnum og halda utan um hlutina. Í grunninn hef ég alltaf farið vel með peninga og er var­ kár í viðskiptum, en lykillinn að öllu er áhugi á því sem þú ert að gera. Það smitar út frá sér. Mér finnst alltaf gaman að mæta í vinnuna og ég hef aldrei gengið í gegnum tímabil þar sem ég nenni þessu ekki lengur.“ Ekki þræla sér út alls staðar Aðspurð um andlega heilsu og líðan sína segist Ágústa ekki vera mikið tilfinninga­ búnt þótt hún sé vissulega ekki tilfinningalaus. „Ég hef mikið jafnaðargeð og reyni að vera jákvæð. Það er eitthvað jákvætt við allt. Núna hefur aukinn tími með fjölskyldunni verið það jákvæða í þessu þjóðfélagsástandi.“ Hún segist vissulega vilja hafa áskoranir í lífi sínu en þær séu af öðrum toga en áður og það sé enginn listi með tindum til að toppa á hennar borði. „Það að finna jafnvægi í einkalífi og vinnu er full­ nægjandi fyrir mig.“ Hún seg­ ist ekki hafa neina þörf fyrir það að hlaupa maraþon eða klífa hæstu fjöllin. Hennar áskoranir og sigrar liggi ann­ ars staðar. „Ég hef til dæmis ekki áhuga á að opna stöðvar úti um allan bæ. Þá ertu búin að missa stjórnina á litlu hlutunum. Ég hef viljað vera innan um viðskiptavinina og sjá sömu andlitin í áratugi og fylgjast með fólki ná árangri frekar en að vera að leita að nýju húsnæði og innrétta. Ég hef haldið fast í gleðina í því sem ég er að gera og gæti þess að stilla mig af. Ég næ að forgangsraða og láta frá mér verkefni. Þetta snýst um að finna gleðina í hlutunum og þræla sér ekki út alls stað­ ar. Virkja heimilisfólkið og starfs fólkið svo maður sé ekki einn að atast í öllu.“ Heilsurækt forvörn í faraldri Ágústa segir að heilsan sé aldrei mikilvægari en á tímum sem þessum og nú þurfi allir að horfa í eigin barm. „Mér finnst vanta inn í umræðuna um COVID­19 að partur af lausninni er heilsu­ ræktin. Það sem við höfum lært er að fólk með undirliggj­ andi sjúkdóma, lífsstílssjúk­ dóma eins og sykursýki tvö, háþrýsting, offitu og annað slíkt, á erfiðara með að glíma við COVID­19 sjúkdóminn. Vissulega viljum við forð­ ast smit en megum ekki loka okkur af, það þarf að sinna heilsunni, hún má aldrei sitja á hakanum. Það þarf að hugsa heilsurækt sem forvörn.“ Ágústa á ekki í vandræðum með að segja hlutina eins og þeir eru. „Við megum ekki gleyma stóru myndinni í for­ vörnum, við þurfum að byggja upp mótstöðu líkamans. Hver og einn þarf að hugsa fyrir sig, hvernig líður mér með mig? Hvernig er orkan mín og heilsan? Þarf ég að gera eitthvað í mínum málum? Það er ótal margt sem fólk getur gert. Ég er ekki að tala um út­ lit heldur heilbrigði.“ Ágústa bendir á að þótt heil­ brigði snúist alls ekki um kíló sé það oft leiðin til að fá fólk til að takast á við heilsubresti sína. „Frá því að ég byrjaði í þessum bransa hefur það ver­ ið segin saga að ef Hreyfing auglýsir námskeið með texta á borð við „Viltu missa 10 kíló?“ þá stoppar ekki síminn, en ef það er orðað án kílóa, til dæm­ is „Viltu byggja upp heilsuna og auka hreysti?“ þá hringja kannski fimm eða tíu í stað tvö hundruð. Ef við tölum um að grennast í auglýsingum þá kemur fólk þó og bætir heils­ una í leiðinni. Ég er fyrsta manneskjan sem er til í að breyta þessu í hugum fólks en þessi „diet“ iðnaður á heimsvísu veltir skrilljónum og það virðast margir tilbúnir til að fara stystu leiðina til að líta vel út. Hvatinn til að byrja í ræktinni tengist því gjarnan að vilja missa kíló, það ætti auðvitað alls ekki að vera þannig. Það að tala um að styrkja hjarta­ og æðakerfið sitt ætti að duga. Það er heilsan sem skiptir máli, ekki að allir séu settir í sama form,“ segir Ágústa og segist bjartsýn á að lands­ menn taki nú til óspilltra málanna við að efla sínar eigin varnir með því að setja heilsuna í fyrsta sæti. n Ég hef til dæmis ekki áhuga á að opna stöðvar úti um allan bæ. Þá ertu búin að missa stjórnina á litlu hlutunum. Ágústa og Guðlaugur eiga fjögur börn, eitt barnabarn og hund svo það er oft líf og fjör á heimilinu MYND/SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.