Fréttablaðið - 21.08.2020, Síða 6
Það er grundvallar-
munur á að leggjast
veikur og hrumur inn á
hjúkrunarheimili nokkur
síðustu árin eða að leggjast
inn ungur og dvelja þar í
áratugi.
Rúnar Björn
Herrera
Þorkelsson,
formaður NPA
miðstöðvarinnar
uppskera!
Ný íslensk
... hjá ok
ku
r
í
d
a
g
H
já
b
ó
nd
a í gær ...
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
FÉLAGSMÁL Rúnar Björn Herrera
Þorkelsson, formaður NPA mið-
stöðvarinnar, segir mál Erlings
Smith með þeim alvarlegri en að það
sé veruleiki margra fatlaðra að þurfa
að dvelja á hjúkrunarheimilum, að
mestu leyti innan um aldrað fólk.
Á undanförnum árum hafi reglur
verið útvíkkaðar til að fatlaðir undir
67 ára kæmust frekar inn á hjúkr-
unarheimili en þeim stýrt frá því að
sækja um NPA-samninga.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í gær hefur Erling þurft að dvelja í
meira en tvö og hálft ár á hjúkrun-
arheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ,
eftir að NPA-samningi hans var
rift. Þrátt fyrir úrskurði úrskurðar-
nefndar velferðarmála og álit
Umboðsmanns Alþingis hreyfist
mál hans ekki og nú er svo komið að
fjárnám er gert í eignum hans fyrir
vistunargjöldunum. Hefur Erling
aldrei samþykkt langtímadvöl.
Rúnar segir að NPA miðstöðin,
Öryrkjabandalagið og Þroska-
hjálp hafi öll mótmælt þessum
breytingum harðlega, meðal ann-
ars á fundum hjá velferðarnefnd
Alþingis. „Við óttuðumst að þarna
væri verið að útvíkka heimildir til
þess að setja fatlað fólk á hjúkrunar-
heimili,“ segir Rúnar. „Reynt var að
fullvissa okkur um að þetta væri
gert vegna óska frá fólkinu sjálfu.“
Nú sé svo komið að sveitarfélög,
sjúkrastofnanir og endurhæfingar-
deildir beini fólki inn á hjúkrunar-
heimilin frekar en að sækja um
NPA-samning og fá aðstoðarmann.
„Fólki er oft ekki sagt frá þeim val-
möguleika að sækja um NPA. Eða
þá að hjúkrunarheimili sé eini
valmöguleikinn því fólk fái aldrei
NPA-samning,“ segir Rúnar. „Það
er augljóslega bakslag í gangi og
verið að stofnanavæða fólk. Ég er
fullviss um að þessi meinta eftir-
spurn sé vegna þess að verið sé að
stýra fólki.“
Í lok árs 2018 voru um 140 manns
yngri en 67 ára á hjúkrunarheim-
ilum og 77 á almennum heimilum
eða „öldrunarheimilum“. Þeir sem
koma að þjónustunni gera sér grein
fyrir því að þetta er vandkvæðum
bundið. Í umsögn Samtaka fyrir-
tækja í velferðarþjónustu um frum-
varp til laga um þjónustu við fatlað
fólk með miklar stuðningsþarfir,
var til að mynda komið inn á þetta.
„Er staðan því sú að á mörgum slík-
um stofnunum eru einstaklingar
sem eru jafnvel undir sextugu og
sem eru inni á hjúkrunarheimilum
á grundvelli fötlunar af einhverju
tagi, en ekki sökum aldurs. Þessir
einstaklingar hafa að mörgu leyti
aðrar þarfir heldur en almennir
íbúar heimilanna og aðrar þarfir
en hjúkrunarheimilið getur sinnt.
Þessir einstaklingar vilja komast í
bíó, heim til aðstandenda á jólunum
og njóta samveru með sínum jafn-
ingjum og jafnöldrum.“
„Það er grundvallarmunur á að
leggjast veikur og hrumur inn á
hjúkrunarheimili nokkur síðustu
árin eða að leggjast inn ungur og
dvelja þar í áratugi,“ segir Rúnar.
Samkvæmt minnisblaði vel-
ferðarráðs Reykjavíkurborgar
frá því í maí eru 23 einstaklingar
með NPA-þjónustu og 25 ein-
staklingar á biðlista með fullunna
umsókn. Samkvæmt Rúnari setji
önnur sveitarfélög fólk ekki á bið-
lista heldur annaðhvort beini því
inn á hjúkrunarheimili eða hafni
umsókn. Ekki sé því hægt að meta
hversu mikil þörfin sé og þar af leið-
andi erfitt fyrir ríkið að áætla fé til
málaflokksins.
Þó að sveitarfélögin beiti því fyrir
sér að fjármagn skorti frá ríkinu, þá
leysi það þau ekki undan ábyrgð.
Samkvæmt áðurnefndum lögum
sé það alveg skýrt að sveitarfélög
beri ábyrgð á að taka ákvörðun
um þjónustuna og beri ábyrgð
á fjármögnun hennar. Einnig að
fatlað fólk eigi rétt á NPA-þjónustu.
Ríkið komi hins vegar aðeins inn
með fjárstuðning til bráðabirgða.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Fötluðu fólki ítrekað
beint inn á stofnanir
Formaður NPA miðstöðvarinnar segir bakslag í réttindabaráttu fatlaðs fólks
og að sveitarfélög beini fólki í auknum mæli inn á hjúkrunarheimili í stað
þess að gera NPA-samninga við það. Á biðlista í Reykjavík eru 25 manns.
Árið 2018 dvöldu samtals 140 manns yngri en 67 ára á hjúkrunarheimilum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ORKUMÁL Landsvirkjun hefur gert
samkomulag við sænska fyrirtækið
Climeon um að rannsaka mögu-
leikann á að nýta glatvarma til þess
að vinna kísil úr jarðhitavökva, eða
skilavatni. Munu prófanir hefjast
við Kröfluvirkjun í Mývatnssveit.
Bjarni Pálsson, forstöðumaður
þróunar á jarðhita og vindi hjá
Landsvirkjun, segir verkefnið hafa
byrjað þegar Climeon og fleiri sóttu
um styrk til að þróa áfram nýja
tækni til að ná kísil og öðrum stein-
efnum úr jarðhitavökva. Bæði til að
kanna hvort verðmæti séu í þessum
steinefnum og gera vökvann nýtan-
legri, til að vinna úr honum raf-
magn eða skila aftur ofan í jörðina.
Steinefni hafa gjarnan stíf lað holur
þegar vökvanum er skilað.
Climeon er vélbúnaðarframleið-
andi sem hefur reynslu á sviðinu
en með þeim í verkefninu er nýsjá-
lenskt fyrirtæki sem heitir Geo40,
sem hefur verið að þróa aðferðir til
að ná kísil úr vökvanum. Bjarni segir
ekki ljóst hvenær rannsóknirnar
hefjist en verkefnið sé enn þá á byrj-
unarstigi og verið að fjármagna það
Aðspurður um hvort Landsvirkjun
mun standa að vinnslunni á kísilaf-
urðum, gangi allt eftir, segir hann
það ekki ákveðið á þessari stundu.
„Við erum réttindahafi að nýtingu
á jarðhitaréttindunum og lítum
svo á að þetta falli undir það. En
við höfum líka verið opin fyrir því
að vera í samstarfi við aðra aðila,“
segir Bjarni.
Hann segir þetta ekki algjöra
nýlundu á Íslandi. Til að mynda séu
heilsu- og snyrtivörur unnar í Hell-
isheiðarvirkjun og einnig séu unnar
vörur í tengslum við rekstur Bláa
lónsins. „Nú erum við að horfa til
svipaðra aðferða en á miklu stærri
skala, ekki endilega til að framleiða
vörur heldur aðallega til að hreinsa
vökvann,“ segir Bjarni. – khg
Landsvirkjun kannar leiðir til að
vinna verðmæti úr jarðhitavökva
Við erum réttinda-
hafi að nýtingu á
jarðhitaréttindunum og
lítum svo á að þetta falli
undir það.
Bjarni Pálsson, forstöðumaður þróunar hjá Landsvirkjun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
COVID-19 Sænsk stjórn völd munu
bera á byrgð á dreifingu bólu efnis
gegn kóróna veirunni sem veldur
CO VID-19 til Ís lands í gegnum sam-
starfs verk efni Evrópu sam bandsins.
Þetta stað festi Lena Hallen gren,
heil brigðis- og fé lags mála ráð herra
Sví þjóðar, á blaða manna fundi í dag.
Afton bladet greinir frá málinu.
Um er að ræða sam starfs verk efni
sem snýr að kaupum á 300 millj-
ónum skammta af bólu efni. Þann-
ig munu Ís land, Sviss og Noregur
taka þátt með Evrópu sam bandinu
í verk efninu. Bólu efnið er þróað af
breska lyfja fyrir tækinu AstraZen-
e ca í sam starfi við Ox ford-há skóla.
Þetta er eitt af nokkrum bólu-
efnum sem nú eru í bí gerð gegn
kóróna veirunni. Lyfið er komið á
seinna stig klínískra rann sókna og
þykir því á lit legt til að verka gegn
veirunni.
Sagði Hallen gren á fundinum í
dag að Svíar muni fá um sex millj-
ónir skammta af bólu efninu í sinn
hlut. Þó eigi rann sóknir eftir að
leiða í ljós hvort ein staklingar munu
þurfa að fá tvo skammta af lyfinu í
stað eins. Það komi í ljós þegar klín-
ískum rann sóknum ljúki.
Þá munu Svíar hafa milli göngu
um að koma efninu til Ís lands,
komist það í gegnum þetta stig
rann sókna. – oæg
Svíþjóð mun útvega Íslandi bóluefni
Lena
Hallen gren
2 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð