Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Síða 20
Svefnleysi styttir líf okkar Dr. Erla Björnsdóttir hefur lengi rannsakað svefn. Svefnleysi hefur víðtæk og lúmsk áhrif og er orsakavaldur margra alvar- legra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, há- þrýstings, kvíða og þunglyndis. D r. Erla Björnsdóttir er stofnandi og stjórnar-formaður Betri svefns. Í doktorsnámi sínu rannsakaði hún svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla hefur sérhæft sig í hugrænni at- ferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rann- sóknum á því sviði ásamt sam- starfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einn- ig skrifað um svefn á innlend- um vettvangi. Erla hefur einn- ig haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um svefn og svefn- venjur. Svefnleysi hefur víðtæk áhrif „Svefn skiptir höfuðmáli og er grunnurinn að andlegri og líkamlegri heilsu. Við getum verið með allt upp á tíu í hreyfingu og mataræði en ef við sofum ekki þá líður okkur ekki vel og erum ekki í góðu standi. Ég held að við höfum verið að vanmeta hlutverk svefnsins og hversu mikil- vægur hann er. Það er mikið að gera hjá fólki og fólk er að svindla á svefninum og hundsa hann, en það er rosa- lega fljótt að koma í bakið á manni. Þetta eru rosalega víð- tæk og lúmsk áhrif. Maður er kannski ekki alltaf að tengja áhrif, eins og kvíða, streitu og aukna matarlyst, við svefn- leysi. Áhrifin eru ekki endi- lega bara aukin þreyta og ein- beitingarskortur,“ segir Erla. Hún segir að fyrir fullorðna sé talað um að þeir þurfi að sofa um sjö til níu klukku- stundir á hverri nóttu. „Það er ágætis bil þarna á milli enda erum við ekki öll eins. Sumir þættir hafa áhrif á svefnþörf okkar eins og aldur og jafn- vel kyn. Margar rannsóknir benda til þess að konur þurfi aðeins lengri svefn en karlar, getur jafnvel munað hálftíma þar,“ segir hún. „Aðalatriðið er að okkur líði vel þegar við vöknum að morgni, að við séum endur- nærð og höfum næga orku út daginn. Að við séum ekki að lenda í því að sofna yfir sjón- varpinu, dotta í bíó, líða illa eða drekka þrjá kaffibolla bara til að geta funkerað,“ segir Erla og bætir við að það sé orðið algengt að við keyr- um okkur áfram á gerviorku. „Við sofum lítið og svo ætl- um við að bæta það upp með því að drekka einn sterkan Nocco og massa daginn. En þá erum við að keyra okkur áfram á gerviorku og bæla niður skilaboðin sem líkam- inn er að senda okkur, sem eru: „Þú ert þreytt því þú sefur ekki nóg.“ Það eru mjög mikilvæg skilaboð fyrir okk- ur.“ Svefnleysi styttir líf okkar. Þú þarft ekki að vera vakandi í nokkra daga til að finna áhrif svefnleysis, ef þú sefur í fjóra til sex tíma á nóttu þá finnurðu fyrir þessum lúmsku og víðtæku áhrifum sem Erla talar um. „Rannsóknir sýna það að eftir aðeins eina svefnlitla nótt, um svona fjögurra til fimm tíma svefn, þá getum við mælt auknar bólgur í blóðinu og minna sykurviðnám. Við vitum það að auknar bólgur í blóði er orsakavaldur margra alvarlegra sjúkdóma og við erum að auka líkur á offitu, hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, háþrýstingi, kvíða, þunglyndi og öllu þessu þegar við erum vansvefta til lengri tíma. Auðvitað þolum við það að missa svefn eina og eina nótt, það er alveg eðlilegt að það gerist. En þegar þetta er viðvarandi þá fáum við að sjá þessi áhrif. Við sjáum það líka hjá ungu fólki, það er áhyggjuefni hversu lítið ungt fólk er að sofa. Við sjáum að vansvefta unglingar eru tíu sinnum líklegri til að upplifa þunglyndi og mun líklegri til þess að reyna sjálfsvíg. Þetta eru alvarlegar afleiðingar sem geta hlotist af þessu,“ segir Erla. Ekki hægt að bæta sér upp svefnleysi „Svefnleysi eykur líkur á mörgum alvarlegum sjúk- dómum og hreinlega styttir líf okkar. Það er ekkert grín að sofa ekki nóg til lengri tíma. Það er einnig klárt mál að við erum miklu verr í stakk búin að glíma við sjúkdóma þegar við erum illa sofin. Og við vitum að ónæmiskerfið bælist verulega. Til dæmis á tímum sem þessum, með flensur og annað, við erum miklu útsett- ari fyrir því ef við erum ekki vel sofin. Þá er ónæmiskerfið okkar ekki jafn sterkt. Það skiptir máli,“ segir Erla. „Svo er það líka þessi al- gengi misskilningur að maður geti sofið lítið á virkum dög- um og bætt sér það upp um helgar með því að sofa mikið þá. En það skapar ójafnvægi, setur líkamsklukkuna okkar úr jafnvægi og eykur líkur á því að við festumst í vítahring langvarandi svefnvanda. Við einfaldlega getum ekki bætt okkur upp svefnmissi. Við get- um að sjálfsögðu náð upp orku og náð að hvíla okkur en það er bara svo margt sem gerist í líkamanum og heilanum þegar við sofum hverja einustu nótt. Við losum út eitur efni, endur- nýjum frumur, flokkum minn- ingar og áreiti. Þetta gerist ekkert tíu sinnum hraðar þó við sofum tíu sinnum meira yfir helgina. Þetta þarf að eiga sér stað á hverri nóttu alveg eins og við þurfum að hlaða símann okkar til að hann virki. Þannig að maður þarf að reyna að tryggja að maður sé að fá heilt yfir góðan svefn.“ Ekki taka „all nighter“ Það kannast örugglega margir fyrrverandi og núverandi námsmenn við að hafa tekið svokallaðan „all-nighter“ fyrir lokapróf, lært alla nótt- ina og fram að síðustu stundu til að vera sem best undirbúin. En það er það versta sem þú getur gert fyrir frammistöðu þína, að sögn Erlu. „Svefn er algjör forsenda fyrir nám og fyrir minnið. Við erum að festa allt sem við lærum, bæði varðandi stað- reyndaupplýsingar og færni. Þegar við sofum festum við slíkar upplýsingar í minni, þannig að ef við erum til dæm- is að fara í próf daginn eftir, keppa í íþróttum eða fara eitt- hvert þar sem við þurfum að standa okkur vel, þá er svefn- inn lykilatriðið nóttina fyrir. Því það er miklu betra að fara fyrr að sofa og hætta að læra klukkan 22-23 heldur en að taka einhvern „all-nighter“. Erla segir svefn spila lykilhlutverk þegar kemur að heilsu. MYND/ ANTON BRINK Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is 20 FÓKUS 21. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.