Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Blaðsíða 27
ENSKI BOLTINN SJÓNVARP SÍMANS Undirbúningur fyrir nýtt tímabil í Enska boltanum er í fullum gangi hjá Símanum. Tómas Þór er að gera sig kláran fyrir Völlinn en þar fær hann til sín góða gesti eftir hverja umferð, þar sem farið er yfir stóru málin í enska boltanum. Meðal sérfræðinga þáttarins eru Bjarni Þór, Eiður Smári, Margrét Lára og Logi Bergmann. TÓNATAL RÚV Matthías Már Magnússon fær til sín valda tónlistarmenn og fer yfir tón- listina í lífi þeirra í tali og tónum. Hefst 10. október Í GÓÐRI TRÚ RÚV Nýir íslenskir heimildarþættir þar sem áður ósögð saga fyrstu vesturfaranna er sögð, íslenskra mormóna sem fluttu til fyrirheitna landsins í Utah-fylki Bandaríkj- anna á seinni hluta 19. aldar og í byrjun þeirra tuttugustu. Morm- ónatrú var á 19. öld álitin villutrú á Íslandi og máttu iðkendur hennar sæta ofsóknum af hendi yfirvalda fyrir trúarskoðanir sínar. KVISS STÖÐ 2 Spurningaþáttur þar sem þekktir Íslendingar keppa fyrir hönd íþrótta- félaganna sem þeir styðja. Þótt liðin skiptist eftir íþróttafélögum er ekki um íþróttaþátt að ræða, heldur eru spurningar úr öllum áttum. Keppendur eru ekki íþróttafólk heldur nægir að þeir hafi alist upp í hverfi íþrótta- félagsins eða hafi æft íþróttir með félaginu á yngri árum. Umsjónarmaður þáttarins er uppistandarinn og sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson. Hefst 12. september MATARBÍLL EVU STÖÐ 2 Eva Laufey ferðast um á merktum matarbíl, heimsækir bæjarfélög og heldur sína eigin matarhátíð. Hún fær hjálp heimafólks við að finna bestu hráefnin sem annaðhvort eru ræktuð eða framleidd á svæðinu. Hún heldur síðan veislu með bæjarbúum um kvöldið á hverjum stað. Hefst 5. september Hefst 28. október FC ÍSLAND STÖÐ 2 Skemmtilegir þættir þar sem við fylgjumst með mörgum af þekkt- ustu fyrrverandi knattspyrnu- mönnum sem eiga allir góðan feril að baki og hittast reglulega til að spila saman fótbolta. Þeir ferðast í kringum landið sem eitt lið, skora á úrvalslið bæjarfélaga til að spila góðgerðarleik til styrktar mál- efnum í hverju sveitarfélagi. Birkir Kristins, Jón Jóns og Eiður Smári eru meðal þeirra sem dusta rykið af takkaskónum. Hefst 9. september KAPPSMÁL RÚV Ný syrpa af þessum skemmtiþætti um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar þar sem þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum, meðal annars í taugatrekkjandi stöfunarkeppni og í sérhannaðri útgáfu af hengimanni. Hefst 20. ágúst VEGFERÐ STÖÐ 2 Saga tveggja karlmanna sem fara í ferðalag til þess að styrkja vináttubönd sín. Ferðalagið tekur óvænta stefnu sem reynir á vináttu þeirra og neyðir þá til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt. Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson skrifa handritið og leika aðalhlutverkin og Baldvin Z leikstýrir. Hefst 11. september Hefst í desember Hefst október-nóvember FÓKUS 27DV 21. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.